Opið bréf til Óttars Proppé heilbrigðisráðherra Sigríður Sía Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2017 07:00 Sæll, Óttarr. Vegna ummæla landlæknis í fréttum fyrir helgina, um að þú lítir þannig á að Klíníkin í Ármúla sé ekki leyfisskyld frá þér, þar sem hún er eins og hver annar stofurekstur heilbrigðisstarfsmanna, ákvað ég að skrifa þér. Þú sagðir líka í fréttum eitthvað á þá leið að það væri bagalegt að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Embættis landlæknis og að skoða þyrfti lögin og athuga hvort skýra þyrfti eitthvað nánar í þeim. Í hnotskurn snýst málið um hvort Klíníkin í Ármúla sé kölluð „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“, sem ekki er leyfisskyld frá heilbrigðisráðherra, eða hvort hún sé skilgreind sem „sérhæfð heilbrigðistofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta“ og þarf þá starfsleyfi frá heilbrigðisráðherra. Fram undir þessa tíma, leyfi ég mér að fullyrða, hefur varla hvarflað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli, að þörf væri á að skilgreina orðin „sérhæfð heilbrigðisstofnun“ eða „sjúkrahús“ eða „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“. Við stöndum því greinilega á tímamótum. Þessi sértæku orð koma öll fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007). Þar segir um sérhæfða heilbrigðisstofnun: „Stofnun þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt.“ Um starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns segir: „Starfsstöðvar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt með eða án greiðsluþátttöku ríkisins.“Vandi á höndum Hér er okkur landsmönnum vandi á höndum því að það hjálpar ekki einu sinni að „gúggla“ skilgreiningu á orðunum: sjúkrahús / spítali / sérhæfð heilbrigðisstofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta eða starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns, við lendum bara aftur í lögum Alþingis. Skilgreining sem ég legg til um sérhæfða heilbrigðisstofnun er: „Stofnun sem veitir sérhæfða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar eru lagðir inn vegna veikinda eða skurðaðgerða. Einstaklingarnir eru þar í mislangan tíma en oftast að minnsta kosti yfir eina nótt. Þar starfar fagfólk sem veitir hjúkrunarmeðferð og læknismeðferð eftir þörfum, hvenær sólahrings sem er, ef einstaklingarnir sem liggja inni, þurfa á að halda.“ Rökin eru þau að öðrum veikindum fólks / skurðaðgerðum er í dag sinnt (hægt að sinna) á starfsstofum úti í bæ. Orðið „starfsstofa“ er í raun vandinn. Hvernig áttu að skilgreina hana? Ég legg til að þú notir þessa skilgreiningu: Starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna er: „Heilbrigðisstarfsemi sem veitir heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma og hættir þjónustu eftir það, lokar dyrum og allir fara til síns heima. Þar er leyfilegt að gera aðgerðir / inngrip sem miðast við að ástand fólks leyfi að það fari samdægurs heim. Engin næturþjónusta er í boði á starfsstofu.“ Ég ráðlegg þér, heilbrigðisráðherra góður, að hlusta á rök landlæknis þegar kemur að starfsleyfi Klíníkurinnar í Ármúla. Jafnframt að þú hafir þessar skilgreiningar hér í þessu stutta bréfi mínu að leiðarljósi því að Klíníkin í Ármúla, þegar farið verður að leggja fólk þar inn, fellur undir skilgreininguna „sérhæfð heilbrigðisstofnun“. Að endingu legg ég til að þú lögfestir, að skilyrði þess að reka „heilbrigðisstofnanir“ eða „starfsstofur“ hér á landi, sé að heilbrigðisþjónustan sé rekin án þess að borga megi sér arð, þ.e. ekki í hagnaðarskyni. (sbr. non-profit á ensku). Því hvað réttlætir að fólk geti grætt á veikindum annarra, hvort sem peningarnir koma úr vasa þess veika, eða úr vasa ríkisins?Höfundur er doktorsnemi við Linné háskólann í Svíþjóð og er menntaður hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sæll, Óttarr. Vegna ummæla landlæknis í fréttum fyrir helgina, um að þú lítir þannig á að Klíníkin í Ármúla sé ekki leyfisskyld frá þér, þar sem hún er eins og hver annar stofurekstur heilbrigðisstarfsmanna, ákvað ég að skrifa þér. Þú sagðir líka í fréttum eitthvað á þá leið að það væri bagalegt að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Embættis landlæknis og að skoða þyrfti lögin og athuga hvort skýra þyrfti eitthvað nánar í þeim. Í hnotskurn snýst málið um hvort Klíníkin í Ármúla sé kölluð „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“, sem ekki er leyfisskyld frá heilbrigðisráðherra, eða hvort hún sé skilgreind sem „sérhæfð heilbrigðistofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta“ og þarf þá starfsleyfi frá heilbrigðisráðherra. Fram undir þessa tíma, leyfi ég mér að fullyrða, hefur varla hvarflað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli, að þörf væri á að skilgreina orðin „sérhæfð heilbrigðisstofnun“ eða „sjúkrahús“ eða „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“. Við stöndum því greinilega á tímamótum. Þessi sértæku orð koma öll fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007). Þar segir um sérhæfða heilbrigðisstofnun: „Stofnun þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt.“ Um starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns segir: „Starfsstöðvar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt með eða án greiðsluþátttöku ríkisins.“Vandi á höndum Hér er okkur landsmönnum vandi á höndum því að það hjálpar ekki einu sinni að „gúggla“ skilgreiningu á orðunum: sjúkrahús / spítali / sérhæfð heilbrigðisstofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta eða starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns, við lendum bara aftur í lögum Alþingis. Skilgreining sem ég legg til um sérhæfða heilbrigðisstofnun er: „Stofnun sem veitir sérhæfða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar eru lagðir inn vegna veikinda eða skurðaðgerða. Einstaklingarnir eru þar í mislangan tíma en oftast að minnsta kosti yfir eina nótt. Þar starfar fagfólk sem veitir hjúkrunarmeðferð og læknismeðferð eftir þörfum, hvenær sólahrings sem er, ef einstaklingarnir sem liggja inni, þurfa á að halda.“ Rökin eru þau að öðrum veikindum fólks / skurðaðgerðum er í dag sinnt (hægt að sinna) á starfsstofum úti í bæ. Orðið „starfsstofa“ er í raun vandinn. Hvernig áttu að skilgreina hana? Ég legg til að þú notir þessa skilgreiningu: Starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna er: „Heilbrigðisstarfsemi sem veitir heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma og hættir þjónustu eftir það, lokar dyrum og allir fara til síns heima. Þar er leyfilegt að gera aðgerðir / inngrip sem miðast við að ástand fólks leyfi að það fari samdægurs heim. Engin næturþjónusta er í boði á starfsstofu.“ Ég ráðlegg þér, heilbrigðisráðherra góður, að hlusta á rök landlæknis þegar kemur að starfsleyfi Klíníkurinnar í Ármúla. Jafnframt að þú hafir þessar skilgreiningar hér í þessu stutta bréfi mínu að leiðarljósi því að Klíníkin í Ármúla, þegar farið verður að leggja fólk þar inn, fellur undir skilgreininguna „sérhæfð heilbrigðisstofnun“. Að endingu legg ég til að þú lögfestir, að skilyrði þess að reka „heilbrigðisstofnanir“ eða „starfsstofur“ hér á landi, sé að heilbrigðisþjónustan sé rekin án þess að borga megi sér arð, þ.e. ekki í hagnaðarskyni. (sbr. non-profit á ensku). Því hvað réttlætir að fólk geti grætt á veikindum annarra, hvort sem peningarnir koma úr vasa þess veika, eða úr vasa ríkisins?Höfundur er doktorsnemi við Linné háskólann í Svíþjóð og er menntaður hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar