Mennta þarf starfsfólk og stjórnendur fyrir fiskeldi framtíðarinnar Helgi Thorarensen skrifar 6. júlí 2017 07:00 Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun halda áfram að aukast og eins er ljóst að meira verður framleitt af bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur fiskeldis mun skapa fjölda nýrra starfa bæði við eldið og í tengdum greinum. Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu.Skólakerfið vel í stakk búiðEðlilegum kröfum, sem uppi eru um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf meðal annars að mæta með því að tryggja að starfsfólk sé vel menntað og skilji vel þá ábyrgð sem það ber gagnvart náttúru og öðrum starfsgreinum. Sem betur fer er íslenskt skólakerfi vel í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni. Störf í laxeldi verða flest utan Reykjavíkursvæðisins og munu treysta byggð á Austfjörðum og Vestfjörðum. Einnig er mikið fjárfest í bleikjueldi á Reykjanesi og seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt vel sem atvinnugrein í minni sjávarbyggðum, þar sem aldalöng hefð er fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Framleiðni í áframeldi er mikil, þannig að fámenn samfélög geta staðið undir mikilli framleiðslu.Ábyrgð starfsmanna mikilSérhæfð störf í fiskeldi tengjast umsjón með seiðaeldi og áframeldi. Ábyrgð þessara starfsmanna er mikil, því það er árangur þeirra sem endanlega ræður því hvernig fyrirtækjunum mun reiða af og hversu mikil umhverfisáhrif starfsemin hefur. Það er nauðsynlegt að þessir starfsmenn hafi góða þekkingu á líffræði fiska, fóðrun, kjöraðstæðum í eldi og umhverfisáhrifum fiskeldis. Háskólinn á Hólum hefur um árabil boðið eins árs háskólanám í fiskeldi á diplómastigi, sem er góður undirbúningur fyrir þessi störf. Það eru meðmæli með náminu að stjórnendur fiskeldisstöðva hafa hvatt starfsmenn sína til þess að sækja sér þessa menntun. Einingar úr diplómanáminu er líka hægt að fá metnar í BS nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Stjórnun og rekstur eru stór þáttur í sjávarútvegsfræðanáminu og það er góður undirbúningur fyrir stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Fjölbreytt námsframboð við aðra háskóla, t.d. í matvælafræðum og strandsvæðastjórnun, mun einnig nýtast vel við uppbyggingu fiskeldis og eftirlitsstörf tengd greininni.Tryggja þarf menntunNærri helmingur af störfum í fiskeldi eru almenn störf við eldi, sem ekki krefjast háskólamenntunar. Þessir starfsmenn þurfa engu að síður að hafa undirstöðuþekkingu á fiskeldi og það er mikilvægt að þeir fái menntun við hæfi, t.d. á vegum símenntunarmiðstöðva. Nú er unnið að undirbúningi fyrir slíkt nám á Vestfjörðum og Fisktækniskólinn í Grindavík býður nám í fiskeldi á framhaldsskólastigi. Það þarf að mennta fjölda fólks til starfa í greininni á næstu árum. Ný störf í fiskeldi opna spennandi möguleika fyrir ungt fólk að fá vinnu við hæfi í heimabyggð og ekki síður fyrir þá sem vilja flytja í dreifbýli og nýta þau lífsgæði sem lítil samfélög bjóða. Það þarf að tryggja greiðan aðgang að menntun í fiskeldi á þeim svæðum þar sem þessi mikilvæga atvinnugrein er stunduð. Símenntunarmiðstöðvar munu bjóða námskeið fyrir almennt starfsfólk í fiskeldi, hliðstæð þeim sem boðin eru t.d. í fiskvinnslu. Háskólanám í fiskeldi er boðið í fjarnámi við Háskólann á Hólum og eins er nám í sjávarútvegsfræði boðið í fjarnámi. Það eru því allar dyr opnar fyrir þá sem vilja sækja sér menntun í fiskeldi og leggja sitt af mörkum til að byggja það vel upp til framtíðar.Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun halda áfram að aukast og eins er ljóst að meira verður framleitt af bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur fiskeldis mun skapa fjölda nýrra starfa bæði við eldið og í tengdum greinum. Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu.Skólakerfið vel í stakk búiðEðlilegum kröfum, sem uppi eru um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf meðal annars að mæta með því að tryggja að starfsfólk sé vel menntað og skilji vel þá ábyrgð sem það ber gagnvart náttúru og öðrum starfsgreinum. Sem betur fer er íslenskt skólakerfi vel í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni. Störf í laxeldi verða flest utan Reykjavíkursvæðisins og munu treysta byggð á Austfjörðum og Vestfjörðum. Einnig er mikið fjárfest í bleikjueldi á Reykjanesi og seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt vel sem atvinnugrein í minni sjávarbyggðum, þar sem aldalöng hefð er fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Framleiðni í áframeldi er mikil, þannig að fámenn samfélög geta staðið undir mikilli framleiðslu.Ábyrgð starfsmanna mikilSérhæfð störf í fiskeldi tengjast umsjón með seiðaeldi og áframeldi. Ábyrgð þessara starfsmanna er mikil, því það er árangur þeirra sem endanlega ræður því hvernig fyrirtækjunum mun reiða af og hversu mikil umhverfisáhrif starfsemin hefur. Það er nauðsynlegt að þessir starfsmenn hafi góða þekkingu á líffræði fiska, fóðrun, kjöraðstæðum í eldi og umhverfisáhrifum fiskeldis. Háskólinn á Hólum hefur um árabil boðið eins árs háskólanám í fiskeldi á diplómastigi, sem er góður undirbúningur fyrir þessi störf. Það eru meðmæli með náminu að stjórnendur fiskeldisstöðva hafa hvatt starfsmenn sína til þess að sækja sér þessa menntun. Einingar úr diplómanáminu er líka hægt að fá metnar í BS nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Stjórnun og rekstur eru stór þáttur í sjávarútvegsfræðanáminu og það er góður undirbúningur fyrir stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Fjölbreytt námsframboð við aðra háskóla, t.d. í matvælafræðum og strandsvæðastjórnun, mun einnig nýtast vel við uppbyggingu fiskeldis og eftirlitsstörf tengd greininni.Tryggja þarf menntunNærri helmingur af störfum í fiskeldi eru almenn störf við eldi, sem ekki krefjast háskólamenntunar. Þessir starfsmenn þurfa engu að síður að hafa undirstöðuþekkingu á fiskeldi og það er mikilvægt að þeir fái menntun við hæfi, t.d. á vegum símenntunarmiðstöðva. Nú er unnið að undirbúningi fyrir slíkt nám á Vestfjörðum og Fisktækniskólinn í Grindavík býður nám í fiskeldi á framhaldsskólastigi. Það þarf að mennta fjölda fólks til starfa í greininni á næstu árum. Ný störf í fiskeldi opna spennandi möguleika fyrir ungt fólk að fá vinnu við hæfi í heimabyggð og ekki síður fyrir þá sem vilja flytja í dreifbýli og nýta þau lífsgæði sem lítil samfélög bjóða. Það þarf að tryggja greiðan aðgang að menntun í fiskeldi á þeim svæðum þar sem þessi mikilvæga atvinnugrein er stunduð. Símenntunarmiðstöðvar munu bjóða námskeið fyrir almennt starfsfólk í fiskeldi, hliðstæð þeim sem boðin eru t.d. í fiskvinnslu. Háskólanám í fiskeldi er boðið í fjarnámi við Háskólann á Hólum og eins er nám í sjávarútvegsfræði boðið í fjarnámi. Það eru því allar dyr opnar fyrir þá sem vilja sækja sér menntun í fiskeldi og leggja sitt af mörkum til að byggja það vel upp til framtíðar.Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun