Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann Benedikt Einarsson skrifar 7. apríl 2017 07:00 Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn síðastliðinn skrifaði Kári Stefánsson enn einn pistilinn þar sem hann beinir spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Kári byrjar pistil sinn á að hreykja sér af því að hafa í fyrri skrifum sínum dregið Bjarna yfir naglabrettið, gert að honum grín, ásakað um ljóta hluti og gert lítið úr honum. Í stað iðrunar lýsir Kári því næst yfir aðdáun sinni á stillingu Bjarna og langlundargeði yfir níðskrifum hans. Kári er margbrotinn maður og það er erfitt að átta sig á hvað honum gengur til – hvort hann sé að brýna Bjarna til góðra verka eða hvort hann sé markvisst að reyna að grafa undan trúverðugleika hans. Það er svo sem aukaatriði í sjálfu sér hvaða hvatir liggja að baki skrifunum. Það sem meira máli skiptir eru dylgjurnar sem hann ber á borð. Í pistli sínum tínir Kári til gróusögur í fjórum liðum og óskar eftir því að Bjarni stígi fram og svari þeim opinberlega. Kári gætir sín á því að taka það fram að hann trúi sögunum ekki sjálfur en hann vilji þó fá Bjarna til að bera þær af sér. Mér finnst ólíklegt að Bjarni skemmti skrattanum og svari pistli Kára. Það ætla ég hins vegar að gera. Það vill nefnilega svo til að í öllum fjórum gróusögunum sem Kári tínir til er vikið með einum eða öðrum hætti að föðurbróður Bjarna, þ.e. föður mínum, Einari Sveinssyni, og viðskiptum sem hann tengist. Mér rennur því blóðið til skyldunnar að leiðrétta það sem þar kemur fram, í þeirri röð sem það var skrifað.1. Í fyrsta lið fjallar Kári um blekkingar S-hópsins við kaup Búnaðarbankans. Þykir honum Bjarni þar ekki hafa verið nógu afgerandi í fordæmingu sinni á þeirri fléttu auk þess sem honum þykir hann ekki nógu áhugasamur um frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Vísar Kári svo til ónefndra manna sem segja ástæðuna fyrir þessu meinta áhugaleysi Bjarna vera þá að fjölskylda Bjarna „hafi verið á bólakafi í bankaskítnum“ og er í því sambandi vísað til stjórnarsetu föður míns í Íslandsbanka og hvernig „[okkur] tókst að selja [okkur] út úr bankanum nokkrum klukkustundum áður en hann fór á hausinn“. Það er ekki alveg einfalt að svara áburði Kára um að fjölskylda okkar Bjarna hafi verið „á bólakafi í bankaskítnum“. Til þess hefði Kári mátt vera skýrari. Um aðkomu föður míns að Íslandsbanka/Glitni og brotthvarf hans get ég þó sagt að hann var stjórnarmaður í Íslandsbanka frá 1991, þar af formaður frá 2004. Á aðalfundi bankans í febrúar 2007 var hann endurkjörinn í stjórn og sat áfram sem formaður. Þremur vikum eftir aðalfundinn í febrúar juku FL Group og Baugur/Stoðir við eignarhlut sinn í bankanum og vildu þeir aðilar sem að þeim félögum stóðu taka yfir stjórn bankans. Faðir minn átti ekki samleið með þeim og seldi því hlut sinn um það leyti. Hluthafafundur var svo haldinn í apríl 2007 þar sem hann gekk út úr stjórn og ný stjórn var kjörin. Glitnir var svo tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu einu og hálfu ári síðar, 7. október 2008.2. Í öðrum lið víkur Kári að nýlegum breytingum á eignarhaldi Arion banka og hefur ónefnda aðila fyrir því að meint áhugaleysi Bjarna á eignarhaldi Arion banka megi rekja til þess að fjölskylda Bjarna sé að „undirbúa að kaupa sig inn í bankakerfið öðru sinni, til dæmis með því að láta Borgun kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða“. Það er makalaust að Kári skuli telja Bjarna þurfa að svara svona þvælu. Í fyrsta lagi eru þetta samhengislausar dylgjur. Í öðru lagi er fjarstæðukennt að láta sér detta í hug að Borgun, sem er að 63,5% í eigu Íslandsbanka, ætli að kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða. Sú hugmynd hefur, svo ég viti til, hvergi verið viðruð.3. Í þriðja lið nefnir Kári sölu Landsbankans á hlutnum í Borgun. Segir hann þá sögu ganga að fyrst hafi stjórnendur Borgunar falast eftir kaupum á hlut bankans án árangurs en síðan þegar frændi Bjarna, faðir minn, hafi bæst í hópinn að þá hafi bankinn verið viljugur að selja og það á gjafverði. Sagan segi jafnframt að frændsemi föður míns og Bjarna hafi verið ástæða fyrir því hvernig að sölunni var staðið. Það hefur margt verið skrifað og sagt um söluna á Borgun. Þegar fréttir bárust fyrst af sölunni einkenndist umræðan af samsæriskenningum og ásökunum um spillingu. Mikið var gert úr hlut föður míns í kaupendahópnum en félag í hans eigu keypti hlut sem svaraði til u.þ.b. 5% hlutar í Borgun. Nú þegar rykið hefur sest eftir moldviðrið sem þyrlað var upp og staðreyndirnar liggja fyrir þá er öllum ljóst sem málið skoða að Bjarni hafði hvorki aðkomu né vitneskju um fjárfestingu föður míns. Bjarni, þá sem fjármálaráðherra, hafði heldur ekkert um sölu á hlut bankans í Borgun að segja. Ákvörðun um slíkt var einungis á forræði bankastjóra og bankaráðsins. Það hefur enda enginn sem að sölunni kom haldið öðru fram. Það má hins vegar taka undir gagnrýni á það hvernig Landsbankinn stóð að söluferlinu. Það hvernig að sölunni var staðið var þó alfarið ákvörðun bankans, ekki kaupenda. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í nóvember 2016 voru vinnubrögð Landsbankans átalin og þá einkum að bankinn skyldi hafa selt tilteknar eignir sínar í lokuðu ferli. Tilgreindi Ríkisendurskoðun þar sérstaklega söluna á hlutnum í Borgun ásamt sölunni á hlutum sínum í Vestia, Promens, Icelandic Group og Valitor svo dæmi séu nefnd. Eins og þekkt er fór svo að Bankasýsla ríkisins gerði breytingar á stjórn bankans og bankastjóranum var sagt upp störfum. Hvað snýr að kaupverði hlutanna í Borgun þá hafði hvorki ég né faðir minn neina aðkomu að samningaviðræðum við bankann. Í október 2014 fengum við kynningu hjá forsvarsmanni fjárfestahópsins þar sem okkur var kynnt verkefnið, en undirbúningur kaupanna hafði þá staðið yfir frá því í mars sama ár. Á þeim tíma sem við fengum kynninguna lá verðið og kaupsamningur fyrir og beðið var endanlegrar staðfestingar bankaráðs. Fjárfestahópurinn var á þessum tíma enn í mótun og faðir minn var beðinn um að taka þátt í kaupunum, sem og hann gerði.4. Í fjórða og síðasta liðnum fjallar Kári um rútufélagið Kynnisferðir. Segir Kári þá sögu ganga að ekkert rútufyrirtæki hafi notið meiri undanþágu frá fullum virðisaukaskatti en „þessi gullmoli fjölskyldu [Bjarna]“. Kári heldur því næst fram að Kynnisferðir hafi einkaleyfi á akstri flugrútunnar og að sagan segi að þetta einkaleyfi hafi fengist hjá Isavia þar sem „náinn vinur fjölskyldu [Bjarna]“, Ingimundur Sigurpálsson, er stjórnarformaður. Þessum dylgjum er auðsvarað. Það er rangt sem Kári heldur fram að einkaleyfi sé á akstri flugrútunnar. Sérleyfi á akstri flugrútunnar var við lýði þar til það var afnumið árið 2011 og í kjölfarið fór annað rútufyrirtæki, Allrahanda, að bjóða upp á akstur á sömu leið í beinni samkeppni við Kynnisferðir. Flugrútan og önnur ferðaþjónusta, nema hótel og bílaleigur, var undanþegin virðisaukaskatti þar til 1. janúar 2016 þegar sú starfsemi var sett í 11% virðisaukaskattþrepið. Þegar sú skattskylda var innleidd var Bjarni nokkur Benediktsson fjármálaráðherra. Það er því fjarri lagi að Kynnisferðir hafi notið forréttinda umfram aðra í ferðaþjónustu. Það er viðeigandi að ljúka þessari yfirferð með ljóði eftir Pál J. Árdal.Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,en láttu það svona í veðrinu vaka,þú vitir, að hann hafi unnið til saka. En biðji þig einhver að sanna þá sök,þá segðu að til séu nægileg rök,en náungans bresti þú helst viljir hylja,það hljóti hver sannkristinn maður að skilja, og gakktu nú svona frá manni til manns,uns mannorð er drepið og virðingin hans,og hann er í lyginnar helgreipar seldur,og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur, en þegar svo allir hann elta og smá,með ánægju getur þú dregið þig frá,og láttu þá helst eins og verja hann viljir,þótt vitir hans bresti og sökina skiljir. Og segðu hann brotlegur sannlega eren syndugir aumingja menn erum vér,því umburðarlyndið við seka oss sæmir,en sekt þessa vesalings faðirinn dæmir. Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd,með hangandi munnvikjum varpaðu önd,og skotraðu augum að upphimins ranni,sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni. Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,ég held þínum vilja þú fáir náð,og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður,en máske að þú hafir kunnað þau áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn síðastliðinn skrifaði Kári Stefánsson enn einn pistilinn þar sem hann beinir spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Kári byrjar pistil sinn á að hreykja sér af því að hafa í fyrri skrifum sínum dregið Bjarna yfir naglabrettið, gert að honum grín, ásakað um ljóta hluti og gert lítið úr honum. Í stað iðrunar lýsir Kári því næst yfir aðdáun sinni á stillingu Bjarna og langlundargeði yfir níðskrifum hans. Kári er margbrotinn maður og það er erfitt að átta sig á hvað honum gengur til – hvort hann sé að brýna Bjarna til góðra verka eða hvort hann sé markvisst að reyna að grafa undan trúverðugleika hans. Það er svo sem aukaatriði í sjálfu sér hvaða hvatir liggja að baki skrifunum. Það sem meira máli skiptir eru dylgjurnar sem hann ber á borð. Í pistli sínum tínir Kári til gróusögur í fjórum liðum og óskar eftir því að Bjarni stígi fram og svari þeim opinberlega. Kári gætir sín á því að taka það fram að hann trúi sögunum ekki sjálfur en hann vilji þó fá Bjarna til að bera þær af sér. Mér finnst ólíklegt að Bjarni skemmti skrattanum og svari pistli Kára. Það ætla ég hins vegar að gera. Það vill nefnilega svo til að í öllum fjórum gróusögunum sem Kári tínir til er vikið með einum eða öðrum hætti að föðurbróður Bjarna, þ.e. föður mínum, Einari Sveinssyni, og viðskiptum sem hann tengist. Mér rennur því blóðið til skyldunnar að leiðrétta það sem þar kemur fram, í þeirri röð sem það var skrifað.1. Í fyrsta lið fjallar Kári um blekkingar S-hópsins við kaup Búnaðarbankans. Þykir honum Bjarni þar ekki hafa verið nógu afgerandi í fordæmingu sinni á þeirri fléttu auk þess sem honum þykir hann ekki nógu áhugasamur um frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Vísar Kári svo til ónefndra manna sem segja ástæðuna fyrir þessu meinta áhugaleysi Bjarna vera þá að fjölskylda Bjarna „hafi verið á bólakafi í bankaskítnum“ og er í því sambandi vísað til stjórnarsetu föður míns í Íslandsbanka og hvernig „[okkur] tókst að selja [okkur] út úr bankanum nokkrum klukkustundum áður en hann fór á hausinn“. Það er ekki alveg einfalt að svara áburði Kára um að fjölskylda okkar Bjarna hafi verið „á bólakafi í bankaskítnum“. Til þess hefði Kári mátt vera skýrari. Um aðkomu föður míns að Íslandsbanka/Glitni og brotthvarf hans get ég þó sagt að hann var stjórnarmaður í Íslandsbanka frá 1991, þar af formaður frá 2004. Á aðalfundi bankans í febrúar 2007 var hann endurkjörinn í stjórn og sat áfram sem formaður. Þremur vikum eftir aðalfundinn í febrúar juku FL Group og Baugur/Stoðir við eignarhlut sinn í bankanum og vildu þeir aðilar sem að þeim félögum stóðu taka yfir stjórn bankans. Faðir minn átti ekki samleið með þeim og seldi því hlut sinn um það leyti. Hluthafafundur var svo haldinn í apríl 2007 þar sem hann gekk út úr stjórn og ný stjórn var kjörin. Glitnir var svo tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu einu og hálfu ári síðar, 7. október 2008.2. Í öðrum lið víkur Kári að nýlegum breytingum á eignarhaldi Arion banka og hefur ónefnda aðila fyrir því að meint áhugaleysi Bjarna á eignarhaldi Arion banka megi rekja til þess að fjölskylda Bjarna sé að „undirbúa að kaupa sig inn í bankakerfið öðru sinni, til dæmis með því að láta Borgun kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða“. Það er makalaust að Kári skuli telja Bjarna þurfa að svara svona þvælu. Í fyrsta lagi eru þetta samhengislausar dylgjur. Í öðru lagi er fjarstæðukennt að láta sér detta í hug að Borgun, sem er að 63,5% í eigu Íslandsbanka, ætli að kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða. Sú hugmynd hefur, svo ég viti til, hvergi verið viðruð.3. Í þriðja lið nefnir Kári sölu Landsbankans á hlutnum í Borgun. Segir hann þá sögu ganga að fyrst hafi stjórnendur Borgunar falast eftir kaupum á hlut bankans án árangurs en síðan þegar frændi Bjarna, faðir minn, hafi bæst í hópinn að þá hafi bankinn verið viljugur að selja og það á gjafverði. Sagan segi jafnframt að frændsemi föður míns og Bjarna hafi verið ástæða fyrir því hvernig að sölunni var staðið. Það hefur margt verið skrifað og sagt um söluna á Borgun. Þegar fréttir bárust fyrst af sölunni einkenndist umræðan af samsæriskenningum og ásökunum um spillingu. Mikið var gert úr hlut föður míns í kaupendahópnum en félag í hans eigu keypti hlut sem svaraði til u.þ.b. 5% hlutar í Borgun. Nú þegar rykið hefur sest eftir moldviðrið sem þyrlað var upp og staðreyndirnar liggja fyrir þá er öllum ljóst sem málið skoða að Bjarni hafði hvorki aðkomu né vitneskju um fjárfestingu föður míns. Bjarni, þá sem fjármálaráðherra, hafði heldur ekkert um sölu á hlut bankans í Borgun að segja. Ákvörðun um slíkt var einungis á forræði bankastjóra og bankaráðsins. Það hefur enda enginn sem að sölunni kom haldið öðru fram. Það má hins vegar taka undir gagnrýni á það hvernig Landsbankinn stóð að söluferlinu. Það hvernig að sölunni var staðið var þó alfarið ákvörðun bankans, ekki kaupenda. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í nóvember 2016 voru vinnubrögð Landsbankans átalin og þá einkum að bankinn skyldi hafa selt tilteknar eignir sínar í lokuðu ferli. Tilgreindi Ríkisendurskoðun þar sérstaklega söluna á hlutnum í Borgun ásamt sölunni á hlutum sínum í Vestia, Promens, Icelandic Group og Valitor svo dæmi séu nefnd. Eins og þekkt er fór svo að Bankasýsla ríkisins gerði breytingar á stjórn bankans og bankastjóranum var sagt upp störfum. Hvað snýr að kaupverði hlutanna í Borgun þá hafði hvorki ég né faðir minn neina aðkomu að samningaviðræðum við bankann. Í október 2014 fengum við kynningu hjá forsvarsmanni fjárfestahópsins þar sem okkur var kynnt verkefnið, en undirbúningur kaupanna hafði þá staðið yfir frá því í mars sama ár. Á þeim tíma sem við fengum kynninguna lá verðið og kaupsamningur fyrir og beðið var endanlegrar staðfestingar bankaráðs. Fjárfestahópurinn var á þessum tíma enn í mótun og faðir minn var beðinn um að taka þátt í kaupunum, sem og hann gerði.4. Í fjórða og síðasta liðnum fjallar Kári um rútufélagið Kynnisferðir. Segir Kári þá sögu ganga að ekkert rútufyrirtæki hafi notið meiri undanþágu frá fullum virðisaukaskatti en „þessi gullmoli fjölskyldu [Bjarna]“. Kári heldur því næst fram að Kynnisferðir hafi einkaleyfi á akstri flugrútunnar og að sagan segi að þetta einkaleyfi hafi fengist hjá Isavia þar sem „náinn vinur fjölskyldu [Bjarna]“, Ingimundur Sigurpálsson, er stjórnarformaður. Þessum dylgjum er auðsvarað. Það er rangt sem Kári heldur fram að einkaleyfi sé á akstri flugrútunnar. Sérleyfi á akstri flugrútunnar var við lýði þar til það var afnumið árið 2011 og í kjölfarið fór annað rútufyrirtæki, Allrahanda, að bjóða upp á akstur á sömu leið í beinni samkeppni við Kynnisferðir. Flugrútan og önnur ferðaþjónusta, nema hótel og bílaleigur, var undanþegin virðisaukaskatti þar til 1. janúar 2016 þegar sú starfsemi var sett í 11% virðisaukaskattþrepið. Þegar sú skattskylda var innleidd var Bjarni nokkur Benediktsson fjármálaráðherra. Það er því fjarri lagi að Kynnisferðir hafi notið forréttinda umfram aðra í ferðaþjónustu. Það er viðeigandi að ljúka þessari yfirferð með ljóði eftir Pál J. Árdal.Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,en láttu það svona í veðrinu vaka,þú vitir, að hann hafi unnið til saka. En biðji þig einhver að sanna þá sök,þá segðu að til séu nægileg rök,en náungans bresti þú helst viljir hylja,það hljóti hver sannkristinn maður að skilja, og gakktu nú svona frá manni til manns,uns mannorð er drepið og virðingin hans,og hann er í lyginnar helgreipar seldur,og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur, en þegar svo allir hann elta og smá,með ánægju getur þú dregið þig frá,og láttu þá helst eins og verja hann viljir,þótt vitir hans bresti og sökina skiljir. Og segðu hann brotlegur sannlega eren syndugir aumingja menn erum vér,því umburðarlyndið við seka oss sæmir,en sekt þessa vesalings faðirinn dæmir. Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd,með hangandi munnvikjum varpaðu önd,og skotraðu augum að upphimins ranni,sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni. Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,ég held þínum vilja þú fáir náð,og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður,en máske að þú hafir kunnað þau áður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar