Jafnrétti og vinnumarkaður Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Ég fylgist spenntur með aðgerðum ráðherra jafnréttis- og vinnumála í ljósi þátttöku hans í umræðum á þörf um styrkingu fæðingarorlofssjóðs þegar hann var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Málið er mikilvægt og gæti orðið djásn ríkisstjórnarinnar. Þörfin á styrkingu foreldrahlutverksins er öllum ljós. Íslenskir foreldrar leggja vinnumarkaðnum til fleiri vinnustundir samtals en í samanburðarlöndum og veldur það óhjákvæmilega ójafnvægi í fjölskyldum, vinnumarkaði og velferðarkerfinu. Nú þegar vel árar hjá fyrirtækjum er lag að koma þessari grunnstyrkingu fjölskyldna í viðeigandi farveg. Fjármögnun yrði einföld. Tryggingagjaldið lækkar ekki og hluti af greiðslum færi í að styrkja fæðingarorlofssjóð. Nú þurfa fyrirtæki að standa með mikilvægasta starfsfólkinu sínu og styðja ráðherrann í þessu framfaraskrefi. Með þessari einföldu breytingu má lengja fæðingarorlofið í 15 mánuði strax. Greiðslur þurfa að nema sömu krónutölu og laun hjá foreldrum með meðallaun og lægri. Jafnréttisfræðsla þarf að birtast og auka stuðning á mikilvægustu ævidögunum frá getnaði til 2 ára aldurs barnsins. Lengja orlofið um 3 mánuði á ári næstu 3 ár þar til átján mánaða orlofinu er náð. Árangurinn sem næst með þessari aðgerð er mun varanlegri heldur en stofnanainngrip, sem standa yfirleitt í stuttan tíma og koma til alltof seint, þegar óafturkræfur skaði hefur orðið. Jákvæðu áhrifin munu birtast í heilbrigðari fjölskyldum, starfsfólki í betra jafnvægi sem þýðir betri afköst. Einnig munu starfsskilyrði í menntakerfinu verða viðráðanlegri. Alþingi hefur lengi verið ljós þörfin á fræðslu fyrir verðandi feður. Ákvæði um fræðslu fyrir verðandi feður hefur verið í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 1998. Í framkvæmdaáætluninni fyrir árin 1998-2001 sagði: 6.5. „Feðrafræðsla fyrir verðandi feður. Unnið verður að því að koma á sérstakri feðrafræðslu sem hluta af þeim undirbúningi sem verðandi foreldrum er boðið upp á.“ Enn bólar ekkert á þessum stuðningi við íslenska feður. Karlmenn hafa litla sögulega hefð í uppeldi barna sinna og það er ekki sjálfgefið að allir læri fljótt og örugglega að ala upp börn. Við þurfum því að veita körlum tækifæri til að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna strax í frumbernsku þeirra. Þetta hafa sérfræðingar bent á í tvo áratugi. Stuðningur við foreldra á mikilvægasta æviskeiði barnsins skilar sér allt að nífalt til baka samkvæmt Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Styrking fæðingarorlofssjóðs er einnig afar hagkvæm leið til að fyrirbyggja brottfall ungs fólks af vinnumarkaði sem náði nýjum hæðum með 22% fjölgun öryrkja árið 2016. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fylgist spenntur með aðgerðum ráðherra jafnréttis- og vinnumála í ljósi þátttöku hans í umræðum á þörf um styrkingu fæðingarorlofssjóðs þegar hann var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Málið er mikilvægt og gæti orðið djásn ríkisstjórnarinnar. Þörfin á styrkingu foreldrahlutverksins er öllum ljós. Íslenskir foreldrar leggja vinnumarkaðnum til fleiri vinnustundir samtals en í samanburðarlöndum og veldur það óhjákvæmilega ójafnvægi í fjölskyldum, vinnumarkaði og velferðarkerfinu. Nú þegar vel árar hjá fyrirtækjum er lag að koma þessari grunnstyrkingu fjölskyldna í viðeigandi farveg. Fjármögnun yrði einföld. Tryggingagjaldið lækkar ekki og hluti af greiðslum færi í að styrkja fæðingarorlofssjóð. Nú þurfa fyrirtæki að standa með mikilvægasta starfsfólkinu sínu og styðja ráðherrann í þessu framfaraskrefi. Með þessari einföldu breytingu má lengja fæðingarorlofið í 15 mánuði strax. Greiðslur þurfa að nema sömu krónutölu og laun hjá foreldrum með meðallaun og lægri. Jafnréttisfræðsla þarf að birtast og auka stuðning á mikilvægustu ævidögunum frá getnaði til 2 ára aldurs barnsins. Lengja orlofið um 3 mánuði á ári næstu 3 ár þar til átján mánaða orlofinu er náð. Árangurinn sem næst með þessari aðgerð er mun varanlegri heldur en stofnanainngrip, sem standa yfirleitt í stuttan tíma og koma til alltof seint, þegar óafturkræfur skaði hefur orðið. Jákvæðu áhrifin munu birtast í heilbrigðari fjölskyldum, starfsfólki í betra jafnvægi sem þýðir betri afköst. Einnig munu starfsskilyrði í menntakerfinu verða viðráðanlegri. Alþingi hefur lengi verið ljós þörfin á fræðslu fyrir verðandi feður. Ákvæði um fræðslu fyrir verðandi feður hefur verið í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 1998. Í framkvæmdaáætluninni fyrir árin 1998-2001 sagði: 6.5. „Feðrafræðsla fyrir verðandi feður. Unnið verður að því að koma á sérstakri feðrafræðslu sem hluta af þeim undirbúningi sem verðandi foreldrum er boðið upp á.“ Enn bólar ekkert á þessum stuðningi við íslenska feður. Karlmenn hafa litla sögulega hefð í uppeldi barna sinna og það er ekki sjálfgefið að allir læri fljótt og örugglega að ala upp börn. Við þurfum því að veita körlum tækifæri til að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna strax í frumbernsku þeirra. Þetta hafa sérfræðingar bent á í tvo áratugi. Stuðningur við foreldra á mikilvægasta æviskeiði barnsins skilar sér allt að nífalt til baka samkvæmt Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Styrking fæðingarorlofssjóðs er einnig afar hagkvæm leið til að fyrirbyggja brottfall ungs fólks af vinnumarkaði sem náði nýjum hæðum með 22% fjölgun öryrkja árið 2016. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar