1.500 heimilislæknar í Hörpu Þórarinn Ingólfsson skrifar 15. júní 2017 09:30 Heilbrigðiskerfi heimsins standa frammi fyrir miklum áskorunum og eru ekki að uppfylla væntingar almennings. Það gætir óþolinmæði hjá almenningi þegar heilbrigðisþjónustan nær ekki markmiðum sínum. Flestir eru sammála um að heilbrigðiskerfin þurfi að bregðast við þessum áskorunum hraðar og betur. Alþjóðlegum heilbrigðisyfirvöldum og í nágrannaríkjum okkar er mönnum orðið ljóst á síðustu árum að það er heilsugæslan sem á áhrifaríkastan hátt getur svarað þessum áskorunum. Heilsugæslan annast fólk og læknar það, færir því hvatningu og hughreystir það og eflir á öruggan og árangursríkan hátt. Heilsugæslan veitir sína þjónustu á ytri mörkum heilbrigðiskerfisins og er tengiliður þess við ýmsa þjónustu, sjúkrahús og sérfræðinga. Heilsugæslan flokkar ekki fólk eftir sjúkdómsgreiningum, kyni eða aldri, allir eru velkomnir alltaf og það er réttur fólks að aðgangur að heilsugæslu sé óhindraður. Þetta er það sem liggur að baki þegar gerð er krafa um að heilsugæslan eigi að vera „fyrsti viðkomustaðurinn“. Heimilislæknar hafa verið í fararbroddi þeirra lækna sem benda á að lausnir á áskorunum þeim sem við blasa á 21. öldinni felist ekki í nýrri tækni, fjarlækningum, nýjum „öppum“, eða straumlínulækningum. Hefja þarf til vegs og virðingar nálægð læknisins og annars vel þjálfaðs heilbrigðisstarfsfólks við sjúklingana. Forðast ber oflækningar og ofgreiningar hvers konar. Í framlínunni verður aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki með mikla færni í sjúkdómsgreiningu að vera gott og skilningur á mikilvægi þess vanda sem fólk glímir við og hver viðeigandi úrræði eru. Fyrsta skylda læknisins er að valda ekki skaða í viðleitni sinni til að hjálpa. Þema ráðstefnunnar er „from the core“, eða frá hjarta læknisfræðinnar, þar sem læknisviðtalið og færni læknisins og traust til hans er nýtt til heilsueflingar og forvarna og til að bregðast við þegar heilsuvandi knýr dyra. Til þess að finna bestu lausnirnar fyrir hvern og einn verður að vera til staðar traust og þekking og gott aðgengi að heilsugæslu. Nú stendur yfir í Hörpu ein stærsta læknaráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi. Um er að ræða norrænt þing heimilislækna sem haldið er annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin 5 á að halda þingið. Íslenskir heimilislæknar hafa undirbúið ráðstefnuna nú og hafa veg og vanda af og er um met aðsókn að ræða. 1.450 heimilislæknar frá 27 mismunandi löndum hafa skráð sig til að skiptast á skoðunum og ráða ráðum sínum um framtíð heimilislækninga og heilsugæslu. Óhætt er að fullyrða að Norðurlöndunum hefur tekist vel að þróa heilsugæslu grunnstoð heilbrigðiskerfa sinna og horfa önnur lönd í Evrópu og víðar til Norðurlanda. Áfram heilsugæslan! Höfundur er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi heimsins standa frammi fyrir miklum áskorunum og eru ekki að uppfylla væntingar almennings. Það gætir óþolinmæði hjá almenningi þegar heilbrigðisþjónustan nær ekki markmiðum sínum. Flestir eru sammála um að heilbrigðiskerfin þurfi að bregðast við þessum áskorunum hraðar og betur. Alþjóðlegum heilbrigðisyfirvöldum og í nágrannaríkjum okkar er mönnum orðið ljóst á síðustu árum að það er heilsugæslan sem á áhrifaríkastan hátt getur svarað þessum áskorunum. Heilsugæslan annast fólk og læknar það, færir því hvatningu og hughreystir það og eflir á öruggan og árangursríkan hátt. Heilsugæslan veitir sína þjónustu á ytri mörkum heilbrigðiskerfisins og er tengiliður þess við ýmsa þjónustu, sjúkrahús og sérfræðinga. Heilsugæslan flokkar ekki fólk eftir sjúkdómsgreiningum, kyni eða aldri, allir eru velkomnir alltaf og það er réttur fólks að aðgangur að heilsugæslu sé óhindraður. Þetta er það sem liggur að baki þegar gerð er krafa um að heilsugæslan eigi að vera „fyrsti viðkomustaðurinn“. Heimilislæknar hafa verið í fararbroddi þeirra lækna sem benda á að lausnir á áskorunum þeim sem við blasa á 21. öldinni felist ekki í nýrri tækni, fjarlækningum, nýjum „öppum“, eða straumlínulækningum. Hefja þarf til vegs og virðingar nálægð læknisins og annars vel þjálfaðs heilbrigðisstarfsfólks við sjúklingana. Forðast ber oflækningar og ofgreiningar hvers konar. Í framlínunni verður aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki með mikla færni í sjúkdómsgreiningu að vera gott og skilningur á mikilvægi þess vanda sem fólk glímir við og hver viðeigandi úrræði eru. Fyrsta skylda læknisins er að valda ekki skaða í viðleitni sinni til að hjálpa. Þema ráðstefnunnar er „from the core“, eða frá hjarta læknisfræðinnar, þar sem læknisviðtalið og færni læknisins og traust til hans er nýtt til heilsueflingar og forvarna og til að bregðast við þegar heilsuvandi knýr dyra. Til þess að finna bestu lausnirnar fyrir hvern og einn verður að vera til staðar traust og þekking og gott aðgengi að heilsugæslu. Nú stendur yfir í Hörpu ein stærsta læknaráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi. Um er að ræða norrænt þing heimilislækna sem haldið er annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin 5 á að halda þingið. Íslenskir heimilislæknar hafa undirbúið ráðstefnuna nú og hafa veg og vanda af og er um met aðsókn að ræða. 1.450 heimilislæknar frá 27 mismunandi löndum hafa skráð sig til að skiptast á skoðunum og ráða ráðum sínum um framtíð heimilislækninga og heilsugæslu. Óhætt er að fullyrða að Norðurlöndunum hefur tekist vel að þróa heilsugæslu grunnstoð heilbrigðiskerfa sinna og horfa önnur lönd í Evrópu og víðar til Norðurlanda. Áfram heilsugæslan! Höfundur er formaður Félags íslenskra heimilislækna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar