Segir riftunina ekki hafa áhrif á starfsemi Fáfnis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2017 06:45 Fáfnir Viking er sem stendur aðeins skelin ein en átti að líta svona út. MYND/FÁFNIR Norska skipasmíðastöðin Havyard Ship Technology tilkynnti í gær um að hún hefði rift samningi við Polar Maritime ehf. um smíði á Fáfni Viking, nýju skipi þess. Polar Maritime er dótturfélag Fáfnis Offshore. Stjórnarformaður Fáfnis segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á félagið. Ástæða riftunarinnar er sú að Fáfni hefur reynst erfitt að finna verkefni fyrir skipið. Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skiptir þar miklu máli. Skipið var hugsað til að þjónusta olíuiðnað og vinnslu í Norðursjó. Án verkefna hefur lánsfjármögnun reynst ómöguleg. Hækkun á síðustu mánuðum hefur ekki dugað til að skapa verkefni fyrir skipið. Samningur Havyard og Fáfnis um smíði Fáfnis Viking var gerður í apríl 2014 en kostnaður við smíðina var áætlaður 350 milljónir norskra króna. Það er andvirði rúmlega 4,6 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag en miðað við stöðuna þá var áætlaður kostnaður 6,6 milljarðar. Upphaflega átti að afhenda skipið í mars 2016 en því var síðan frestað í tvígang, fyrst til júní 2017 og síðar til apríl 2019. Vinnu við skipið hafði verið hætt á haustmánuðum ársins 2015 og hefur skel þess staðið nær óhreyfð frá þeim tíma. Skipasmíðastöðin mun krefjast þess að Fáfnir Viking verði seldur upp í skuldir Polar Maritime við sig. Þá er að auki farið fram á greiðslu bóta vegna vanefnda á samningnum. „Þetta hefur engin áhrif á rekstur Fáfnis Offshore,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Jóhannes tók við stjórnarformennsku félagsins af Bjarna Ármannssyni í upphafi síðasta árs. „Smíðaverkefnið var aðskilið frá Fáfni með samningum sem gerðir voru í mars 2015. Það er því í sér félagi. Á milli félaganna er engin ábyrgð eða skuldbindingar og smíðin því algerlega einangruð,“ segir Jóhannes. Fyrir á Fáfnir Offshore skipið Polarsyssel en það var sjósett í mars árið 2014. Skipið er hið stærsta í Íslandssögunni en smíði þess kostaði 7,3 milljarða króna. Sem stendur er það brúkað til birgðaflutninga og til eftirlits við Svalbarða. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Norska skipasmíðastöðin Havyard Ship Technology tilkynnti í gær um að hún hefði rift samningi við Polar Maritime ehf. um smíði á Fáfni Viking, nýju skipi þess. Polar Maritime er dótturfélag Fáfnis Offshore. Stjórnarformaður Fáfnis segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á félagið. Ástæða riftunarinnar er sú að Fáfni hefur reynst erfitt að finna verkefni fyrir skipið. Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skiptir þar miklu máli. Skipið var hugsað til að þjónusta olíuiðnað og vinnslu í Norðursjó. Án verkefna hefur lánsfjármögnun reynst ómöguleg. Hækkun á síðustu mánuðum hefur ekki dugað til að skapa verkefni fyrir skipið. Samningur Havyard og Fáfnis um smíði Fáfnis Viking var gerður í apríl 2014 en kostnaður við smíðina var áætlaður 350 milljónir norskra króna. Það er andvirði rúmlega 4,6 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag en miðað við stöðuna þá var áætlaður kostnaður 6,6 milljarðar. Upphaflega átti að afhenda skipið í mars 2016 en því var síðan frestað í tvígang, fyrst til júní 2017 og síðar til apríl 2019. Vinnu við skipið hafði verið hætt á haustmánuðum ársins 2015 og hefur skel þess staðið nær óhreyfð frá þeim tíma. Skipasmíðastöðin mun krefjast þess að Fáfnir Viking verði seldur upp í skuldir Polar Maritime við sig. Þá er að auki farið fram á greiðslu bóta vegna vanefnda á samningnum. „Þetta hefur engin áhrif á rekstur Fáfnis Offshore,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Jóhannes tók við stjórnarformennsku félagsins af Bjarna Ármannssyni í upphafi síðasta árs. „Smíðaverkefnið var aðskilið frá Fáfni með samningum sem gerðir voru í mars 2015. Það er því í sér félagi. Á milli félaganna er engin ábyrgð eða skuldbindingar og smíðin því algerlega einangruð,“ segir Jóhannes. Fyrir á Fáfnir Offshore skipið Polarsyssel en það var sjósett í mars árið 2014. Skipið er hið stærsta í Íslandssögunni en smíði þess kostaði 7,3 milljarða króna. Sem stendur er það brúkað til birgðaflutninga og til eftirlits við Svalbarða. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00
Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00
Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00
Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00
Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15