Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2017 10:23 Í kjölfar #égerekkitabú hafa fjölmargar frásagnir komið fram frá fólki sem hefur verið að glíma við ýmis geðræn vandamál. Þessi herferð gaf fólki kjarkinn og hugrekkið sem það hafði ekki áður til að taka fyrsta skrefið og leita sér hjálpar. Þegar ég var yngri lenti ég í áföllum sem gerðu það að verkum að í dag glími ég við þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. Eðlileg. Það er eiginleiki sem ég hef alltaf viljað hafa. Í hverju þunglyndiskasti hef ég óskað eftir að vera bara eðlileg. Að geta fundið útskýringu afhverju mér líður svona illa. En hvað er að vera eðlilegur? Öll erum við mismunandi og erum mörg að glíma við hluti sem aðrir hafa ekki hugmynd um. Ég hef alltaf leitast eftir þessari útópíu, þar sem ég get verið eins og allir hinir, en ég fatta það meira með hverjum degi að ég er alveg eðlileg. Það er bara svolítið erfitt að sannfæra hugann. Skólaganga mín hefur ekki verið auðveld, ekki frekar en annað í þessu lífi. Ég á enn það erfitt suma daga að ég kemst einfaldlega ekki framúr. Í grunnskóla og framhaldsskóla átti ég mjög erfitt oft á tíðum og var það mjög ábótavant hvernig skólastjórnendur tóku á því. Það virtist enginn trúa mér að ég væri að glíma við geðsjúkdóm, heldur væri ég bara að þykjast til að komast undan því að mæta í skólann. Í framhaldsskóla skilaði ég inn vottorði hverja einustu önn þess efnis að ég væri þunglynd en þrátt fyrir það fékk ég sífellt hótanir um brottrekstur vegna mætingar. Ég hefði aldrei komist svona langt í námi ef ég hefði ekki móður mína og systur að. Þær eru mitt eigið klapplið, það tekur nefnilega rosalega á að vera sífellt sökuð um lygar og ýkjur. Það eina sem ég þráði á þessum árum var að einhver myndi skilja mig og gefa mér það rými sem ég þurfti. Fyrir nokkrum árum, eftir mikla þrjósku og mótþróa af minni hálfu, fór ég í hugræna atferlismeðferð hjá geðdeild Landspítalans. Ég hafði áður verið á lyfjum sem voru einfaldlega ekki að gera nóg fyrir mig þótt þau hjálpuðu mikið. Allan þann tíma sem ég var í meðferð hafði ég hugsað mér að læknirinn myndi segja töfraorðin; “þú ert læknuð!” og líf mitt yrði dans á rósum. Það sem ég komst þó seinna að er sú staðreynd að ég muni líklegast aldrei læknast algjörlega. Ég er orðin sterkari, það er engin spurning, en það koma enn dagar þar sem mann langar bara að gefast upp. Ég er orðin sérfræðingur í að þekkja sjálfa mig og vita hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég veit hver geta mín og takmörk eru, hæfileiki sem ég er stanslaust að vinna í. Sem betur fer gefst ég ekki auðveldlega upp og stefni á að ná langt í mínu lífi. Það væri þó fínt ef þeir sem væru að glíma við geðsjúkdóma þyrftu ekki alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir sínu.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gott aðgengi er ekki kók í gleri Og alls ekki geimvísindi. 28. febrúar 2017 09:58 Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar #égerekkitabú hafa fjölmargar frásagnir komið fram frá fólki sem hefur verið að glíma við ýmis geðræn vandamál. Þessi herferð gaf fólki kjarkinn og hugrekkið sem það hafði ekki áður til að taka fyrsta skrefið og leita sér hjálpar. Þegar ég var yngri lenti ég í áföllum sem gerðu það að verkum að í dag glími ég við þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. Eðlileg. Það er eiginleiki sem ég hef alltaf viljað hafa. Í hverju þunglyndiskasti hef ég óskað eftir að vera bara eðlileg. Að geta fundið útskýringu afhverju mér líður svona illa. En hvað er að vera eðlilegur? Öll erum við mismunandi og erum mörg að glíma við hluti sem aðrir hafa ekki hugmynd um. Ég hef alltaf leitast eftir þessari útópíu, þar sem ég get verið eins og allir hinir, en ég fatta það meira með hverjum degi að ég er alveg eðlileg. Það er bara svolítið erfitt að sannfæra hugann. Skólaganga mín hefur ekki verið auðveld, ekki frekar en annað í þessu lífi. Ég á enn það erfitt suma daga að ég kemst einfaldlega ekki framúr. Í grunnskóla og framhaldsskóla átti ég mjög erfitt oft á tíðum og var það mjög ábótavant hvernig skólastjórnendur tóku á því. Það virtist enginn trúa mér að ég væri að glíma við geðsjúkdóm, heldur væri ég bara að þykjast til að komast undan því að mæta í skólann. Í framhaldsskóla skilaði ég inn vottorði hverja einustu önn þess efnis að ég væri þunglynd en þrátt fyrir það fékk ég sífellt hótanir um brottrekstur vegna mætingar. Ég hefði aldrei komist svona langt í námi ef ég hefði ekki móður mína og systur að. Þær eru mitt eigið klapplið, það tekur nefnilega rosalega á að vera sífellt sökuð um lygar og ýkjur. Það eina sem ég þráði á þessum árum var að einhver myndi skilja mig og gefa mér það rými sem ég þurfti. Fyrir nokkrum árum, eftir mikla þrjósku og mótþróa af minni hálfu, fór ég í hugræna atferlismeðferð hjá geðdeild Landspítalans. Ég hafði áður verið á lyfjum sem voru einfaldlega ekki að gera nóg fyrir mig þótt þau hjálpuðu mikið. Allan þann tíma sem ég var í meðferð hafði ég hugsað mér að læknirinn myndi segja töfraorðin; “þú ert læknuð!” og líf mitt yrði dans á rósum. Það sem ég komst þó seinna að er sú staðreynd að ég muni líklegast aldrei læknast algjörlega. Ég er orðin sterkari, það er engin spurning, en það koma enn dagar þar sem mann langar bara að gefast upp. Ég er orðin sérfræðingur í að þekkja sjálfa mig og vita hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég veit hver geta mín og takmörk eru, hæfileiki sem ég er stanslaust að vinna í. Sem betur fer gefst ég ekki auðveldlega upp og stefni á að ná langt í mínu lífi. Það væri þó fínt ef þeir sem væru að glíma við geðsjúkdóma þyrftu ekki alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir sínu.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér.
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar