Pabbar eiga líka börn Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Þú gengur inn á leikskóladeildina og heyrir kallað: „Matta, pabbi þinn er kominn!“ Upp úr kubbakassanum lítur dóttir þín. Risastórt bros breiðist yfir andlitið, hún hleypur til þín og knúsar þig fast og þið haldið saman út í verkefni kvöldsins. – Þetta er reynsla sem við vorum að neita allt of mörgum samstarfsmönnum okkar um með föstum 10 klukkutíma vinnudegi, sem við höfum nú aflagt. Við höfum heldur engan áhuga á því að okkar vinnustaður sé notaður sem afsökun fyrir því að konur beri hitann og þungann af heimilisrekstrinum. Þess vegna höfum við gert átak í því hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum – Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – að gera vinnutíma hópa, þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta, skaplegri.Mikill árangur OR hefur náð þeim árangri að konur eru nú fleiri en karlar í stjórnunarstörfum og óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast horfinn. Við erum stolt af þessum árangri. Við horfum hins vegar upp á mjög kynjaskiptan vinnustað. Starfsemin krefst fjölda flinkra fagmanna og 95% iðnaðarmanna eru karlar. Ein leiðin til að fást við það ójafnvægi er að kynna ungum konum þessi störf. Það erum við að gera í samstarfi við Árbæjarskóla. Ýmis hefðbundin vinnutilhögun hjá iðnaðarmönnum er hins vegar ekki freistandi fyrir fólk sem vill eiga blómlegt heimilislíf, hvorki karla né konur.Vinnustaðirnir verða að taka þátt Staðan var þannig að iðnaðarmenn og útivinnufólk hjá okkur vann 10 tíma vinnudag; mættu klukkan hálfátta á morgnana og stimpluðu sig út klukkan hálfsex. Það fóru ekki margir þeirra með börnin sín á leikskólann eða sóttu þau. Um mitt ár 2014 klipum við klukkutíma aftan af vinnudeginum. Áfram var mætt hálfátta. Við vorum samt áfram þátttakendur í kerfi sem gerði þessum körlum illmögulegt að axla ábyrgð á við maka sinn innan veggja heimilisins. Við ýttum líka undir það að laun iðnaðarfólks séu að verulegu leyti vegna yfirvinnu. Ýmis gögn benda til að langir vinnudagar dragi hvort tveggja úr afköstum og starfsánægju. Nýlegar rannsóknir benda allar til að konur beri að jafnaði hitann og þungann hvort tveggja af umönnun barna og heimilisstörfum. Það lætur nærri að hjá hjónum af sitthvoru kyninu sé tímaskiptingin þannig að konan sjái um þetta að 70 prósentum. Þegar þetta mynstur er svona skakkt og svona útbreitt getum við ekki lagt það á einstök heimili að rétta þetta af; fyrirtækin – vinnustaðirnir – verða að koma þar að.Samkomulag um styttan vinnudag Það er í þessu ljósi sem við stigum næsta skref. Í samkomulagi við starfsfólk og stéttarfélög þess höfum við stytt almennan vinnutíma vinnuflokka Veitna og hjá starfsfólki virkjana Orku náttúrunnar niður í það sem gengur og gerist, eða átta tíma á dag. Vinnudagurinn hefst núna klukkan 8:20 og lýkur klukkan 16:15. Samhliða breytum við verklagi til að gera það skilvirkara og við trúum því að afköstin verði ekki minni en fyrir breytingu. Fleiri en níu af hverjum tíu þeirra sem breytingarnar ná til eru karlar; iðnaðarmenn og verkafólk. Eftir breytinguna eiga þau betra með að eiga líf utan vinnustaðarins og taka þátt í því. Svo vonum við auðvitað að vinnutíminn verði síður hindrun í vegi þess að konur leggi fyrir sig þau störf sem við vorum að breyta. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda eins og okkar öflugu körlum.Höfundur er starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Þú gengur inn á leikskóladeildina og heyrir kallað: „Matta, pabbi þinn er kominn!“ Upp úr kubbakassanum lítur dóttir þín. Risastórt bros breiðist yfir andlitið, hún hleypur til þín og knúsar þig fast og þið haldið saman út í verkefni kvöldsins. – Þetta er reynsla sem við vorum að neita allt of mörgum samstarfsmönnum okkar um með föstum 10 klukkutíma vinnudegi, sem við höfum nú aflagt. Við höfum heldur engan áhuga á því að okkar vinnustaður sé notaður sem afsökun fyrir því að konur beri hitann og þungann af heimilisrekstrinum. Þess vegna höfum við gert átak í því hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum – Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – að gera vinnutíma hópa, þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta, skaplegri.Mikill árangur OR hefur náð þeim árangri að konur eru nú fleiri en karlar í stjórnunarstörfum og óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast horfinn. Við erum stolt af þessum árangri. Við horfum hins vegar upp á mjög kynjaskiptan vinnustað. Starfsemin krefst fjölda flinkra fagmanna og 95% iðnaðarmanna eru karlar. Ein leiðin til að fást við það ójafnvægi er að kynna ungum konum þessi störf. Það erum við að gera í samstarfi við Árbæjarskóla. Ýmis hefðbundin vinnutilhögun hjá iðnaðarmönnum er hins vegar ekki freistandi fyrir fólk sem vill eiga blómlegt heimilislíf, hvorki karla né konur.Vinnustaðirnir verða að taka þátt Staðan var þannig að iðnaðarmenn og útivinnufólk hjá okkur vann 10 tíma vinnudag; mættu klukkan hálfátta á morgnana og stimpluðu sig út klukkan hálfsex. Það fóru ekki margir þeirra með börnin sín á leikskólann eða sóttu þau. Um mitt ár 2014 klipum við klukkutíma aftan af vinnudeginum. Áfram var mætt hálfátta. Við vorum samt áfram þátttakendur í kerfi sem gerði þessum körlum illmögulegt að axla ábyrgð á við maka sinn innan veggja heimilisins. Við ýttum líka undir það að laun iðnaðarfólks séu að verulegu leyti vegna yfirvinnu. Ýmis gögn benda til að langir vinnudagar dragi hvort tveggja úr afköstum og starfsánægju. Nýlegar rannsóknir benda allar til að konur beri að jafnaði hitann og þungann hvort tveggja af umönnun barna og heimilisstörfum. Það lætur nærri að hjá hjónum af sitthvoru kyninu sé tímaskiptingin þannig að konan sjái um þetta að 70 prósentum. Þegar þetta mynstur er svona skakkt og svona útbreitt getum við ekki lagt það á einstök heimili að rétta þetta af; fyrirtækin – vinnustaðirnir – verða að koma þar að.Samkomulag um styttan vinnudag Það er í þessu ljósi sem við stigum næsta skref. Í samkomulagi við starfsfólk og stéttarfélög þess höfum við stytt almennan vinnutíma vinnuflokka Veitna og hjá starfsfólki virkjana Orku náttúrunnar niður í það sem gengur og gerist, eða átta tíma á dag. Vinnudagurinn hefst núna klukkan 8:20 og lýkur klukkan 16:15. Samhliða breytum við verklagi til að gera það skilvirkara og við trúum því að afköstin verði ekki minni en fyrir breytingu. Fleiri en níu af hverjum tíu þeirra sem breytingarnar ná til eru karlar; iðnaðarmenn og verkafólk. Eftir breytinguna eiga þau betra með að eiga líf utan vinnustaðarins og taka þátt í því. Svo vonum við auðvitað að vinnutíminn verði síður hindrun í vegi þess að konur leggi fyrir sig þau störf sem við vorum að breyta. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda eins og okkar öflugu körlum.Höfundur er starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun