Heimur í höndum skemanns Ole Anton Bieldtvedt skrifar 21. júní 2017 07:00 Ég rakst á orðið skemaður fyrir nokkru, en Halldór Laxness notaði það títt í sínum skrifum, m.a. í Skáldatíma, og meinti hann með því loddari, trúður, blekkingameistari o.þ.h. Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum. Það er ekki gleðiefni, en mér fannst skemaður tilvalin nafngift á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Að hella olíu á ófriðarbál Eftir að Georg W. Bush, Tony Blair og félagar létu til skarar skríða gegn Írak 2003 – á röngum og lognum forsendum – hefur ríkt ófriðar-, átaka- og hryðjuverkaástand í Mið-Austurlöndum. Þau valdakerfi, sem þar voru og voru ekki góð, þó miklu skárri en stjórnleysið, upplausinin og illvirkin, sem fylgdu, fóru í rúst við Íraksstríðið og inngrip Vesturvelda í formi Arabíska vorsins. Mikil viðleitni hefur verið í gangi um það, að leiðrétta þessi mistök og koma á nýju jafnvægi og friði í Miðausturlöndum. Er þetta hið flóknasta verk, þar sem um trúarbragðaátök Múhameðstrúarmanna, sem aðhyllast mismunandi útfærslur trúarinnar, aðallega sjíta-múslima og súnníta, er að ræða, en mikill ágreiningur, óvild, stundum hatur, ríkir milli þessara trúarflokka. Þau lönd, sem fara fyrir þessum andstæðu fylkingum eru annars vegar Íran og hins vegar Sádi-Arabía. Bæði þessi ríki byggja í ýmsu á aldagömlum sjónarmiðum og regluverki – annað er klerkaveldi, sem þó er á vissri framfarabraut, hitt einræðiskennt og forneskjulegt konungsveldi, þarsem mannfyrirlitning og grimmd ræður ríkjum. Það er mikið og flókið verkefni að róa og jafna ágreining og átök þessara aðila, og verður það eingöngu gert með friðsamlegri milligöngu og friðsamlegum samningaumleitunum; Bera verður klæði á vopnin. Það er því fáránlegur gjörningur hjá Trump, að selja Sádi-Arabíu gífurlegt magn nýrra og áhrifaríkra vopna, eins og hann gerði nú fyrir skemmstu og hreykir sér af. Kyndir hann með þessu undir vopnakapphlaupi og spennu. Að hella olíu á ófriðarbál er varla leiðin til að slökkva það, enda blossa nú upp ný alvarleg átök.Glatt á hjalla í helfararsafni Þegar skemaðurinn heimsótti Yad Vashem helfararsafnið í Ísrael, þar sem minnst er sex milljóna gyðinga, sem myrtir voru í helförinni, skráði hann eftirfarandi í gestabók safnsins: „Það er mér heiður, að vera hér með öllum vinum mínum. Stórkostlegt (so amazing) + ég gleymi þessu ekki“. Hafi menn borið með sér einhverja von um, að Trump byggi yfir meiri vitsmunum, þroska og dómgreind en ýmsar vísbendingar bentu til, þá dó sú von í Yad Vashem. Þegar Trump mætti til leiks með félögum sínum í NATO, en talið hefur verið að hér væru nánir og vinir og bandamenn á ferð, vakti mont og yfirlæti hans mikla, en um leið blandna, athygli. Út yfir allan þjófabálk tók , þegar skemaður reif í öxl forsætisráðherra Svartfjallalands og svipti honum til hliðar, til að hann kæmist sjálfur í fremstu röð. Var ekki til þess vitað fyrir, að skemaður teldi handalögmál til góðra siða. Með tilliti til ofangreindra atburða og annarrar vafasamrar framgöngu skemanns, kom það ekki á óvart, að Trump skyldi tilkynna, að Bandaríkin drægju sig út úr Parísarsamkomulaginu til stöðvunar loftslagshlýnunar og verndunar lofthjúps jarðar, sem nær allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna höfðu samþykkt og staðfest 2015. Trump taldi, að hinn bráðmengandi bandaríski kolaiðnaður væri þýðingarmeiri en velferð komandi kynslóða , enda lægju engar sannanir fyrir um loftslagsbreytingar að hans mati. Hér sannaðist enn einu sinni raunalegt dómgreindarleysi og skammsýni Trumps. Richard Sennett, þekktur og virtur bandarískur félags- og stjórnmálafræðingur, rithöfundur og prófessor, segir, að það finnist aðeins einn stjórnmálamaður seinni tíma, sem líkja megi Trump við; Mussolini. Ekki leiðum að líkjast fyrir skemann. Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Ég rakst á orðið skemaður fyrir nokkru, en Halldór Laxness notaði það títt í sínum skrifum, m.a. í Skáldatíma, og meinti hann með því loddari, trúður, blekkingameistari o.þ.h. Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum. Það er ekki gleðiefni, en mér fannst skemaður tilvalin nafngift á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Að hella olíu á ófriðarbál Eftir að Georg W. Bush, Tony Blair og félagar létu til skarar skríða gegn Írak 2003 – á röngum og lognum forsendum – hefur ríkt ófriðar-, átaka- og hryðjuverkaástand í Mið-Austurlöndum. Þau valdakerfi, sem þar voru og voru ekki góð, þó miklu skárri en stjórnleysið, upplausinin og illvirkin, sem fylgdu, fóru í rúst við Íraksstríðið og inngrip Vesturvelda í formi Arabíska vorsins. Mikil viðleitni hefur verið í gangi um það, að leiðrétta þessi mistök og koma á nýju jafnvægi og friði í Miðausturlöndum. Er þetta hið flóknasta verk, þar sem um trúarbragðaátök Múhameðstrúarmanna, sem aðhyllast mismunandi útfærslur trúarinnar, aðallega sjíta-múslima og súnníta, er að ræða, en mikill ágreiningur, óvild, stundum hatur, ríkir milli þessara trúarflokka. Þau lönd, sem fara fyrir þessum andstæðu fylkingum eru annars vegar Íran og hins vegar Sádi-Arabía. Bæði þessi ríki byggja í ýmsu á aldagömlum sjónarmiðum og regluverki – annað er klerkaveldi, sem þó er á vissri framfarabraut, hitt einræðiskennt og forneskjulegt konungsveldi, þarsem mannfyrirlitning og grimmd ræður ríkjum. Það er mikið og flókið verkefni að róa og jafna ágreining og átök þessara aðila, og verður það eingöngu gert með friðsamlegri milligöngu og friðsamlegum samningaumleitunum; Bera verður klæði á vopnin. Það er því fáránlegur gjörningur hjá Trump, að selja Sádi-Arabíu gífurlegt magn nýrra og áhrifaríkra vopna, eins og hann gerði nú fyrir skemmstu og hreykir sér af. Kyndir hann með þessu undir vopnakapphlaupi og spennu. Að hella olíu á ófriðarbál er varla leiðin til að slökkva það, enda blossa nú upp ný alvarleg átök.Glatt á hjalla í helfararsafni Þegar skemaðurinn heimsótti Yad Vashem helfararsafnið í Ísrael, þar sem minnst er sex milljóna gyðinga, sem myrtir voru í helförinni, skráði hann eftirfarandi í gestabók safnsins: „Það er mér heiður, að vera hér með öllum vinum mínum. Stórkostlegt (so amazing) + ég gleymi þessu ekki“. Hafi menn borið með sér einhverja von um, að Trump byggi yfir meiri vitsmunum, þroska og dómgreind en ýmsar vísbendingar bentu til, þá dó sú von í Yad Vashem. Þegar Trump mætti til leiks með félögum sínum í NATO, en talið hefur verið að hér væru nánir og vinir og bandamenn á ferð, vakti mont og yfirlæti hans mikla, en um leið blandna, athygli. Út yfir allan þjófabálk tók , þegar skemaður reif í öxl forsætisráðherra Svartfjallalands og svipti honum til hliðar, til að hann kæmist sjálfur í fremstu röð. Var ekki til þess vitað fyrir, að skemaður teldi handalögmál til góðra siða. Með tilliti til ofangreindra atburða og annarrar vafasamrar framgöngu skemanns, kom það ekki á óvart, að Trump skyldi tilkynna, að Bandaríkin drægju sig út úr Parísarsamkomulaginu til stöðvunar loftslagshlýnunar og verndunar lofthjúps jarðar, sem nær allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna höfðu samþykkt og staðfest 2015. Trump taldi, að hinn bráðmengandi bandaríski kolaiðnaður væri þýðingarmeiri en velferð komandi kynslóða , enda lægju engar sannanir fyrir um loftslagsbreytingar að hans mati. Hér sannaðist enn einu sinni raunalegt dómgreindarleysi og skammsýni Trumps. Richard Sennett, þekktur og virtur bandarískur félags- og stjórnmálafræðingur, rithöfundur og prófessor, segir, að það finnist aðeins einn stjórnmálamaður seinni tíma, sem líkja megi Trump við; Mussolini. Ekki leiðum að líkjast fyrir skemann. Höfundur er kaupsýslumaður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun