Jafnrétti og vinnumarkaður Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Ég fylgist spenntur með aðgerðum ráðherra jafnréttis- og vinnumála í ljósi þátttöku hans í umræðum á þörf um styrkingu fæðingarorlofssjóðs þegar hann var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Málið er mikilvægt og gæti orðið djásn ríkisstjórnarinnar. Þörfin á styrkingu foreldrahlutverksins er öllum ljós. Íslenskir foreldrar leggja vinnumarkaðnum til fleiri vinnustundir samtals en í samanburðarlöndum og veldur það óhjákvæmilega ójafnvægi í fjölskyldum, vinnumarkaði og velferðarkerfinu. Nú þegar vel árar hjá fyrirtækjum er lag að koma þessari grunnstyrkingu fjölskyldna í viðeigandi farveg. Fjármögnun yrði einföld. Tryggingagjaldið lækkar ekki og hluti af greiðslum færi í að styrkja fæðingarorlofssjóð. Nú þurfa fyrirtæki að standa með mikilvægasta starfsfólkinu sínu og styðja ráðherrann í þessu framfaraskrefi. Með þessari einföldu breytingu má lengja fæðingarorlofið í 15 mánuði strax. Greiðslur þurfa að nema sömu krónutölu og laun hjá foreldrum með meðallaun og lægri. Jafnréttisfræðsla þarf að birtast og auka stuðning á mikilvægustu ævidögunum frá getnaði til 2 ára aldurs barnsins. Lengja orlofið um 3 mánuði á ári næstu 3 ár þar til átján mánaða orlofinu er náð. Árangurinn sem næst með þessari aðgerð er mun varanlegri heldur en stofnanainngrip, sem standa yfirleitt í stuttan tíma og koma til alltof seint, þegar óafturkræfur skaði hefur orðið. Jákvæðu áhrifin munu birtast í heilbrigðari fjölskyldum, starfsfólki í betra jafnvægi sem þýðir betri afköst. Einnig munu starfsskilyrði í menntakerfinu verða viðráðanlegri. Alþingi hefur lengi verið ljós þörfin á fræðslu fyrir verðandi feður. Ákvæði um fræðslu fyrir verðandi feður hefur verið í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 1998. Í framkvæmdaáætluninni fyrir árin 1998-2001 sagði: 6.5. „Feðrafræðsla fyrir verðandi feður. Unnið verður að því að koma á sérstakri feðrafræðslu sem hluta af þeim undirbúningi sem verðandi foreldrum er boðið upp á.“ Enn bólar ekkert á þessum stuðningi við íslenska feður. Karlmenn hafa litla sögulega hefð í uppeldi barna sinna og það er ekki sjálfgefið að allir læri fljótt og örugglega að ala upp börn. Við þurfum því að veita körlum tækifæri til að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna strax í frumbernsku þeirra. Þetta hafa sérfræðingar bent á í tvo áratugi. Stuðningur við foreldra á mikilvægasta æviskeiði barnsins skilar sér allt að nífalt til baka samkvæmt Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Styrking fæðingarorlofssjóðs er einnig afar hagkvæm leið til að fyrirbyggja brottfall ungs fólks af vinnumarkaði sem náði nýjum hæðum með 22% fjölgun öryrkja árið 2016. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég fylgist spenntur með aðgerðum ráðherra jafnréttis- og vinnumála í ljósi þátttöku hans í umræðum á þörf um styrkingu fæðingarorlofssjóðs þegar hann var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Málið er mikilvægt og gæti orðið djásn ríkisstjórnarinnar. Þörfin á styrkingu foreldrahlutverksins er öllum ljós. Íslenskir foreldrar leggja vinnumarkaðnum til fleiri vinnustundir samtals en í samanburðarlöndum og veldur það óhjákvæmilega ójafnvægi í fjölskyldum, vinnumarkaði og velferðarkerfinu. Nú þegar vel árar hjá fyrirtækjum er lag að koma þessari grunnstyrkingu fjölskyldna í viðeigandi farveg. Fjármögnun yrði einföld. Tryggingagjaldið lækkar ekki og hluti af greiðslum færi í að styrkja fæðingarorlofssjóð. Nú þurfa fyrirtæki að standa með mikilvægasta starfsfólkinu sínu og styðja ráðherrann í þessu framfaraskrefi. Með þessari einföldu breytingu má lengja fæðingarorlofið í 15 mánuði strax. Greiðslur þurfa að nema sömu krónutölu og laun hjá foreldrum með meðallaun og lægri. Jafnréttisfræðsla þarf að birtast og auka stuðning á mikilvægustu ævidögunum frá getnaði til 2 ára aldurs barnsins. Lengja orlofið um 3 mánuði á ári næstu 3 ár þar til átján mánaða orlofinu er náð. Árangurinn sem næst með þessari aðgerð er mun varanlegri heldur en stofnanainngrip, sem standa yfirleitt í stuttan tíma og koma til alltof seint, þegar óafturkræfur skaði hefur orðið. Jákvæðu áhrifin munu birtast í heilbrigðari fjölskyldum, starfsfólki í betra jafnvægi sem þýðir betri afköst. Einnig munu starfsskilyrði í menntakerfinu verða viðráðanlegri. Alþingi hefur lengi verið ljós þörfin á fræðslu fyrir verðandi feður. Ákvæði um fræðslu fyrir verðandi feður hefur verið í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 1998. Í framkvæmdaáætluninni fyrir árin 1998-2001 sagði: 6.5. „Feðrafræðsla fyrir verðandi feður. Unnið verður að því að koma á sérstakri feðrafræðslu sem hluta af þeim undirbúningi sem verðandi foreldrum er boðið upp á.“ Enn bólar ekkert á þessum stuðningi við íslenska feður. Karlmenn hafa litla sögulega hefð í uppeldi barna sinna og það er ekki sjálfgefið að allir læri fljótt og örugglega að ala upp börn. Við þurfum því að veita körlum tækifæri til að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna strax í frumbernsku þeirra. Þetta hafa sérfræðingar bent á í tvo áratugi. Stuðningur við foreldra á mikilvægasta æviskeiði barnsins skilar sér allt að nífalt til baka samkvæmt Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Styrking fæðingarorlofssjóðs er einnig afar hagkvæm leið til að fyrirbyggja brottfall ungs fólks af vinnumarkaði sem náði nýjum hæðum með 22% fjölgun öryrkja árið 2016. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun