Takata öryggispúðaframleiðandinn gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 15:17 Sprunginn Takata öryggispúði. Heimildir herma að japanski öryggispúðaframleiðandinn Takata muni bera fram gjaldþrotabeiðni í næstu viku. Alls hafa verið innkallaðir yfir 100 milljón bíla með Takata loftpúða um heim allan á síðustu árum og er þar um að ræða stærstu innköllun bíla í sögunni. Takata útvegaði 19 bílaframleiðendum öryggispúða í bíla sína, þar á meðal, Ford, Honda, Volkswagen og Tesla. Takata þarf að greiða miklar bætur fyrir gallaða örygipúða sína, sem valdið hafa a.m.k. 16 dauðsföllum og fjölmörgum slysum á undanförnum árum. Takata hefur samþykkt að greiða 1 milljarð bandaríkjadala, eða 100 milljarða króna í sektir. Það versta í tilfelli Takata var að það uppgötvaðist að stjórnendur Takata vissu af göllunum án þess að bregðast við þeim og ekki hefur það orðið til að lækka sektirnar á höndum fyrirtækinu. Af þeim 46,2 milljónum bíla með Takata öryggispúða sem eru í Bandaríkjunum er aðeins búið að skipta út öryggispúðum í 35% þeirra, svo allt eins má búast við fleiri dauðsföllum og slysum af völdum gallaðra öryggispúða frá Takata. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Heimildir herma að japanski öryggispúðaframleiðandinn Takata muni bera fram gjaldþrotabeiðni í næstu viku. Alls hafa verið innkallaðir yfir 100 milljón bíla með Takata loftpúða um heim allan á síðustu árum og er þar um að ræða stærstu innköllun bíla í sögunni. Takata útvegaði 19 bílaframleiðendum öryggispúða í bíla sína, þar á meðal, Ford, Honda, Volkswagen og Tesla. Takata þarf að greiða miklar bætur fyrir gallaða örygipúða sína, sem valdið hafa a.m.k. 16 dauðsföllum og fjölmörgum slysum á undanförnum árum. Takata hefur samþykkt að greiða 1 milljarð bandaríkjadala, eða 100 milljarða króna í sektir. Það versta í tilfelli Takata var að það uppgötvaðist að stjórnendur Takata vissu af göllunum án þess að bregðast við þeim og ekki hefur það orðið til að lækka sektirnar á höndum fyrirtækinu. Af þeim 46,2 milljónum bíla með Takata öryggispúða sem eru í Bandaríkjunum er aðeins búið að skipta út öryggispúðum í 35% þeirra, svo allt eins má búast við fleiri dauðsföllum og slysum af völdum gallaðra öryggispúða frá Takata.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent