Lagaleg skylda að bregðast við kynferðislegri áreitni Jóhann Fr. Friðriksson skrifar 27. desember 2017 07:00 Mikil vakning hefur átt sér stað í kjölfar #METOO byltingarinnar og má segja að hluti þeirrar vakningar snúist einmitt um að viðurkenna mikilvægi sálfélagslegra vinnuverndarþátta. Með sálfélagslegum vinnuverndarþáttum er m.a. átt við hvernig tryggja megi gott vinnuumhverfi þar sem starfsmenn verða hvorki fyrir félagslegum eða andlegum skaða við vinnu sína. Samkvæmt reglugerð nr. 1009/2015 sem byggð er á vinnuverndarlögum ber atvinnurekanda skylda til að tryggja heilsusamlegt vinnuumhverfi. Í því felst m.a. að láta einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustað ekki viðgangast og gera starfsmönnum ljóst með skýrum hætti að slík hegðun sé með öllu óheimil. Atvinnurekandi skal greina áhættuþætti er varða félagslegan og andlegan aðbúnað og nýta þá vinnu við forvarnir og gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Farsælast er að starfsmenn eða fulltrúar þeirra komi að gerð áhættumats. Tryggja þarf að allar áætlanir og leiðir til úrbóta séu kynntar, eftir þeim sé farið og þær endurskoðaðar reglulega. Mikilvægt er að áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum sé öllum aðgengileg. Það er skylda atvinnurekanda að bregðast við eins fljótt og kostur er þegar honum berst kvörtun eða ábending um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi. Honum ber einnig að bregðast við verði hann var við atferli eða aðstæður á vinnustaðnum sem líkur eru á að leitt geti til slíkrar hegðunar verði ekki gripið til aðgerða. Starfsmenn sem telja sig hafa orðið fyrir áreitni eða hafa rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun skulu upplýsa atvinnurekanda, vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins eða þá aðila sem skilgreindir eru samkvæmt viðbragðsáætlun. Að gefnu tilefni stendur Vinnueftirlitið, aðilar er skipa stjórn þess og velferðarráðuneytið fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík þann 11. janúar nk. Tilgangur fundarins er að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á kynferðislega- og kynbundna áreitni á vinnustöðum. Skráning á fundinn verður auglýst síðar.Höfundur er sérfræðingur sálfélagslegra þátta hjá Vinnueftirlitinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mikil vakning hefur átt sér stað í kjölfar #METOO byltingarinnar og má segja að hluti þeirrar vakningar snúist einmitt um að viðurkenna mikilvægi sálfélagslegra vinnuverndarþátta. Með sálfélagslegum vinnuverndarþáttum er m.a. átt við hvernig tryggja megi gott vinnuumhverfi þar sem starfsmenn verða hvorki fyrir félagslegum eða andlegum skaða við vinnu sína. Samkvæmt reglugerð nr. 1009/2015 sem byggð er á vinnuverndarlögum ber atvinnurekanda skylda til að tryggja heilsusamlegt vinnuumhverfi. Í því felst m.a. að láta einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustað ekki viðgangast og gera starfsmönnum ljóst með skýrum hætti að slík hegðun sé með öllu óheimil. Atvinnurekandi skal greina áhættuþætti er varða félagslegan og andlegan aðbúnað og nýta þá vinnu við forvarnir og gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Farsælast er að starfsmenn eða fulltrúar þeirra komi að gerð áhættumats. Tryggja þarf að allar áætlanir og leiðir til úrbóta séu kynntar, eftir þeim sé farið og þær endurskoðaðar reglulega. Mikilvægt er að áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum sé öllum aðgengileg. Það er skylda atvinnurekanda að bregðast við eins fljótt og kostur er þegar honum berst kvörtun eða ábending um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi. Honum ber einnig að bregðast við verði hann var við atferli eða aðstæður á vinnustaðnum sem líkur eru á að leitt geti til slíkrar hegðunar verði ekki gripið til aðgerða. Starfsmenn sem telja sig hafa orðið fyrir áreitni eða hafa rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun skulu upplýsa atvinnurekanda, vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins eða þá aðila sem skilgreindir eru samkvæmt viðbragðsáætlun. Að gefnu tilefni stendur Vinnueftirlitið, aðilar er skipa stjórn þess og velferðarráðuneytið fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík þann 11. janúar nk. Tilgangur fundarins er að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á kynferðislega- og kynbundna áreitni á vinnustöðum. Skráning á fundinn verður auglýst síðar.Höfundur er sérfræðingur sálfélagslegra þátta hjá Vinnueftirlitinu
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun