Opið bréf til Óttars Proppé heilbrigðisráðherra Sigríður Sía Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2017 07:00 Sæll, Óttarr. Vegna ummæla landlæknis í fréttum fyrir helgina, um að þú lítir þannig á að Klíníkin í Ármúla sé ekki leyfisskyld frá þér, þar sem hún er eins og hver annar stofurekstur heilbrigðisstarfsmanna, ákvað ég að skrifa þér. Þú sagðir líka í fréttum eitthvað á þá leið að það væri bagalegt að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Embættis landlæknis og að skoða þyrfti lögin og athuga hvort skýra þyrfti eitthvað nánar í þeim. Í hnotskurn snýst málið um hvort Klíníkin í Ármúla sé kölluð „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“, sem ekki er leyfisskyld frá heilbrigðisráðherra, eða hvort hún sé skilgreind sem „sérhæfð heilbrigðistofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta“ og þarf þá starfsleyfi frá heilbrigðisráðherra. Fram undir þessa tíma, leyfi ég mér að fullyrða, hefur varla hvarflað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli, að þörf væri á að skilgreina orðin „sérhæfð heilbrigðisstofnun“ eða „sjúkrahús“ eða „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“. Við stöndum því greinilega á tímamótum. Þessi sértæku orð koma öll fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007). Þar segir um sérhæfða heilbrigðisstofnun: „Stofnun þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt.“ Um starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns segir: „Starfsstöðvar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt með eða án greiðsluþátttöku ríkisins.“Vandi á höndum Hér er okkur landsmönnum vandi á höndum því að það hjálpar ekki einu sinni að „gúggla“ skilgreiningu á orðunum: sjúkrahús / spítali / sérhæfð heilbrigðisstofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta eða starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns, við lendum bara aftur í lögum Alþingis. Skilgreining sem ég legg til um sérhæfða heilbrigðisstofnun er: „Stofnun sem veitir sérhæfða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar eru lagðir inn vegna veikinda eða skurðaðgerða. Einstaklingarnir eru þar í mislangan tíma en oftast að minnsta kosti yfir eina nótt. Þar starfar fagfólk sem veitir hjúkrunarmeðferð og læknismeðferð eftir þörfum, hvenær sólahrings sem er, ef einstaklingarnir sem liggja inni, þurfa á að halda.“ Rökin eru þau að öðrum veikindum fólks / skurðaðgerðum er í dag sinnt (hægt að sinna) á starfsstofum úti í bæ. Orðið „starfsstofa“ er í raun vandinn. Hvernig áttu að skilgreina hana? Ég legg til að þú notir þessa skilgreiningu: Starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna er: „Heilbrigðisstarfsemi sem veitir heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma og hættir þjónustu eftir það, lokar dyrum og allir fara til síns heima. Þar er leyfilegt að gera aðgerðir / inngrip sem miðast við að ástand fólks leyfi að það fari samdægurs heim. Engin næturþjónusta er í boði á starfsstofu.“ Ég ráðlegg þér, heilbrigðisráðherra góður, að hlusta á rök landlæknis þegar kemur að starfsleyfi Klíníkurinnar í Ármúla. Jafnframt að þú hafir þessar skilgreiningar hér í þessu stutta bréfi mínu að leiðarljósi því að Klíníkin í Ármúla, þegar farið verður að leggja fólk þar inn, fellur undir skilgreininguna „sérhæfð heilbrigðisstofnun“. Að endingu legg ég til að þú lögfestir, að skilyrði þess að reka „heilbrigðisstofnanir“ eða „starfsstofur“ hér á landi, sé að heilbrigðisþjónustan sé rekin án þess að borga megi sér arð, þ.e. ekki í hagnaðarskyni. (sbr. non-profit á ensku). Því hvað réttlætir að fólk geti grætt á veikindum annarra, hvort sem peningarnir koma úr vasa þess veika, eða úr vasa ríkisins?Höfundur er doktorsnemi við Linné háskólann í Svíþjóð og er menntaður hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sæll, Óttarr. Vegna ummæla landlæknis í fréttum fyrir helgina, um að þú lítir þannig á að Klíníkin í Ármúla sé ekki leyfisskyld frá þér, þar sem hún er eins og hver annar stofurekstur heilbrigðisstarfsmanna, ákvað ég að skrifa þér. Þú sagðir líka í fréttum eitthvað á þá leið að það væri bagalegt að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Embættis landlæknis og að skoða þyrfti lögin og athuga hvort skýra þyrfti eitthvað nánar í þeim. Í hnotskurn snýst málið um hvort Klíníkin í Ármúla sé kölluð „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“, sem ekki er leyfisskyld frá heilbrigðisráðherra, eða hvort hún sé skilgreind sem „sérhæfð heilbrigðistofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta“ og þarf þá starfsleyfi frá heilbrigðisráðherra. Fram undir þessa tíma, leyfi ég mér að fullyrða, hefur varla hvarflað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli, að þörf væri á að skilgreina orðin „sérhæfð heilbrigðisstofnun“ eða „sjúkrahús“ eða „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“. Við stöndum því greinilega á tímamótum. Þessi sértæku orð koma öll fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007). Þar segir um sérhæfða heilbrigðisstofnun: „Stofnun þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt.“ Um starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns segir: „Starfsstöðvar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt með eða án greiðsluþátttöku ríkisins.“Vandi á höndum Hér er okkur landsmönnum vandi á höndum því að það hjálpar ekki einu sinni að „gúggla“ skilgreiningu á orðunum: sjúkrahús / spítali / sérhæfð heilbrigðisstofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta eða starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns, við lendum bara aftur í lögum Alþingis. Skilgreining sem ég legg til um sérhæfða heilbrigðisstofnun er: „Stofnun sem veitir sérhæfða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar eru lagðir inn vegna veikinda eða skurðaðgerða. Einstaklingarnir eru þar í mislangan tíma en oftast að minnsta kosti yfir eina nótt. Þar starfar fagfólk sem veitir hjúkrunarmeðferð og læknismeðferð eftir þörfum, hvenær sólahrings sem er, ef einstaklingarnir sem liggja inni, þurfa á að halda.“ Rökin eru þau að öðrum veikindum fólks / skurðaðgerðum er í dag sinnt (hægt að sinna) á starfsstofum úti í bæ. Orðið „starfsstofa“ er í raun vandinn. Hvernig áttu að skilgreina hana? Ég legg til að þú notir þessa skilgreiningu: Starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna er: „Heilbrigðisstarfsemi sem veitir heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma og hættir þjónustu eftir það, lokar dyrum og allir fara til síns heima. Þar er leyfilegt að gera aðgerðir / inngrip sem miðast við að ástand fólks leyfi að það fari samdægurs heim. Engin næturþjónusta er í boði á starfsstofu.“ Ég ráðlegg þér, heilbrigðisráðherra góður, að hlusta á rök landlæknis þegar kemur að starfsleyfi Klíníkurinnar í Ármúla. Jafnframt að þú hafir þessar skilgreiningar hér í þessu stutta bréfi mínu að leiðarljósi því að Klíníkin í Ármúla, þegar farið verður að leggja fólk þar inn, fellur undir skilgreininguna „sérhæfð heilbrigðisstofnun“. Að endingu legg ég til að þú lögfestir, að skilyrði þess að reka „heilbrigðisstofnanir“ eða „starfsstofur“ hér á landi, sé að heilbrigðisþjónustan sé rekin án þess að borga megi sér arð, þ.e. ekki í hagnaðarskyni. (sbr. non-profit á ensku). Því hvað réttlætir að fólk geti grætt á veikindum annarra, hvort sem peningarnir koma úr vasa þess veika, eða úr vasa ríkisins?Höfundur er doktorsnemi við Linné háskólann í Svíþjóð og er menntaður hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar