Bílasala í Evrópu jókst um 7,7% í maí Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 16:20 Bílaumferð í Barcelona á Spáni. Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala er með ágætum. Í maí síðastliðnum jókst sala nýrra bíla í Evrópu um 7,7% og heildarsalan náði 1,43 milljón bílum. Þessi góða sala slagar hátt í metsöluna í mái árið 2007, rétt fyrir efnahagshrunið. Þar voru japönsku bílaframleiðendurnir Suzuki og Toyota sem náði mestri aukningu í sölu, en Suzuki náði 21% aukningu og Toyota 20%. Mercedes Benz náði 14% aukningu, Fiat Chrysler var með 12% aukningu, Renault með 11% og Volkswagen 8,4%. Volkswagen Group er langstærsti bílaframleiðandi álfunnar með 24,3% markaðshlutdeild. Ford náði aðeins 4% aukningu í sölu í maí. Bílaframleiðendurnir sem ekki náðu aukningu í sölu voru Jaguar Land Rover, en þar minnkaði salan um 9,3%, Honda með 14,5% minni sölu, Mazda með 2,3 minnkun og Opel með 1,7% samdrátt. Öll stærstu bílasölulönd álfunnar voru með vöxt í sölu nema Bretland en þar minnkaði salan um 8,5%. Í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu, jókst salan um 12,9% og um 11,2% á Spáni. Sala bíla jókst árið 2014 eftir samfelldan 6 ára samdrátt. Í svo til öllum mánuðum síðan árið 2014 hefur verið aukning í bílasölu í Evrópu. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala er með ágætum. Í maí síðastliðnum jókst sala nýrra bíla í Evrópu um 7,7% og heildarsalan náði 1,43 milljón bílum. Þessi góða sala slagar hátt í metsöluna í mái árið 2007, rétt fyrir efnahagshrunið. Þar voru japönsku bílaframleiðendurnir Suzuki og Toyota sem náði mestri aukningu í sölu, en Suzuki náði 21% aukningu og Toyota 20%. Mercedes Benz náði 14% aukningu, Fiat Chrysler var með 12% aukningu, Renault með 11% og Volkswagen 8,4%. Volkswagen Group er langstærsti bílaframleiðandi álfunnar með 24,3% markaðshlutdeild. Ford náði aðeins 4% aukningu í sölu í maí. Bílaframleiðendurnir sem ekki náðu aukningu í sölu voru Jaguar Land Rover, en þar minnkaði salan um 9,3%, Honda með 14,5% minni sölu, Mazda með 2,3 minnkun og Opel með 1,7% samdrátt. Öll stærstu bílasölulönd álfunnar voru með vöxt í sölu nema Bretland en þar minnkaði salan um 8,5%. Í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu, jókst salan um 12,9% og um 11,2% á Spáni. Sala bíla jókst árið 2014 eftir samfelldan 6 ára samdrátt. Í svo til öllum mánuðum síðan árið 2014 hefur verið aukning í bílasölu í Evrópu.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent