Bílasala minnkaði í Evrópu í september Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2017 16:26 Bílaumferð í London. Bílasala hefur verið með miklu ágætum í Evrópu í ár, en svo bar þó við í Evrópu að bílasala minnkaði um 2% í liðnum mánuði. Helsta ástæða þess er sögð vera Brexit en í Bretlandi minnkaði bílasala um 9,3% og munar um minna á þeim stóra bílamarkaði. Fólk í Bretlandi er ekki tilbúið að fjárfesta í dýrum hlutum eins og bílum á þessum óvissutímum og það sést best á bílasölunni frá því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu varð ljós. Í Bretlandi hefur nú verið minnkandi bílasala í 6 mánuði í röð. Bílasala minnkaði þó víðar en í Bretlandi því á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, minnkaði salan um 3,3%, en þar hafði nokkuð að segja að einum söludegi var færra í september í ár en í fyrra. Bílasala í Evrópu hefur aukist um 3,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins og er komin í 12 milljón bíla, en salan í september nam 1,47 milljónum bíla. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Bílasala hefur verið með miklu ágætum í Evrópu í ár, en svo bar þó við í Evrópu að bílasala minnkaði um 2% í liðnum mánuði. Helsta ástæða þess er sögð vera Brexit en í Bretlandi minnkaði bílasala um 9,3% og munar um minna á þeim stóra bílamarkaði. Fólk í Bretlandi er ekki tilbúið að fjárfesta í dýrum hlutum eins og bílum á þessum óvissutímum og það sést best á bílasölunni frá því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu varð ljós. Í Bretlandi hefur nú verið minnkandi bílasala í 6 mánuði í röð. Bílasala minnkaði þó víðar en í Bretlandi því á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, minnkaði salan um 3,3%, en þar hafði nokkuð að segja að einum söludegi var færra í september í ár en í fyrra. Bílasala í Evrópu hefur aukist um 3,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins og er komin í 12 milljón bíla, en salan í september nam 1,47 milljónum bíla.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent