Einokun einkabílsins Eva H. Baldursdóttir skrifar 6. júlí 2017 07:00 Aðgerðir innan Reykjavíkur undanfarinna ára hafa miðað að því að þróa borgina þannig að hún sé betri borg hvað almenningssamgöngur varðar. Umræður um samgöngumálin hafa dregist í hægri vinstri dilka með þeim afleiðingum að sumir, einkum hægra megin, telja sig þurfa að vera í harðri vörn fyrir einkabílinn. En að vera talsmaður öflugri almenningssamgangna er ekki hægri eða vinstri né þýðir það að maður sé á móti einkabílnum, þó vissulega telji ég rétt að draga úr notkun hans.Ferðumst meira saman Staðreyndir málsins eru að fólksfjölgun er ör í Reykjavík og þó að allir villtustu draumar talsmanna malbiksframkvæmda myndu ganga eftir myndi það ekki draga úr umferðartöfum að neinu ráði. Tveir plús tveir verði fjórir og viti menn, lausnin er ekki að setja allt í stokka og fjölga akreinum. Ef spár um fjölgun íbúa ganga eftir verðum við að fara að ferðast meira saman ef samgöngukerfið á að ganga upp. Markmiðið er að Reykjavík verði borg með betri almenningssamgöngur. Sú sýn felur í sér skemmtilegri borgarbrag og fer saman við markmið um þéttingu byggðar. Aðgerðum í þá áttina verður því haldið áfram. Allir sem nota almenningssamgöngur vita að þær eru ekki á pari við það sem víða gerist erlendis en þær hafa batnað. Það er betra að nota hjól hér en áður og það er betra að nota strætó.Aukin fjölbreytni Borgarlínan færir okkur hins vegar inn í nútímann og með henni verður til hágæðakerfi almenningssamgangna. Það þýðir að ferðatíminn í strætó getur orðið á pari við einkabílinn. Breyttar ferðavenjur eru líka betri fyrir umhverfið, efnahaginn og heilsuna. Að sama skapi ættu talsmenn einkabílsins að fagna því ef fleiri fara að nota almenningssamgöngur, það þýðir meira pláss á vegum fyrir þá. Það er ekki verið að vega mikið að einokun einkabílsins, t.d. fara nú miklir fjármunir í vegaframkvæmdir. Markmiðið er fyrst og fremst að auka fjölbreytni í samgöngum. Höfundur er varaborgarfulltrúi og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Aðgerðir innan Reykjavíkur undanfarinna ára hafa miðað að því að þróa borgina þannig að hún sé betri borg hvað almenningssamgöngur varðar. Umræður um samgöngumálin hafa dregist í hægri vinstri dilka með þeim afleiðingum að sumir, einkum hægra megin, telja sig þurfa að vera í harðri vörn fyrir einkabílinn. En að vera talsmaður öflugri almenningssamgangna er ekki hægri eða vinstri né þýðir það að maður sé á móti einkabílnum, þó vissulega telji ég rétt að draga úr notkun hans.Ferðumst meira saman Staðreyndir málsins eru að fólksfjölgun er ör í Reykjavík og þó að allir villtustu draumar talsmanna malbiksframkvæmda myndu ganga eftir myndi það ekki draga úr umferðartöfum að neinu ráði. Tveir plús tveir verði fjórir og viti menn, lausnin er ekki að setja allt í stokka og fjölga akreinum. Ef spár um fjölgun íbúa ganga eftir verðum við að fara að ferðast meira saman ef samgöngukerfið á að ganga upp. Markmiðið er að Reykjavík verði borg með betri almenningssamgöngur. Sú sýn felur í sér skemmtilegri borgarbrag og fer saman við markmið um þéttingu byggðar. Aðgerðum í þá áttina verður því haldið áfram. Allir sem nota almenningssamgöngur vita að þær eru ekki á pari við það sem víða gerist erlendis en þær hafa batnað. Það er betra að nota hjól hér en áður og það er betra að nota strætó.Aukin fjölbreytni Borgarlínan færir okkur hins vegar inn í nútímann og með henni verður til hágæðakerfi almenningssamgangna. Það þýðir að ferðatíminn í strætó getur orðið á pari við einkabílinn. Breyttar ferðavenjur eru líka betri fyrir umhverfið, efnahaginn og heilsuna. Að sama skapi ættu talsmenn einkabílsins að fagna því ef fleiri fara að nota almenningssamgöngur, það þýðir meira pláss á vegum fyrir þá. Það er ekki verið að vega mikið að einokun einkabílsins, t.d. fara nú miklir fjármunir í vegaframkvæmdir. Markmiðið er fyrst og fremst að auka fjölbreytni í samgöngum. Höfundur er varaborgarfulltrúi og lögfræðingur.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun