Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 13:29 Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ekki getað skorið leikmannahóp íslenska liðsins niður úr 23 leikmönnum enn þá vegna óljósrar stöðu á sumum meiddum leikmönnum þess. Eins og fram hefur komið eru Ásgeir Örn Hallgrímsson og Aron Pálmarsson enn mikil spurningamerki en fjórir aðrir leikmenn; Arnór Atlason, Guðmundur Hólmar Helgason, Aron Rafn Eðvarðsson og Bjarki Már Elísson, komu meiddir inn í undirbúninginn fyrir HM. Þeir eru þó á batavegi.Sjá einnig:Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Geir ætlar bara að taka 18 leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamót sem hefst á fimmtudaginn en finnst honum ekkert þreytandi að umræðan núna snýst bara um meiðslin? „Þetta hljómar mjög neikvætt og auðvitað vill maður losna við allt þetta neikvæða en við þurfum að segja frá því hvernig staðan er. Við ætlum bara að reyna að vinna jákvætt úr þessu og svo kemur í ljós hverjir verða með og hverjir ekki. Þetta er ekki ákjósanleg umræða en svona er þetta bara,“ sagði Geir við Vísi eftir blaðamannafund HSÍ í Valshöllinni í dag. Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn hafa ekkert æft að undanförnu og eru stór spurningamerki fyrir HM. En ekki bara HM heldur líka fyrir æfingamótið þar sem strákarnir okkar mæta Dönum, Ungverjum og Egyptum. Mikilvæg æfing í kvöld mun segja meira til um stöðuna á Aroni og Ásgeiri. „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ sagði Geir.Sjá einnig:Geir tekur 18 með til Danmerkur „Við höfum verið að æfa án Arons og setja aðra menn inn í hans stöðu. Menn vita að hann er meiddur og að það getur ýmislegt gert. Í framhaldinu verður það sama í gangi í Danmörku. Ef hann getur ekki spilað þar gefst okkur tækifæri til þess að keyra aðra menn í stað Arons.“ „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann geti spilað eða ekki,“ sagði Geir Sveinsson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ekki getað skorið leikmannahóp íslenska liðsins niður úr 23 leikmönnum enn þá vegna óljósrar stöðu á sumum meiddum leikmönnum þess. Eins og fram hefur komið eru Ásgeir Örn Hallgrímsson og Aron Pálmarsson enn mikil spurningamerki en fjórir aðrir leikmenn; Arnór Atlason, Guðmundur Hólmar Helgason, Aron Rafn Eðvarðsson og Bjarki Már Elísson, komu meiddir inn í undirbúninginn fyrir HM. Þeir eru þó á batavegi.Sjá einnig:Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Geir ætlar bara að taka 18 leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamót sem hefst á fimmtudaginn en finnst honum ekkert þreytandi að umræðan núna snýst bara um meiðslin? „Þetta hljómar mjög neikvætt og auðvitað vill maður losna við allt þetta neikvæða en við þurfum að segja frá því hvernig staðan er. Við ætlum bara að reyna að vinna jákvætt úr þessu og svo kemur í ljós hverjir verða með og hverjir ekki. Þetta er ekki ákjósanleg umræða en svona er þetta bara,“ sagði Geir við Vísi eftir blaðamannafund HSÍ í Valshöllinni í dag. Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn hafa ekkert æft að undanförnu og eru stór spurningamerki fyrir HM. En ekki bara HM heldur líka fyrir æfingamótið þar sem strákarnir okkar mæta Dönum, Ungverjum og Egyptum. Mikilvæg æfing í kvöld mun segja meira til um stöðuna á Aroni og Ásgeiri. „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ sagði Geir.Sjá einnig:Geir tekur 18 með til Danmerkur „Við höfum verið að æfa án Arons og setja aðra menn inn í hans stöðu. Menn vita að hann er meiddur og að það getur ýmislegt gert. Í framhaldinu verður það sama í gangi í Danmörku. Ef hann getur ekki spilað þar gefst okkur tækifæri til þess að keyra aðra menn í stað Arons.“ „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann geti spilað eða ekki,“ sagði Geir Sveinsson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30
Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45