Einar: Hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur en þetta var ekki boðlegt Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2017 22:12 Einar var ósáttur með dómgæsluna vísir/anton „Við vorum að einhverju leyti klaufar. Við náðum tveggja marka forskoti og það fer á 30 sekúndum. Við köstum bara boltanum í hendurnar á þeim og þeir jafna,” sagði svekktur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deildar karla. „Við vorum orðnir helvíti þreyttir síðustu tíu mínúturnar, sérstaklega lykilmenn. Við vorum að reyna að rúlla þessu, en það var erfitt. Það var lítið framlag frá bekknum.” „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst afrek að vera bara tveimur mörkum undir í hálfleik. Einnig er það afrek að tapa bara með þremur mörkum miðað við hvernig dómgæslan var í þessum leik.” „Ég hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur, en þetta var ekki boðlegt,” sagði Einar. Dómarar leiksins voru þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Var það eitthvað eitt fremur en annað sem fór í skapið á Einari eða bara dómgæslan yfir höfuð? „Það var bara fátt rétt í dómgæslunni. Það voru skref dómar á Egil og Aron sem voru bara þvæla. Við fengum tvær mínútur í lokin og ruðningur á okkur, það var víti hinu megin.” „Það voru bara sjö til átta dómar í fyrri hálfleik sem ég gæti talið upp og eitthvað annað eins í síðari hálfleik. Menn geta bara horft á þetta. Þetta er ekki boðlegt. Það er algjörlega á hreinu.” Á tímapunkti í leiknum fékk Stjarnan mörg mörk í bakið þegar þeir einfaldlega köstuðu boltanum frá sér gegn sterkri Eyjavörninni. „Við vorum ekki að leysa þessa vörn nægilega vel. Mér fannst við samt finna opnanir meðan lykilmenn voru með ferska fætur. Við fórum með dauðafæri í 21-19 og það eru svona atriði sem breyta leikjunum.” „Því miður þá heppnaðist það ekki, en mér finnst framfarir á þessu hjá okkur sérstaklega varnarlega, þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur 29 mörk. Við erum mikið einum færri og þetta var erfitt. Þetta tók mikin toll og við vorum orðnir mjög þreyttir í lokin. Eyjamenn voru ferskari í lokin.” Mikið hefur verið rætt og ritað um framgöngu Stjörnunnar á Íslandsmótinu til þessa. Finnst Einari þetta vonbrigði, að vera einungis með fimm sigra í fjórtán leikjum? „Þetta eru ákveðinn vonbrigði. Ég hefði viljað vera með fleiri stig og frammistaðan mætti vera betri. Það er staðreynd, en þetta er ekki búið. Nú kemur kærkomið frí og við náum að lappa upp á liðið. Við mætum sterkir til leiks á nýju ári. Það er klárt,” sagði Einar harður að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
„Við vorum að einhverju leyti klaufar. Við náðum tveggja marka forskoti og það fer á 30 sekúndum. Við köstum bara boltanum í hendurnar á þeim og þeir jafna,” sagði svekktur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deildar karla. „Við vorum orðnir helvíti þreyttir síðustu tíu mínúturnar, sérstaklega lykilmenn. Við vorum að reyna að rúlla þessu, en það var erfitt. Það var lítið framlag frá bekknum.” „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst afrek að vera bara tveimur mörkum undir í hálfleik. Einnig er það afrek að tapa bara með þremur mörkum miðað við hvernig dómgæslan var í þessum leik.” „Ég hef ekki tjáð mig um dómgæsluna í vetur, en þetta var ekki boðlegt,” sagði Einar. Dómarar leiksins voru þeir Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Var það eitthvað eitt fremur en annað sem fór í skapið á Einari eða bara dómgæslan yfir höfuð? „Það var bara fátt rétt í dómgæslunni. Það voru skref dómar á Egil og Aron sem voru bara þvæla. Við fengum tvær mínútur í lokin og ruðningur á okkur, það var víti hinu megin.” „Það voru bara sjö til átta dómar í fyrri hálfleik sem ég gæti talið upp og eitthvað annað eins í síðari hálfleik. Menn geta bara horft á þetta. Þetta er ekki boðlegt. Það er algjörlega á hreinu.” Á tímapunkti í leiknum fékk Stjarnan mörg mörk í bakið þegar þeir einfaldlega köstuðu boltanum frá sér gegn sterkri Eyjavörninni. „Við vorum ekki að leysa þessa vörn nægilega vel. Mér fannst við samt finna opnanir meðan lykilmenn voru með ferska fætur. Við fórum með dauðafæri í 21-19 og það eru svona atriði sem breyta leikjunum.” „Því miður þá heppnaðist það ekki, en mér finnst framfarir á þessu hjá okkur sérstaklega varnarlega, þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur 29 mörk. Við erum mikið einum færri og þetta var erfitt. Þetta tók mikin toll og við vorum orðnir mjög þreyttir í lokin. Eyjamenn voru ferskari í lokin.” Mikið hefur verið rætt og ritað um framgöngu Stjörnunnar á Íslandsmótinu til þessa. Finnst Einari þetta vonbrigði, að vera einungis með fimm sigra í fjórtán leikjum? „Þetta eru ákveðinn vonbrigði. Ég hefði viljað vera með fleiri stig og frammistaðan mætti vera betri. Það er staðreynd, en þetta er ekki búið. Nú kemur kærkomið frí og við náum að lappa upp á liðið. Við mætum sterkir til leiks á nýju ári. Það er klárt,” sagði Einar harður að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 26-29 | Laskaðir Eyjamenn unnu síðasta leik ársins Síðasti handboltaleikur ársins á Íslandi fór fram í Mýrinni þar sem Stjörnumenn tóku á móti vængbrotnu liði Eyjamanna. 21. desember 2017 21:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita