Pabbar eiga líka börn Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Þú gengur inn á leikskóladeildina og heyrir kallað: „Matta, pabbi þinn er kominn!“ Upp úr kubbakassanum lítur dóttir þín. Risastórt bros breiðist yfir andlitið, hún hleypur til þín og knúsar þig fast og þið haldið saman út í verkefni kvöldsins. – Þetta er reynsla sem við vorum að neita allt of mörgum samstarfsmönnum okkar um með föstum 10 klukkutíma vinnudegi, sem við höfum nú aflagt. Við höfum heldur engan áhuga á því að okkar vinnustaður sé notaður sem afsökun fyrir því að konur beri hitann og þungann af heimilisrekstrinum. Þess vegna höfum við gert átak í því hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum – Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – að gera vinnutíma hópa, þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta, skaplegri.Mikill árangur OR hefur náð þeim árangri að konur eru nú fleiri en karlar í stjórnunarstörfum og óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast horfinn. Við erum stolt af þessum árangri. Við horfum hins vegar upp á mjög kynjaskiptan vinnustað. Starfsemin krefst fjölda flinkra fagmanna og 95% iðnaðarmanna eru karlar. Ein leiðin til að fást við það ójafnvægi er að kynna ungum konum þessi störf. Það erum við að gera í samstarfi við Árbæjarskóla. Ýmis hefðbundin vinnutilhögun hjá iðnaðarmönnum er hins vegar ekki freistandi fyrir fólk sem vill eiga blómlegt heimilislíf, hvorki karla né konur.Vinnustaðirnir verða að taka þátt Staðan var þannig að iðnaðarmenn og útivinnufólk hjá okkur vann 10 tíma vinnudag; mættu klukkan hálfátta á morgnana og stimpluðu sig út klukkan hálfsex. Það fóru ekki margir þeirra með börnin sín á leikskólann eða sóttu þau. Um mitt ár 2014 klipum við klukkutíma aftan af vinnudeginum. Áfram var mætt hálfátta. Við vorum samt áfram þátttakendur í kerfi sem gerði þessum körlum illmögulegt að axla ábyrgð á við maka sinn innan veggja heimilisins. Við ýttum líka undir það að laun iðnaðarfólks séu að verulegu leyti vegna yfirvinnu. Ýmis gögn benda til að langir vinnudagar dragi hvort tveggja úr afköstum og starfsánægju. Nýlegar rannsóknir benda allar til að konur beri að jafnaði hitann og þungann hvort tveggja af umönnun barna og heimilisstörfum. Það lætur nærri að hjá hjónum af sitthvoru kyninu sé tímaskiptingin þannig að konan sjái um þetta að 70 prósentum. Þegar þetta mynstur er svona skakkt og svona útbreitt getum við ekki lagt það á einstök heimili að rétta þetta af; fyrirtækin – vinnustaðirnir – verða að koma þar að.Samkomulag um styttan vinnudag Það er í þessu ljósi sem við stigum næsta skref. Í samkomulagi við starfsfólk og stéttarfélög þess höfum við stytt almennan vinnutíma vinnuflokka Veitna og hjá starfsfólki virkjana Orku náttúrunnar niður í það sem gengur og gerist, eða átta tíma á dag. Vinnudagurinn hefst núna klukkan 8:20 og lýkur klukkan 16:15. Samhliða breytum við verklagi til að gera það skilvirkara og við trúum því að afköstin verði ekki minni en fyrir breytingu. Fleiri en níu af hverjum tíu þeirra sem breytingarnar ná til eru karlar; iðnaðarmenn og verkafólk. Eftir breytinguna eiga þau betra með að eiga líf utan vinnustaðarins og taka þátt í því. Svo vonum við auðvitað að vinnutíminn verði síður hindrun í vegi þess að konur leggi fyrir sig þau störf sem við vorum að breyta. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda eins og okkar öflugu körlum.Höfundur er starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þú gengur inn á leikskóladeildina og heyrir kallað: „Matta, pabbi þinn er kominn!“ Upp úr kubbakassanum lítur dóttir þín. Risastórt bros breiðist yfir andlitið, hún hleypur til þín og knúsar þig fast og þið haldið saman út í verkefni kvöldsins. – Þetta er reynsla sem við vorum að neita allt of mörgum samstarfsmönnum okkar um með föstum 10 klukkutíma vinnudegi, sem við höfum nú aflagt. Við höfum heldur engan áhuga á því að okkar vinnustaður sé notaður sem afsökun fyrir því að konur beri hitann og þungann af heimilisrekstrinum. Þess vegna höfum við gert átak í því hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum – Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – að gera vinnutíma hópa, þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta, skaplegri.Mikill árangur OR hefur náð þeim árangri að konur eru nú fleiri en karlar í stjórnunarstörfum og óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast horfinn. Við erum stolt af þessum árangri. Við horfum hins vegar upp á mjög kynjaskiptan vinnustað. Starfsemin krefst fjölda flinkra fagmanna og 95% iðnaðarmanna eru karlar. Ein leiðin til að fást við það ójafnvægi er að kynna ungum konum þessi störf. Það erum við að gera í samstarfi við Árbæjarskóla. Ýmis hefðbundin vinnutilhögun hjá iðnaðarmönnum er hins vegar ekki freistandi fyrir fólk sem vill eiga blómlegt heimilislíf, hvorki karla né konur.Vinnustaðirnir verða að taka þátt Staðan var þannig að iðnaðarmenn og útivinnufólk hjá okkur vann 10 tíma vinnudag; mættu klukkan hálfátta á morgnana og stimpluðu sig út klukkan hálfsex. Það fóru ekki margir þeirra með börnin sín á leikskólann eða sóttu þau. Um mitt ár 2014 klipum við klukkutíma aftan af vinnudeginum. Áfram var mætt hálfátta. Við vorum samt áfram þátttakendur í kerfi sem gerði þessum körlum illmögulegt að axla ábyrgð á við maka sinn innan veggja heimilisins. Við ýttum líka undir það að laun iðnaðarfólks séu að verulegu leyti vegna yfirvinnu. Ýmis gögn benda til að langir vinnudagar dragi hvort tveggja úr afköstum og starfsánægju. Nýlegar rannsóknir benda allar til að konur beri að jafnaði hitann og þungann hvort tveggja af umönnun barna og heimilisstörfum. Það lætur nærri að hjá hjónum af sitthvoru kyninu sé tímaskiptingin þannig að konan sjái um þetta að 70 prósentum. Þegar þetta mynstur er svona skakkt og svona útbreitt getum við ekki lagt það á einstök heimili að rétta þetta af; fyrirtækin – vinnustaðirnir – verða að koma þar að.Samkomulag um styttan vinnudag Það er í þessu ljósi sem við stigum næsta skref. Í samkomulagi við starfsfólk og stéttarfélög þess höfum við stytt almennan vinnutíma vinnuflokka Veitna og hjá starfsfólki virkjana Orku náttúrunnar niður í það sem gengur og gerist, eða átta tíma á dag. Vinnudagurinn hefst núna klukkan 8:20 og lýkur klukkan 16:15. Samhliða breytum við verklagi til að gera það skilvirkara og við trúum því að afköstin verði ekki minni en fyrir breytingu. Fleiri en níu af hverjum tíu þeirra sem breytingarnar ná til eru karlar; iðnaðarmenn og verkafólk. Eftir breytinguna eiga þau betra með að eiga líf utan vinnustaðarins og taka þátt í því. Svo vonum við auðvitað að vinnutíminn verði síður hindrun í vegi þess að konur leggi fyrir sig þau störf sem við vorum að breyta. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda eins og okkar öflugu körlum.Höfundur er starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar