Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 13:45 Af blaðamannafundinum í Valshöllinni. vísir/eyþór Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. Snorri Steinn stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Óskar Bjarni Óskarsson stígur til hliðar hjá meistaraflokki karla en verður yfirþjálfari allra flokka hjá Val. Á blaðamannafundinum voru Árni Þór Sigtryggsson og Magnús Óli Magnússon einnig kynntir sem nýir leikmenn Vals.Kemur í ljós hversu mikið ég spila Snorri Steinn segist vera ánægður með að vera kominn heim eftir 14 ára farsælan feril í atvinnumennsku. „Ég gerði fínan starfslokasamning við Nimes og í kjölfarið ræddi ég við Valsara og við vorum sammála um að ég kæmi inn í félagið. Við fundum flöt á því sem ég held að allir séu ánægðir með,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn. Snorri Steinn átti góð ár í Frakklandi og er í hörkuformi. Hann segir þó óvíst hversu mikið hann spilar með Val í vetur. „Ég er í góðu standi og mun æfa með liðinu. Það verður bara að koma í ljós hvað ég spila mikið. Ég læt það ráðast,“ sagði Snorri Steinn. Að hans sögn setja Valsmenn stefnuna hátt fyrir næsta tímabil.Haldið áfram á sömu braut „Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Íslands- og bikarmeistarar hafa það yfirleitt að markmiði að verja titlana. Við höfum reyndar ekkert rætt það en það er nokkuð sjálfsagt hvað ætlum að gera,“ sagði Snorri Steinn sem er einn fjölmargra atvinnumanna sem eru komnir aftur í Olís-deildina. „Mér líst mjög vel á hana. Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og svolítið eins og þetta á að vera,“ sagði hann. Nánar verður rætt við Snorra Stein í Fréttablaðinu á morgun. Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. Snorri Steinn stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Óskar Bjarni Óskarsson stígur til hliðar hjá meistaraflokki karla en verður yfirþjálfari allra flokka hjá Val. Á blaðamannafundinum voru Árni Þór Sigtryggsson og Magnús Óli Magnússon einnig kynntir sem nýir leikmenn Vals.Kemur í ljós hversu mikið ég spila Snorri Steinn segist vera ánægður með að vera kominn heim eftir 14 ára farsælan feril í atvinnumennsku. „Ég gerði fínan starfslokasamning við Nimes og í kjölfarið ræddi ég við Valsara og við vorum sammála um að ég kæmi inn í félagið. Við fundum flöt á því sem ég held að allir séu ánægðir með,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn. Snorri Steinn átti góð ár í Frakklandi og er í hörkuformi. Hann segir þó óvíst hversu mikið hann spilar með Val í vetur. „Ég er í góðu standi og mun æfa með liðinu. Það verður bara að koma í ljós hvað ég spila mikið. Ég læt það ráðast,“ sagði Snorri Steinn. Að hans sögn setja Valsmenn stefnuna hátt fyrir næsta tímabil.Haldið áfram á sömu braut „Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Íslands- og bikarmeistarar hafa það yfirleitt að markmiði að verja titlana. Við höfum reyndar ekkert rætt það en það er nokkuð sjálfsagt hvað ætlum að gera,“ sagði Snorri Steinn sem er einn fjölmargra atvinnumanna sem eru komnir aftur í Olís-deildina. „Mér líst mjög vel á hana. Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og svolítið eins og þetta á að vera,“ sagði hann. Nánar verður rætt við Snorra Stein í Fréttablaðinu á morgun.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45
Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39
Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30
Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58