Nýr Audi A8 með 23 hátalara og 1.920 wött Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 15:30 Nýr Audi A8 er ekki dónalegur útlits og sannkölluð lúxuskerra. Það er fátt til sparað þegar kemur að flaggskipum þýsku lúxusbílaframleiðendanna og þar er Audi A8 engin undantekning. Bose hljóðkerfi bílsins er með því allra öflugasta sem um getur, en afl þess er 1.920 wött sem sturtast útúr einum 23 hátölurum víðsvegar um bílinn. Líklega eru fá dæmi um fleiri hátalara í einum bíl og er tvo þeirra að finna í A-póstinum framí bílnum, aðra tvo aftast í þakinu ofan aftursætisfarþega og tveir skjótast uppúr mælaborðinu við ræsingu bílsins. Þrívíddarhljómurinn sem kemur frá þessu hljóðkerfi er víst engu líkur og að sögn Audi og Bose manna er þess best notið með klassískri tónlist sem tekin er upp á hljómleikum, eða annarri tónlist sem ekki hefur verið breytt eftirá með stúdíóvinnu. Hver einasti hátalari bílsins er með sinn eigin magnara og reikniritið sem stjórnar kerfinu var hannað af Audi með hjálp frá Fraunhofer Institute í Erlangen í Þýskalandi. Aftursætisfarþegar geta stjórnað hljóðinu afturí með skipunum á snertiskjá. Framleiðsla er hafin á nýrri kynslóð Audi A8 bílsins í Neckarsulm í Þýskalandi, en afhendingar á bílunum hefjast þó ekki fyrr en með haustinu. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent
Það er fátt til sparað þegar kemur að flaggskipum þýsku lúxusbílaframleiðendanna og þar er Audi A8 engin undantekning. Bose hljóðkerfi bílsins er með því allra öflugasta sem um getur, en afl þess er 1.920 wött sem sturtast útúr einum 23 hátölurum víðsvegar um bílinn. Líklega eru fá dæmi um fleiri hátalara í einum bíl og er tvo þeirra að finna í A-póstinum framí bílnum, aðra tvo aftast í þakinu ofan aftursætisfarþega og tveir skjótast uppúr mælaborðinu við ræsingu bílsins. Þrívíddarhljómurinn sem kemur frá þessu hljóðkerfi er víst engu líkur og að sögn Audi og Bose manna er þess best notið með klassískri tónlist sem tekin er upp á hljómleikum, eða annarri tónlist sem ekki hefur verið breytt eftirá með stúdíóvinnu. Hver einasti hátalari bílsins er með sinn eigin magnara og reikniritið sem stjórnar kerfinu var hannað af Audi með hjálp frá Fraunhofer Institute í Erlangen í Þýskalandi. Aftursætisfarþegar geta stjórnað hljóðinu afturí með skipunum á snertiskjá. Framleiðsla er hafin á nýrri kynslóð Audi A8 bílsins í Neckarsulm í Þýskalandi, en afhendingar á bílunum hefjast þó ekki fyrr en með haustinu.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent