Er nýtt debetkort lottó- vinningur fjársvikarans? Gísli B. Árnason skrifar 1. mars 2017 07:00 Bankinn minn Landsbankinn sendi mér á dögunum nýtt snertilaust debetkort sem á að leysa af hólmi eldri gerð debetkorta. Eftir að hafa kynnt mér virkni þessa nýja korts í samtali við starfsmenn Landsbankans og með því að lesa upplýsingar um það á heimasíðu Landsbankans, er augljóst að verið er að draga verulega úr því öryggi sem eldri debetkortin buðu upp á. Þegar greitt var með eldri debetkortum Landsbankans þurfti korthafi að slá inn lykilnúmer upp á fjórar tölur til að færslan færi í gegn. Í því fólst visst öryggi sem kom í veg fyrir að aðrir en þeir sem vissu lykilnúmerið, gætu verslað út á kortið. Með þessum nýju kortum getur hver sem er greitt allt að kr. 5.000 í hverri færslu með því einungis að leggja kortið upp að posanum og færslan fer í gegn. Af upplýsingum á heimasíðu Landsbankans um þessi nýju kort má ráða að ábyrgðin fyrir snertilausum úttektum sem sviknar eru út af þessu nýja debetkorti liggi hjá korthafanum. Þetta kort er því mikill happafengur, eiginlega lottóvinningur fyrir óprúttna aðila sem svífast einskis til að komast yfir peninga annarra. Í samtali við starfsmann Landsbankans spurði ég hann hvort ekki væri hægt að slökkva á þessum snertilausa möguleika því mér hugnaðist ekki að hægt væri að borga með kortinu án þess að slá inn lykilnúmerið. Svaraði hann að það væri ekki hægt. Eftir að hafa sem rannsóknarlögreglumaður rannsakað fjölmörg sakamál er varða fjársvik út af glötuðum eða stolnum greiðslukortum tel ég nokkuð öruggt að með því að ekki þurfi lengur að slá inn lykilnúmer muni glæpir sem tengjast þessum nýju greiðslukortum aukast til muna. Þá hefur komið í ljós að með hverri færslu út af þessu nýja debetkorti þarf korthafinn að greiða 17 króna þjónustugjald til Landsbankans, sem er töluverð hækkun frá því sem var með eldri debetkortin. Ég hef því ákveðið að taka nýja debetkort Landsbankans ekki í notkun af þeirri einföldu ástæðu að öryggi þess er engan veginn nægjanlegt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Bankinn minn Landsbankinn sendi mér á dögunum nýtt snertilaust debetkort sem á að leysa af hólmi eldri gerð debetkorta. Eftir að hafa kynnt mér virkni þessa nýja korts í samtali við starfsmenn Landsbankans og með því að lesa upplýsingar um það á heimasíðu Landsbankans, er augljóst að verið er að draga verulega úr því öryggi sem eldri debetkortin buðu upp á. Þegar greitt var með eldri debetkortum Landsbankans þurfti korthafi að slá inn lykilnúmer upp á fjórar tölur til að færslan færi í gegn. Í því fólst visst öryggi sem kom í veg fyrir að aðrir en þeir sem vissu lykilnúmerið, gætu verslað út á kortið. Með þessum nýju kortum getur hver sem er greitt allt að kr. 5.000 í hverri færslu með því einungis að leggja kortið upp að posanum og færslan fer í gegn. Af upplýsingum á heimasíðu Landsbankans um þessi nýju kort má ráða að ábyrgðin fyrir snertilausum úttektum sem sviknar eru út af þessu nýja debetkorti liggi hjá korthafanum. Þetta kort er því mikill happafengur, eiginlega lottóvinningur fyrir óprúttna aðila sem svífast einskis til að komast yfir peninga annarra. Í samtali við starfsmann Landsbankans spurði ég hann hvort ekki væri hægt að slökkva á þessum snertilausa möguleika því mér hugnaðist ekki að hægt væri að borga með kortinu án þess að slá inn lykilnúmerið. Svaraði hann að það væri ekki hægt. Eftir að hafa sem rannsóknarlögreglumaður rannsakað fjölmörg sakamál er varða fjársvik út af glötuðum eða stolnum greiðslukortum tel ég nokkuð öruggt að með því að ekki þurfi lengur að slá inn lykilnúmer muni glæpir sem tengjast þessum nýju greiðslukortum aukast til muna. Þá hefur komið í ljós að með hverri færslu út af þessu nýja debetkorti þarf korthafinn að greiða 17 króna þjónustugjald til Landsbankans, sem er töluverð hækkun frá því sem var með eldri debetkortin. Ég hef því ákveðið að taka nýja debetkort Landsbankans ekki í notkun af þeirri einföldu ástæðu að öryggi þess er engan veginn nægjanlegt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar