Þið eruð ekki velkomnar Anna Tara Andrésdóttir skrifar 15. júní 2017 10:30 Tilefni þessara skrifa er grein Katrínar Helgu Andrésdóttur og gagnrýni sem hún hlaut í fésbókarstatus Loga Pedro Stefánssonar. Greinin fjallar um stöðu kvenna í hiphop-tónlistarsenunni á Íslandi. Logi Pedro sagði greinina vera fordómafulla fyrir rapptónlist og menningarheiminum sem hún sprettur úr. Ég er í Reykjavíkurdætrum. Hins vegar tala ég ekki fyrir hönd hljómsveitarinnar eða upplifun hinna dætranna. Ég ætla aðeins að tala út frá minni upplifun í þessum pistli. Það sem ég hef lært er að hip hop hefur meiri dýpt en mig hefði grunað, bæði menningin og hæfni í textagerð og tónsmíðum. Erlent hip hop hefur lengi verið gagnrýnt fyrir að bera ekki nægilega virðingu fyrir konum. Ég velti fyrir mér hvort það sé einmitt það sem má einnig gagnrýna íslenskt hip hop fyrir.Reykjavíkurdætur hafa fundið fyrir þessu mótlæti með ýmsum hætti. Þá má benda á kommentakerfi, „beefið“ milli Reykjavíkurdætra og Emmsjé Gauta þar sem Gauti sagði í tísti að Reykjavíkurdætur væru feit pæling sem gengi ekki upp. Þegar þær hafa farið í samstarf við vinsæla karlkyns taktsmiði hafa þeir fundið fyrir mótlæti innan senunnar. Það kristallast í þessu það þarf kjark og styrk til að styðja Reykjavíkurdætur. Skilaboðin voru skýr: þið eruð ekki velkomnar. Margir í íslensku hiphop-senunni eru kunningjar mínir og mér líkar vel við þá. Ég trúi því að þeir vilji vel og mér finnst feminísk hugsun þeirra hafa aukist. Með skrifum mínum vil ég hvetja þá til að halda áfram að bæta sig því ég tel þá hafa gert það hingað til. Vangaveltur Loga um virðingarstatus hip hopps hérlendis og erlendis eiga rétt á sér. Ég vil ekki leggja honum orð í munn og get því ekki fullyrt hver meining hans var. Ég get aðeins fjallað um áhrifin sem ég tel skrifin mögulega hafa haft. Mín upplifun er að hann hafi getað lokað á feminíska umræðu með nokkuð klókum hætti. Ég efa að það hafi verið ætlun hans en ég hef áhyggjur af því að áhrif skrifanna séu þau að þaggað sé í minnihlutahópi með öðrum minnihlutahópi. Mér þykir þó erfitt að fara út í slíka umræðu þar sem ég tilheyri aðeins öðrum hópnum og get því í raun aldrei fyllilega skilið nema annan hópinn. Hins vegar ber mér skylda til að skoða mín eigin forréttindi og mun því gera mitt besta í þessum vangaveltum. Erlent hip hop spratt upp úr menningu svartra karlmanna og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum. En hvar stendur íslenskt hip hop sem samanstendur aðallega af hvítum karlmönnum? Nú þarf ég að vanda mig að gerast ekki sek um það sama, það er að þagga í minnihlutahópi sem ég tilheyri ekki og á margt ólært um. Óskandi væri að þessir tveir minnihlutahópar konur og kynþáttur gætu unnið saman í stað þess að vinna gegn hvor öðrum. Eitt er víst að ég myndi bera meiri virðingu fyrir hiphopsenunni ef það væri meira rými fyrir kvenmenn í henni.Höfundur er listamaður og meðlimur Reykjavíkurdætra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er grein Katrínar Helgu Andrésdóttur og gagnrýni sem hún hlaut í fésbókarstatus Loga Pedro Stefánssonar. Greinin fjallar um stöðu kvenna í hiphop-tónlistarsenunni á Íslandi. Logi Pedro sagði greinina vera fordómafulla fyrir rapptónlist og menningarheiminum sem hún sprettur úr. Ég er í Reykjavíkurdætrum. Hins vegar tala ég ekki fyrir hönd hljómsveitarinnar eða upplifun hinna dætranna. Ég ætla aðeins að tala út frá minni upplifun í þessum pistli. Það sem ég hef lært er að hip hop hefur meiri dýpt en mig hefði grunað, bæði menningin og hæfni í textagerð og tónsmíðum. Erlent hip hop hefur lengi verið gagnrýnt fyrir að bera ekki nægilega virðingu fyrir konum. Ég velti fyrir mér hvort það sé einmitt það sem má einnig gagnrýna íslenskt hip hop fyrir.Reykjavíkurdætur hafa fundið fyrir þessu mótlæti með ýmsum hætti. Þá má benda á kommentakerfi, „beefið“ milli Reykjavíkurdætra og Emmsjé Gauta þar sem Gauti sagði í tísti að Reykjavíkurdætur væru feit pæling sem gengi ekki upp. Þegar þær hafa farið í samstarf við vinsæla karlkyns taktsmiði hafa þeir fundið fyrir mótlæti innan senunnar. Það kristallast í þessu það þarf kjark og styrk til að styðja Reykjavíkurdætur. Skilaboðin voru skýr: þið eruð ekki velkomnar. Margir í íslensku hiphop-senunni eru kunningjar mínir og mér líkar vel við þá. Ég trúi því að þeir vilji vel og mér finnst feminísk hugsun þeirra hafa aukist. Með skrifum mínum vil ég hvetja þá til að halda áfram að bæta sig því ég tel þá hafa gert það hingað til. Vangaveltur Loga um virðingarstatus hip hopps hérlendis og erlendis eiga rétt á sér. Ég vil ekki leggja honum orð í munn og get því ekki fullyrt hver meining hans var. Ég get aðeins fjallað um áhrifin sem ég tel skrifin mögulega hafa haft. Mín upplifun er að hann hafi getað lokað á feminíska umræðu með nokkuð klókum hætti. Ég efa að það hafi verið ætlun hans en ég hef áhyggjur af því að áhrif skrifanna séu þau að þaggað sé í minnihlutahópi með öðrum minnihlutahópi. Mér þykir þó erfitt að fara út í slíka umræðu þar sem ég tilheyri aðeins öðrum hópnum og get því í raun aldrei fyllilega skilið nema annan hópinn. Hins vegar ber mér skylda til að skoða mín eigin forréttindi og mun því gera mitt besta í þessum vangaveltum. Erlent hip hop spratt upp úr menningu svartra karlmanna og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum. En hvar stendur íslenskt hip hop sem samanstendur aðallega af hvítum karlmönnum? Nú þarf ég að vanda mig að gerast ekki sek um það sama, það er að þagga í minnihlutahópi sem ég tilheyri ekki og á margt ólært um. Óskandi væri að þessir tveir minnihlutahópar konur og kynþáttur gætu unnið saman í stað þess að vinna gegn hvor öðrum. Eitt er víst að ég myndi bera meiri virðingu fyrir hiphopsenunni ef það væri meira rými fyrir kvenmenn í henni.Höfundur er listamaður og meðlimur Reykjavíkurdætra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar