Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar: Lærum af reynslu Dana Skapti Örn Ólafsson skrifar 25. apríl 2017 15:44 Nú liggja fyrir Alþingi áform ríkisstjórnarinnar um rúmlega ellefu prósentustiga hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu ─ úr 11% í 22,5% með viðkomu í 24%. Það er ljóst að slík hækkun mun hafa mjög neikvæðar afleiðingar á samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu fjölda ára fram í tímann. Nægir að líta til reynslu Dana í þeim efnum. Í Danmörku var virðisaukaskattur hækkaður um þrjú prósentustig árið 1992, úr 22% í 25%. Það er vert að ítreka að hækkunin sem nú er lögð til á Íslandi er þrisvar sinnum meiri. Áhrifin á danska ferðaþjónustu létu ekki á sér standa en frá árinu 1992 til ársins 2009 fækkaði erlendum ferðamönnum til Danmerkur jafnt og þétt. Fjöldi gistinátta þeirra í Danmörku við breytinguna var um 27 milljónir en hafði fækkað í 20 milljónir árið 2009. Síðan þá hefur dönsk ferðaþjónusta verið að ná sér hægt á strik.Neikvæðar afleiðingar í rúm 20 ár Það er vert að taka eftir því hér að það tók dönsku ferðaþjónustuna heil 17 ár að ná að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem hófst með hækkun virðisaukaskattsins. En þrátt fyrir það var fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í Danmörku árið 2015, rúmum 20 árum eftir hækkunina, aðeins 24,7 milljónir samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni og átti því enn langt í land með að ná sama fjölda og fyrir breytinguna. Við Íslendingar berum okkur gjarnan saman við Norðurlönd þegar þörf er á jákvæðum fyrirmyndum. Það er hins vegar full þörf á því að líta til reynslu nágranna okkar þegar kemur að neikvæðum áhrifum af illa grunduðum aðgerðum ríkisvaldsins, eins og nú er verið að boða í tilfelli ferðaþjónustunnar.Vegið að samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar Það er mikilvægt í þessu sambandi að átta sig á muninum á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir Danmörku annars vegar og Ísland hins vegar. Árið 2015 var ferðaþjónusta aðeins 3,6% af útflutningstekjum Danmerkur á meðan íslensk ferðaþjónusta hefur verið mikilvægasta útflutningsgreinin á Íslandi frá árinu 2014, stærri en bæði sjávarútvegur og álframleiðsla. Hlutfallslega meira mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi sýnir svo ekki verður um villst hve miklu meiri áhætta felst í slíkum neikvæðum áhrifum til langs tíma fyrir Ísland. Rúmlega ellefu prósentustiga hækkun virðisaukaskatts er glapræði sem mun stórskaða samkeppnishæfni ferðaþjónustu á Íslandi til langrar framtíðar og mun ef af verður aldrei skila þeim ávinningi sem til er ætlast. Danska dæmið gæti ekki verið skýrara. Lærum af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir Alþingi áform ríkisstjórnarinnar um rúmlega ellefu prósentustiga hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu ─ úr 11% í 22,5% með viðkomu í 24%. Það er ljóst að slík hækkun mun hafa mjög neikvæðar afleiðingar á samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu fjölda ára fram í tímann. Nægir að líta til reynslu Dana í þeim efnum. Í Danmörku var virðisaukaskattur hækkaður um þrjú prósentustig árið 1992, úr 22% í 25%. Það er vert að ítreka að hækkunin sem nú er lögð til á Íslandi er þrisvar sinnum meiri. Áhrifin á danska ferðaþjónustu létu ekki á sér standa en frá árinu 1992 til ársins 2009 fækkaði erlendum ferðamönnum til Danmerkur jafnt og þétt. Fjöldi gistinátta þeirra í Danmörku við breytinguna var um 27 milljónir en hafði fækkað í 20 milljónir árið 2009. Síðan þá hefur dönsk ferðaþjónusta verið að ná sér hægt á strik.Neikvæðar afleiðingar í rúm 20 ár Það er vert að taka eftir því hér að það tók dönsku ferðaþjónustuna heil 17 ár að ná að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem hófst með hækkun virðisaukaskattsins. En þrátt fyrir það var fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í Danmörku árið 2015, rúmum 20 árum eftir hækkunina, aðeins 24,7 milljónir samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni og átti því enn langt í land með að ná sama fjölda og fyrir breytinguna. Við Íslendingar berum okkur gjarnan saman við Norðurlönd þegar þörf er á jákvæðum fyrirmyndum. Það er hins vegar full þörf á því að líta til reynslu nágranna okkar þegar kemur að neikvæðum áhrifum af illa grunduðum aðgerðum ríkisvaldsins, eins og nú er verið að boða í tilfelli ferðaþjónustunnar.Vegið að samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar Það er mikilvægt í þessu sambandi að átta sig á muninum á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir Danmörku annars vegar og Ísland hins vegar. Árið 2015 var ferðaþjónusta aðeins 3,6% af útflutningstekjum Danmerkur á meðan íslensk ferðaþjónusta hefur verið mikilvægasta útflutningsgreinin á Íslandi frá árinu 2014, stærri en bæði sjávarútvegur og álframleiðsla. Hlutfallslega meira mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi sýnir svo ekki verður um villst hve miklu meiri áhætta felst í slíkum neikvæðum áhrifum til langs tíma fyrir Ísland. Rúmlega ellefu prósentustiga hækkun virðisaukaskatts er glapræði sem mun stórskaða samkeppnishæfni ferðaþjónustu á Íslandi til langrar framtíðar og mun ef af verður aldrei skila þeim ávinningi sem til er ætlast. Danska dæmið gæti ekki verið skýrara. Lærum af því.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar