Jafnrétti og vinnumarkaður Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Ég fylgist spenntur með aðgerðum ráðherra jafnréttis- og vinnumála í ljósi þátttöku hans í umræðum á þörf um styrkingu fæðingarorlofssjóðs þegar hann var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Málið er mikilvægt og gæti orðið djásn ríkisstjórnarinnar. Þörfin á styrkingu foreldrahlutverksins er öllum ljós. Íslenskir foreldrar leggja vinnumarkaðnum til fleiri vinnustundir samtals en í samanburðarlöndum og veldur það óhjákvæmilega ójafnvægi í fjölskyldum, vinnumarkaði og velferðarkerfinu. Nú þegar vel árar hjá fyrirtækjum er lag að koma þessari grunnstyrkingu fjölskyldna í viðeigandi farveg. Fjármögnun yrði einföld. Tryggingagjaldið lækkar ekki og hluti af greiðslum færi í að styrkja fæðingarorlofssjóð. Nú þurfa fyrirtæki að standa með mikilvægasta starfsfólkinu sínu og styðja ráðherrann í þessu framfaraskrefi. Með þessari einföldu breytingu má lengja fæðingarorlofið í 15 mánuði strax. Greiðslur þurfa að nema sömu krónutölu og laun hjá foreldrum með meðallaun og lægri. Jafnréttisfræðsla þarf að birtast og auka stuðning á mikilvægustu ævidögunum frá getnaði til 2 ára aldurs barnsins. Lengja orlofið um 3 mánuði á ári næstu 3 ár þar til átján mánaða orlofinu er náð. Árangurinn sem næst með þessari aðgerð er mun varanlegri heldur en stofnanainngrip, sem standa yfirleitt í stuttan tíma og koma til alltof seint, þegar óafturkræfur skaði hefur orðið. Jákvæðu áhrifin munu birtast í heilbrigðari fjölskyldum, starfsfólki í betra jafnvægi sem þýðir betri afköst. Einnig munu starfsskilyrði í menntakerfinu verða viðráðanlegri. Alþingi hefur lengi verið ljós þörfin á fræðslu fyrir verðandi feður. Ákvæði um fræðslu fyrir verðandi feður hefur verið í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 1998. Í framkvæmdaáætluninni fyrir árin 1998-2001 sagði: 6.5. „Feðrafræðsla fyrir verðandi feður. Unnið verður að því að koma á sérstakri feðrafræðslu sem hluta af þeim undirbúningi sem verðandi foreldrum er boðið upp á.“ Enn bólar ekkert á þessum stuðningi við íslenska feður. Karlmenn hafa litla sögulega hefð í uppeldi barna sinna og það er ekki sjálfgefið að allir læri fljótt og örugglega að ala upp börn. Við þurfum því að veita körlum tækifæri til að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna strax í frumbernsku þeirra. Þetta hafa sérfræðingar bent á í tvo áratugi. Stuðningur við foreldra á mikilvægasta æviskeiði barnsins skilar sér allt að nífalt til baka samkvæmt Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Styrking fæðingarorlofssjóðs er einnig afar hagkvæm leið til að fyrirbyggja brottfall ungs fólks af vinnumarkaði sem náði nýjum hæðum með 22% fjölgun öryrkja árið 2016. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég fylgist spenntur með aðgerðum ráðherra jafnréttis- og vinnumála í ljósi þátttöku hans í umræðum á þörf um styrkingu fæðingarorlofssjóðs þegar hann var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Málið er mikilvægt og gæti orðið djásn ríkisstjórnarinnar. Þörfin á styrkingu foreldrahlutverksins er öllum ljós. Íslenskir foreldrar leggja vinnumarkaðnum til fleiri vinnustundir samtals en í samanburðarlöndum og veldur það óhjákvæmilega ójafnvægi í fjölskyldum, vinnumarkaði og velferðarkerfinu. Nú þegar vel árar hjá fyrirtækjum er lag að koma þessari grunnstyrkingu fjölskyldna í viðeigandi farveg. Fjármögnun yrði einföld. Tryggingagjaldið lækkar ekki og hluti af greiðslum færi í að styrkja fæðingarorlofssjóð. Nú þurfa fyrirtæki að standa með mikilvægasta starfsfólkinu sínu og styðja ráðherrann í þessu framfaraskrefi. Með þessari einföldu breytingu má lengja fæðingarorlofið í 15 mánuði strax. Greiðslur þurfa að nema sömu krónutölu og laun hjá foreldrum með meðallaun og lægri. Jafnréttisfræðsla þarf að birtast og auka stuðning á mikilvægustu ævidögunum frá getnaði til 2 ára aldurs barnsins. Lengja orlofið um 3 mánuði á ári næstu 3 ár þar til átján mánaða orlofinu er náð. Árangurinn sem næst með þessari aðgerð er mun varanlegri heldur en stofnanainngrip, sem standa yfirleitt í stuttan tíma og koma til alltof seint, þegar óafturkræfur skaði hefur orðið. Jákvæðu áhrifin munu birtast í heilbrigðari fjölskyldum, starfsfólki í betra jafnvægi sem þýðir betri afköst. Einnig munu starfsskilyrði í menntakerfinu verða viðráðanlegri. Alþingi hefur lengi verið ljós þörfin á fræðslu fyrir verðandi feður. Ákvæði um fræðslu fyrir verðandi feður hefur verið í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 1998. Í framkvæmdaáætluninni fyrir árin 1998-2001 sagði: 6.5. „Feðrafræðsla fyrir verðandi feður. Unnið verður að því að koma á sérstakri feðrafræðslu sem hluta af þeim undirbúningi sem verðandi foreldrum er boðið upp á.“ Enn bólar ekkert á þessum stuðningi við íslenska feður. Karlmenn hafa litla sögulega hefð í uppeldi barna sinna og það er ekki sjálfgefið að allir læri fljótt og örugglega að ala upp börn. Við þurfum því að veita körlum tækifæri til að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna strax í frumbernsku þeirra. Þetta hafa sérfræðingar bent á í tvo áratugi. Stuðningur við foreldra á mikilvægasta æviskeiði barnsins skilar sér allt að nífalt til baka samkvæmt Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Styrking fæðingarorlofssjóðs er einnig afar hagkvæm leið til að fyrirbyggja brottfall ungs fólks af vinnumarkaði sem náði nýjum hæðum með 22% fjölgun öryrkja árið 2016. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar