Erlent

Búlgarar senda ferðamönnum þakkarbréf

Atli Ísleifsson skrifar
Takk fyrir að velja Búlgaríu!
Takk fyrir að velja Búlgaríu! tourism.government.bg
Á meðan íbúar vinsælla ferðamannastaða á borð við Mallorca, Feneyjar og Barcelona kvarta sáran yfir fjölda ferðamanna hafa yfirvöld í Búlgaríu tekið annan pól í hæðina með því að senda gestum sínum þakkarbréf.

Aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt landið heim og nemur aukningin milli ára 7,2 prósent. Þetta hefur leitt til að ferðamálayfirvöld í landinu hafa hleypt af stokkunum sérstöku átaksverkefni.

Nikolina Angelkova, ráðherra ferðamála í Búlgaríu, segir að póstkort verði send til um 400 þúsund þeirra sem heimsóttu landið einhvern tímann á timabilinu frá ársbyrjun og til síðasta dags júlímánaðar.

Alls heimsóttu um fimm milljónir manna landið á tímabilinu en tilviljun ræður því hverjir fá kort og hverjir ekki. Á kortinu stendur svo „Takk fyrir að þú valdir Búlgaríu!“ og undirskrift ráðherrans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×