Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti Viktor Örn Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2017 23:26 Þórhildur Braga Þórðardóttir. Vísir/Stefán „Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. Leikurinn var stöðvaður í tæplega 40 mínútur á meðan beðið var eftir sjúkraflutningabíl. Sjúkraþjálfarar gátu ekki hreyft við Þórhildi sökum meiðslanna sem hún varð fyrir en svo virðist sem hnéð á leikmanni ÍBV hafi farið harkalega í hálsinn eða hnakkann á Þórhildi. „Sjúkraþjálfarar beggja liða vildu ekki taka neinn séns. Þeir ætluðu að rétta hana við en þá fékk hún sting upp í haus og ákveðið var að taka enga sénsa með þetta. Ég ætla bara rétt að vona það besta fyrir hana en við vitum ekki alveg hver staðan er á henni akkúrat núna. Við verðum bara að vona það besta,“ sagði Elías þegar hann var spurður út í meiðsli og líðan Þórhildar Brögu. Þetta var gríðarlega öflugur og sannfærandi sigur Hauka í kvöld en hvað var það sem skóp þennan sigur? „Í rauninni framhald af Framleiknum. Við erum að spila gríðarlega góða vörn og erum með góða markvörslu. Það var góð stemming í hópnum og það hjálpar til þegar andinn og liðsheildin er svona,“ sagði Elías. „Við erum bara að bæta okkur leik frá leik og það er vörn og markvarsla sem er að skila þessu ásamt góðum sóknarleik sem er að slípast betur og betur saman. Ég er sérstaklega ánægður með stelpurnar í kvöld,“ sagði Elías. „Þetta er líklegast lengsti handboltaleikur sem ég hef tekið þátt í og það hefðu örugglega mörg lið brotnað. Við héldum áfram, lokuðum vörninni og Elín var frábær í markinu. Það sýnir bara hversu mikill karakter býr í þessu liði að ná að klára þetta,“ sagði Elías. „Mér lýst mjög vel á næsta leik á móti Val á móti sterkasta liðinu í deildinni í dag sem er taplaust. Þetta verður bara mjög skemmtilegt verkefni og við förum bara í þann leik til að vinna eins og alla aðra,“ sagði Elías. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
„Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. Leikurinn var stöðvaður í tæplega 40 mínútur á meðan beðið var eftir sjúkraflutningabíl. Sjúkraþjálfarar gátu ekki hreyft við Þórhildi sökum meiðslanna sem hún varð fyrir en svo virðist sem hnéð á leikmanni ÍBV hafi farið harkalega í hálsinn eða hnakkann á Þórhildi. „Sjúkraþjálfarar beggja liða vildu ekki taka neinn séns. Þeir ætluðu að rétta hana við en þá fékk hún sting upp í haus og ákveðið var að taka enga sénsa með þetta. Ég ætla bara rétt að vona það besta fyrir hana en við vitum ekki alveg hver staðan er á henni akkúrat núna. Við verðum bara að vona það besta,“ sagði Elías þegar hann var spurður út í meiðsli og líðan Þórhildar Brögu. Þetta var gríðarlega öflugur og sannfærandi sigur Hauka í kvöld en hvað var það sem skóp þennan sigur? „Í rauninni framhald af Framleiknum. Við erum að spila gríðarlega góða vörn og erum með góða markvörslu. Það var góð stemming í hópnum og það hjálpar til þegar andinn og liðsheildin er svona,“ sagði Elías. „Við erum bara að bæta okkur leik frá leik og það er vörn og markvarsla sem er að skila þessu ásamt góðum sóknarleik sem er að slípast betur og betur saman. Ég er sérstaklega ánægður með stelpurnar í kvöld,“ sagði Elías. „Þetta er líklegast lengsti handboltaleikur sem ég hef tekið þátt í og það hefðu örugglega mörg lið brotnað. Við héldum áfram, lokuðum vörninni og Elín var frábær í markinu. Það sýnir bara hversu mikill karakter býr í þessu liði að ná að klára þetta,“ sagði Elías. „Mér lýst mjög vel á næsta leik á móti Val á móti sterkasta liðinu í deildinni í dag sem er taplaust. Þetta verður bara mjög skemmtilegt verkefni og við förum bara í þann leik til að vinna eins og alla aðra,“ sagði Elías.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15
Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14