Lagaleg skylda að bregðast við kynferðislegri áreitni Jóhann Fr. Friðriksson skrifar 27. desember 2017 07:00 Mikil vakning hefur átt sér stað í kjölfar #METOO byltingarinnar og má segja að hluti þeirrar vakningar snúist einmitt um að viðurkenna mikilvægi sálfélagslegra vinnuverndarþátta. Með sálfélagslegum vinnuverndarþáttum er m.a. átt við hvernig tryggja megi gott vinnuumhverfi þar sem starfsmenn verða hvorki fyrir félagslegum eða andlegum skaða við vinnu sína. Samkvæmt reglugerð nr. 1009/2015 sem byggð er á vinnuverndarlögum ber atvinnurekanda skylda til að tryggja heilsusamlegt vinnuumhverfi. Í því felst m.a. að láta einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustað ekki viðgangast og gera starfsmönnum ljóst með skýrum hætti að slík hegðun sé með öllu óheimil. Atvinnurekandi skal greina áhættuþætti er varða félagslegan og andlegan aðbúnað og nýta þá vinnu við forvarnir og gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Farsælast er að starfsmenn eða fulltrúar þeirra komi að gerð áhættumats. Tryggja þarf að allar áætlanir og leiðir til úrbóta séu kynntar, eftir þeim sé farið og þær endurskoðaðar reglulega. Mikilvægt er að áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum sé öllum aðgengileg. Það er skylda atvinnurekanda að bregðast við eins fljótt og kostur er þegar honum berst kvörtun eða ábending um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi. Honum ber einnig að bregðast við verði hann var við atferli eða aðstæður á vinnustaðnum sem líkur eru á að leitt geti til slíkrar hegðunar verði ekki gripið til aðgerða. Starfsmenn sem telja sig hafa orðið fyrir áreitni eða hafa rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun skulu upplýsa atvinnurekanda, vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins eða þá aðila sem skilgreindir eru samkvæmt viðbragðsáætlun. Að gefnu tilefni stendur Vinnueftirlitið, aðilar er skipa stjórn þess og velferðarráðuneytið fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík þann 11. janúar nk. Tilgangur fundarins er að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á kynferðislega- og kynbundna áreitni á vinnustöðum. Skráning á fundinn verður auglýst síðar.Höfundur er sérfræðingur sálfélagslegra þátta hjá Vinnueftirlitinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil vakning hefur átt sér stað í kjölfar #METOO byltingarinnar og má segja að hluti þeirrar vakningar snúist einmitt um að viðurkenna mikilvægi sálfélagslegra vinnuverndarþátta. Með sálfélagslegum vinnuverndarþáttum er m.a. átt við hvernig tryggja megi gott vinnuumhverfi þar sem starfsmenn verða hvorki fyrir félagslegum eða andlegum skaða við vinnu sína. Samkvæmt reglugerð nr. 1009/2015 sem byggð er á vinnuverndarlögum ber atvinnurekanda skylda til að tryggja heilsusamlegt vinnuumhverfi. Í því felst m.a. að láta einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustað ekki viðgangast og gera starfsmönnum ljóst með skýrum hætti að slík hegðun sé með öllu óheimil. Atvinnurekandi skal greina áhættuþætti er varða félagslegan og andlegan aðbúnað og nýta þá vinnu við forvarnir og gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Farsælast er að starfsmenn eða fulltrúar þeirra komi að gerð áhættumats. Tryggja þarf að allar áætlanir og leiðir til úrbóta séu kynntar, eftir þeim sé farið og þær endurskoðaðar reglulega. Mikilvægt er að áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum sé öllum aðgengileg. Það er skylda atvinnurekanda að bregðast við eins fljótt og kostur er þegar honum berst kvörtun eða ábending um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi. Honum ber einnig að bregðast við verði hann var við atferli eða aðstæður á vinnustaðnum sem líkur eru á að leitt geti til slíkrar hegðunar verði ekki gripið til aðgerða. Starfsmenn sem telja sig hafa orðið fyrir áreitni eða hafa rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun skulu upplýsa atvinnurekanda, vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins eða þá aðila sem skilgreindir eru samkvæmt viðbragðsáætlun. Að gefnu tilefni stendur Vinnueftirlitið, aðilar er skipa stjórn þess og velferðarráðuneytið fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík þann 11. janúar nk. Tilgangur fundarins er að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á kynferðislega- og kynbundna áreitni á vinnustöðum. Skráning á fundinn verður auglýst síðar.Höfundur er sérfræðingur sálfélagslegra þátta hjá Vinnueftirlitinu
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar