Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar: Lærum af reynslu Dana Skapti Örn Ólafsson skrifar 25. apríl 2017 15:44 Nú liggja fyrir Alþingi áform ríkisstjórnarinnar um rúmlega ellefu prósentustiga hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu ─ úr 11% í 22,5% með viðkomu í 24%. Það er ljóst að slík hækkun mun hafa mjög neikvæðar afleiðingar á samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu fjölda ára fram í tímann. Nægir að líta til reynslu Dana í þeim efnum. Í Danmörku var virðisaukaskattur hækkaður um þrjú prósentustig árið 1992, úr 22% í 25%. Það er vert að ítreka að hækkunin sem nú er lögð til á Íslandi er þrisvar sinnum meiri. Áhrifin á danska ferðaþjónustu létu ekki á sér standa en frá árinu 1992 til ársins 2009 fækkaði erlendum ferðamönnum til Danmerkur jafnt og þétt. Fjöldi gistinátta þeirra í Danmörku við breytinguna var um 27 milljónir en hafði fækkað í 20 milljónir árið 2009. Síðan þá hefur dönsk ferðaþjónusta verið að ná sér hægt á strik.Neikvæðar afleiðingar í rúm 20 ár Það er vert að taka eftir því hér að það tók dönsku ferðaþjónustuna heil 17 ár að ná að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem hófst með hækkun virðisaukaskattsins. En þrátt fyrir það var fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í Danmörku árið 2015, rúmum 20 árum eftir hækkunina, aðeins 24,7 milljónir samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni og átti því enn langt í land með að ná sama fjölda og fyrir breytinguna. Við Íslendingar berum okkur gjarnan saman við Norðurlönd þegar þörf er á jákvæðum fyrirmyndum. Það er hins vegar full þörf á því að líta til reynslu nágranna okkar þegar kemur að neikvæðum áhrifum af illa grunduðum aðgerðum ríkisvaldsins, eins og nú er verið að boða í tilfelli ferðaþjónustunnar.Vegið að samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar Það er mikilvægt í þessu sambandi að átta sig á muninum á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir Danmörku annars vegar og Ísland hins vegar. Árið 2015 var ferðaþjónusta aðeins 3,6% af útflutningstekjum Danmerkur á meðan íslensk ferðaþjónusta hefur verið mikilvægasta útflutningsgreinin á Íslandi frá árinu 2014, stærri en bæði sjávarútvegur og álframleiðsla. Hlutfallslega meira mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi sýnir svo ekki verður um villst hve miklu meiri áhætta felst í slíkum neikvæðum áhrifum til langs tíma fyrir Ísland. Rúmlega ellefu prósentustiga hækkun virðisaukaskatts er glapræði sem mun stórskaða samkeppnishæfni ferðaþjónustu á Íslandi til langrar framtíðar og mun ef af verður aldrei skila þeim ávinningi sem til er ætlast. Danska dæmið gæti ekki verið skýrara. Lærum af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir Alþingi áform ríkisstjórnarinnar um rúmlega ellefu prósentustiga hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu ─ úr 11% í 22,5% með viðkomu í 24%. Það er ljóst að slík hækkun mun hafa mjög neikvæðar afleiðingar á samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu fjölda ára fram í tímann. Nægir að líta til reynslu Dana í þeim efnum. Í Danmörku var virðisaukaskattur hækkaður um þrjú prósentustig árið 1992, úr 22% í 25%. Það er vert að ítreka að hækkunin sem nú er lögð til á Íslandi er þrisvar sinnum meiri. Áhrifin á danska ferðaþjónustu létu ekki á sér standa en frá árinu 1992 til ársins 2009 fækkaði erlendum ferðamönnum til Danmerkur jafnt og þétt. Fjöldi gistinátta þeirra í Danmörku við breytinguna var um 27 milljónir en hafði fækkað í 20 milljónir árið 2009. Síðan þá hefur dönsk ferðaþjónusta verið að ná sér hægt á strik.Neikvæðar afleiðingar í rúm 20 ár Það er vert að taka eftir því hér að það tók dönsku ferðaþjónustuna heil 17 ár að ná að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem hófst með hækkun virðisaukaskattsins. En þrátt fyrir það var fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í Danmörku árið 2015, rúmum 20 árum eftir hækkunina, aðeins 24,7 milljónir samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni og átti því enn langt í land með að ná sama fjölda og fyrir breytinguna. Við Íslendingar berum okkur gjarnan saman við Norðurlönd þegar þörf er á jákvæðum fyrirmyndum. Það er hins vegar full þörf á því að líta til reynslu nágranna okkar þegar kemur að neikvæðum áhrifum af illa grunduðum aðgerðum ríkisvaldsins, eins og nú er verið að boða í tilfelli ferðaþjónustunnar.Vegið að samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar Það er mikilvægt í þessu sambandi að átta sig á muninum á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir Danmörku annars vegar og Ísland hins vegar. Árið 2015 var ferðaþjónusta aðeins 3,6% af útflutningstekjum Danmerkur á meðan íslensk ferðaþjónusta hefur verið mikilvægasta útflutningsgreinin á Íslandi frá árinu 2014, stærri en bæði sjávarútvegur og álframleiðsla. Hlutfallslega meira mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi sýnir svo ekki verður um villst hve miklu meiri áhætta felst í slíkum neikvæðum áhrifum til langs tíma fyrir Ísland. Rúmlega ellefu prósentustiga hækkun virðisaukaskatts er glapræði sem mun stórskaða samkeppnishæfni ferðaþjónustu á Íslandi til langrar framtíðar og mun ef af verður aldrei skila þeim ávinningi sem til er ætlast. Danska dæmið gæti ekki verið skýrara. Lærum af því.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun