Hamilton og Vettel fljótastir á æfingum í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. maí 2017 17:45 Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton var fljótastur, en Vettel var annar fljótastur á æfingunni einungis 0,196 sekúndum á eftir Hamilton. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji um þriðjungi úr sekúndu á eftir Hamilton. Jenson Button snéri aftur í dag og var undir stýri í McLaren bílnum sem Fernando Alonso skyldi eftir auðan þegar hann fór til Bandaríkjanna að keppa í Indy 500. Button varð 14. á æfingunni. Rétt um einum tíunda úr sekúndu á eftir liðsfélaga sínum, Stoffel Vandoorne. Fyrstu tíu ökumennirnir voru allir á sömu sekúndunni. Esteban Ocon á Force India var tíundi sléttri sekúdnu á eftir Hamilton. Nico Hulkenberg á Renault og Marcus Ericsson á Sauber voru síðastir og náðu ekki að setja tíma.Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur allra í dag.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel var í sérflokki á seinni æfingunni. Hann var tæplega hálfri sekúndu á undan Daniel Ricciardo á Red Bull sem varð annar. Vettel var eini sem komst undir eina mínútu og 13 sekúndur. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Mercedes liðið hitti á kolranga uppstillingu bílsins á seinni æfingunni. Hamilton varð áttundi á meðan Valtteri Bottas varð 10. Þeir voru rúmlega sekúndu á eftir Vettel. Renault bíll Jolyon Palmer bilaði snemma á æfingunni og hann náði einungis að aka átta hringi. Lance Stroll á Williams missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á varnarvegg. Fjöðrunin brotnaði hægra megin að framan. Hinn ungi Stroll hefur ekki verið neitt sérstaklega heppinn það sem af er tímabili og mistök eins og þessi í dag gera lítið til að létta pressunni af honum. Bein útsending frá tímatökunni í Mónakó hefst klukkan 11:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30 Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00 Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton var fljótastur, en Vettel var annar fljótastur á æfingunni einungis 0,196 sekúndum á eftir Hamilton. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji um þriðjungi úr sekúndu á eftir Hamilton. Jenson Button snéri aftur í dag og var undir stýri í McLaren bílnum sem Fernando Alonso skyldi eftir auðan þegar hann fór til Bandaríkjanna að keppa í Indy 500. Button varð 14. á æfingunni. Rétt um einum tíunda úr sekúndu á eftir liðsfélaga sínum, Stoffel Vandoorne. Fyrstu tíu ökumennirnir voru allir á sömu sekúndunni. Esteban Ocon á Force India var tíundi sléttri sekúdnu á eftir Hamilton. Nico Hulkenberg á Renault og Marcus Ericsson á Sauber voru síðastir og náðu ekki að setja tíma.Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur allra í dag.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel var í sérflokki á seinni æfingunni. Hann var tæplega hálfri sekúndu á undan Daniel Ricciardo á Red Bull sem varð annar. Vettel var eini sem komst undir eina mínútu og 13 sekúndur. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Mercedes liðið hitti á kolranga uppstillingu bílsins á seinni æfingunni. Hamilton varð áttundi á meðan Valtteri Bottas varð 10. Þeir voru rúmlega sekúndu á eftir Vettel. Renault bíll Jolyon Palmer bilaði snemma á æfingunni og hann náði einungis að aka átta hringi. Lance Stroll á Williams missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á varnarvegg. Fjöðrunin brotnaði hægra megin að framan. Hinn ungi Stroll hefur ekki verið neitt sérstaklega heppinn það sem af er tímabili og mistök eins og þessi í dag gera lítið til að létta pressunni af honum. Bein útsending frá tímatökunni í Mónakó hefst klukkan 11:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30 Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00 Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30
Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00
Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30