Þið eruð ekki velkomnar Anna Tara Andrésdóttir skrifar 15. júní 2017 10:30 Tilefni þessara skrifa er grein Katrínar Helgu Andrésdóttur og gagnrýni sem hún hlaut í fésbókarstatus Loga Pedro Stefánssonar. Greinin fjallar um stöðu kvenna í hiphop-tónlistarsenunni á Íslandi. Logi Pedro sagði greinina vera fordómafulla fyrir rapptónlist og menningarheiminum sem hún sprettur úr. Ég er í Reykjavíkurdætrum. Hins vegar tala ég ekki fyrir hönd hljómsveitarinnar eða upplifun hinna dætranna. Ég ætla aðeins að tala út frá minni upplifun í þessum pistli. Það sem ég hef lært er að hip hop hefur meiri dýpt en mig hefði grunað, bæði menningin og hæfni í textagerð og tónsmíðum. Erlent hip hop hefur lengi verið gagnrýnt fyrir að bera ekki nægilega virðingu fyrir konum. Ég velti fyrir mér hvort það sé einmitt það sem má einnig gagnrýna íslenskt hip hop fyrir.Reykjavíkurdætur hafa fundið fyrir þessu mótlæti með ýmsum hætti. Þá má benda á kommentakerfi, „beefið“ milli Reykjavíkurdætra og Emmsjé Gauta þar sem Gauti sagði í tísti að Reykjavíkurdætur væru feit pæling sem gengi ekki upp. Þegar þær hafa farið í samstarf við vinsæla karlkyns taktsmiði hafa þeir fundið fyrir mótlæti innan senunnar. Það kristallast í þessu það þarf kjark og styrk til að styðja Reykjavíkurdætur. Skilaboðin voru skýr: þið eruð ekki velkomnar. Margir í íslensku hiphop-senunni eru kunningjar mínir og mér líkar vel við þá. Ég trúi því að þeir vilji vel og mér finnst feminísk hugsun þeirra hafa aukist. Með skrifum mínum vil ég hvetja þá til að halda áfram að bæta sig því ég tel þá hafa gert það hingað til. Vangaveltur Loga um virðingarstatus hip hopps hérlendis og erlendis eiga rétt á sér. Ég vil ekki leggja honum orð í munn og get því ekki fullyrt hver meining hans var. Ég get aðeins fjallað um áhrifin sem ég tel skrifin mögulega hafa haft. Mín upplifun er að hann hafi getað lokað á feminíska umræðu með nokkuð klókum hætti. Ég efa að það hafi verið ætlun hans en ég hef áhyggjur af því að áhrif skrifanna séu þau að þaggað sé í minnihlutahópi með öðrum minnihlutahópi. Mér þykir þó erfitt að fara út í slíka umræðu þar sem ég tilheyri aðeins öðrum hópnum og get því í raun aldrei fyllilega skilið nema annan hópinn. Hins vegar ber mér skylda til að skoða mín eigin forréttindi og mun því gera mitt besta í þessum vangaveltum. Erlent hip hop spratt upp úr menningu svartra karlmanna og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum. En hvar stendur íslenskt hip hop sem samanstendur aðallega af hvítum karlmönnum? Nú þarf ég að vanda mig að gerast ekki sek um það sama, það er að þagga í minnihlutahópi sem ég tilheyri ekki og á margt ólært um. Óskandi væri að þessir tveir minnihlutahópar konur og kynþáttur gætu unnið saman í stað þess að vinna gegn hvor öðrum. Eitt er víst að ég myndi bera meiri virðingu fyrir hiphopsenunni ef það væri meira rými fyrir kvenmenn í henni.Höfundur er listamaður og meðlimur Reykjavíkurdætra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er grein Katrínar Helgu Andrésdóttur og gagnrýni sem hún hlaut í fésbókarstatus Loga Pedro Stefánssonar. Greinin fjallar um stöðu kvenna í hiphop-tónlistarsenunni á Íslandi. Logi Pedro sagði greinina vera fordómafulla fyrir rapptónlist og menningarheiminum sem hún sprettur úr. Ég er í Reykjavíkurdætrum. Hins vegar tala ég ekki fyrir hönd hljómsveitarinnar eða upplifun hinna dætranna. Ég ætla aðeins að tala út frá minni upplifun í þessum pistli. Það sem ég hef lært er að hip hop hefur meiri dýpt en mig hefði grunað, bæði menningin og hæfni í textagerð og tónsmíðum. Erlent hip hop hefur lengi verið gagnrýnt fyrir að bera ekki nægilega virðingu fyrir konum. Ég velti fyrir mér hvort það sé einmitt það sem má einnig gagnrýna íslenskt hip hop fyrir.Reykjavíkurdætur hafa fundið fyrir þessu mótlæti með ýmsum hætti. Þá má benda á kommentakerfi, „beefið“ milli Reykjavíkurdætra og Emmsjé Gauta þar sem Gauti sagði í tísti að Reykjavíkurdætur væru feit pæling sem gengi ekki upp. Þegar þær hafa farið í samstarf við vinsæla karlkyns taktsmiði hafa þeir fundið fyrir mótlæti innan senunnar. Það kristallast í þessu það þarf kjark og styrk til að styðja Reykjavíkurdætur. Skilaboðin voru skýr: þið eruð ekki velkomnar. Margir í íslensku hiphop-senunni eru kunningjar mínir og mér líkar vel við þá. Ég trúi því að þeir vilji vel og mér finnst feminísk hugsun þeirra hafa aukist. Með skrifum mínum vil ég hvetja þá til að halda áfram að bæta sig því ég tel þá hafa gert það hingað til. Vangaveltur Loga um virðingarstatus hip hopps hérlendis og erlendis eiga rétt á sér. Ég vil ekki leggja honum orð í munn og get því ekki fullyrt hver meining hans var. Ég get aðeins fjallað um áhrifin sem ég tel skrifin mögulega hafa haft. Mín upplifun er að hann hafi getað lokað á feminíska umræðu með nokkuð klókum hætti. Ég efa að það hafi verið ætlun hans en ég hef áhyggjur af því að áhrif skrifanna séu þau að þaggað sé í minnihlutahópi með öðrum minnihlutahópi. Mér þykir þó erfitt að fara út í slíka umræðu þar sem ég tilheyri aðeins öðrum hópnum og get því í raun aldrei fyllilega skilið nema annan hópinn. Hins vegar ber mér skylda til að skoða mín eigin forréttindi og mun því gera mitt besta í þessum vangaveltum. Erlent hip hop spratt upp úr menningu svartra karlmanna og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum. En hvar stendur íslenskt hip hop sem samanstendur aðallega af hvítum karlmönnum? Nú þarf ég að vanda mig að gerast ekki sek um það sama, það er að þagga í minnihlutahópi sem ég tilheyri ekki og á margt ólært um. Óskandi væri að þessir tveir minnihlutahópar konur og kynþáttur gætu unnið saman í stað þess að vinna gegn hvor öðrum. Eitt er víst að ég myndi bera meiri virðingu fyrir hiphopsenunni ef það væri meira rými fyrir kvenmenn í henni.Höfundur er listamaður og meðlimur Reykjavíkurdætra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar