Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar: Lærum af reynslu Dana Skapti Örn Ólafsson skrifar 25. apríl 2017 15:44 Nú liggja fyrir Alþingi áform ríkisstjórnarinnar um rúmlega ellefu prósentustiga hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu ─ úr 11% í 22,5% með viðkomu í 24%. Það er ljóst að slík hækkun mun hafa mjög neikvæðar afleiðingar á samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu fjölda ára fram í tímann. Nægir að líta til reynslu Dana í þeim efnum. Í Danmörku var virðisaukaskattur hækkaður um þrjú prósentustig árið 1992, úr 22% í 25%. Það er vert að ítreka að hækkunin sem nú er lögð til á Íslandi er þrisvar sinnum meiri. Áhrifin á danska ferðaþjónustu létu ekki á sér standa en frá árinu 1992 til ársins 2009 fækkaði erlendum ferðamönnum til Danmerkur jafnt og þétt. Fjöldi gistinátta þeirra í Danmörku við breytinguna var um 27 milljónir en hafði fækkað í 20 milljónir árið 2009. Síðan þá hefur dönsk ferðaþjónusta verið að ná sér hægt á strik.Neikvæðar afleiðingar í rúm 20 ár Það er vert að taka eftir því hér að það tók dönsku ferðaþjónustuna heil 17 ár að ná að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem hófst með hækkun virðisaukaskattsins. En þrátt fyrir það var fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í Danmörku árið 2015, rúmum 20 árum eftir hækkunina, aðeins 24,7 milljónir samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni og átti því enn langt í land með að ná sama fjölda og fyrir breytinguna. Við Íslendingar berum okkur gjarnan saman við Norðurlönd þegar þörf er á jákvæðum fyrirmyndum. Það er hins vegar full þörf á því að líta til reynslu nágranna okkar þegar kemur að neikvæðum áhrifum af illa grunduðum aðgerðum ríkisvaldsins, eins og nú er verið að boða í tilfelli ferðaþjónustunnar.Vegið að samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar Það er mikilvægt í þessu sambandi að átta sig á muninum á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir Danmörku annars vegar og Ísland hins vegar. Árið 2015 var ferðaþjónusta aðeins 3,6% af útflutningstekjum Danmerkur á meðan íslensk ferðaþjónusta hefur verið mikilvægasta útflutningsgreinin á Íslandi frá árinu 2014, stærri en bæði sjávarútvegur og álframleiðsla. Hlutfallslega meira mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi sýnir svo ekki verður um villst hve miklu meiri áhætta felst í slíkum neikvæðum áhrifum til langs tíma fyrir Ísland. Rúmlega ellefu prósentustiga hækkun virðisaukaskatts er glapræði sem mun stórskaða samkeppnishæfni ferðaþjónustu á Íslandi til langrar framtíðar og mun ef af verður aldrei skila þeim ávinningi sem til er ætlast. Danska dæmið gæti ekki verið skýrara. Lærum af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir Alþingi áform ríkisstjórnarinnar um rúmlega ellefu prósentustiga hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu ─ úr 11% í 22,5% með viðkomu í 24%. Það er ljóst að slík hækkun mun hafa mjög neikvæðar afleiðingar á samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu fjölda ára fram í tímann. Nægir að líta til reynslu Dana í þeim efnum. Í Danmörku var virðisaukaskattur hækkaður um þrjú prósentustig árið 1992, úr 22% í 25%. Það er vert að ítreka að hækkunin sem nú er lögð til á Íslandi er þrisvar sinnum meiri. Áhrifin á danska ferðaþjónustu létu ekki á sér standa en frá árinu 1992 til ársins 2009 fækkaði erlendum ferðamönnum til Danmerkur jafnt og þétt. Fjöldi gistinátta þeirra í Danmörku við breytinguna var um 27 milljónir en hafði fækkað í 20 milljónir árið 2009. Síðan þá hefur dönsk ferðaþjónusta verið að ná sér hægt á strik.Neikvæðar afleiðingar í rúm 20 ár Það er vert að taka eftir því hér að það tók dönsku ferðaþjónustuna heil 17 ár að ná að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem hófst með hækkun virðisaukaskattsins. En þrátt fyrir það var fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í Danmörku árið 2015, rúmum 20 árum eftir hækkunina, aðeins 24,7 milljónir samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni og átti því enn langt í land með að ná sama fjölda og fyrir breytinguna. Við Íslendingar berum okkur gjarnan saman við Norðurlönd þegar þörf er á jákvæðum fyrirmyndum. Það er hins vegar full þörf á því að líta til reynslu nágranna okkar þegar kemur að neikvæðum áhrifum af illa grunduðum aðgerðum ríkisvaldsins, eins og nú er verið að boða í tilfelli ferðaþjónustunnar.Vegið að samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar Það er mikilvægt í þessu sambandi að átta sig á muninum á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir Danmörku annars vegar og Ísland hins vegar. Árið 2015 var ferðaþjónusta aðeins 3,6% af útflutningstekjum Danmerkur á meðan íslensk ferðaþjónusta hefur verið mikilvægasta útflutningsgreinin á Íslandi frá árinu 2014, stærri en bæði sjávarútvegur og álframleiðsla. Hlutfallslega meira mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi sýnir svo ekki verður um villst hve miklu meiri áhætta felst í slíkum neikvæðum áhrifum til langs tíma fyrir Ísland. Rúmlega ellefu prósentustiga hækkun virðisaukaskatts er glapræði sem mun stórskaða samkeppnishæfni ferðaþjónustu á Íslandi til langrar framtíðar og mun ef af verður aldrei skila þeim ávinningi sem til er ætlast. Danska dæmið gæti ekki verið skýrara. Lærum af því.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar