Hljómvangur: Merkileg tímamót Þorleifur Hauksson skrifar 15. júní 2017 09:30 Foreldrar flytja heim frá Svíþjóð sumarið 1990 með þrjú börn. Miðbarnið er 8 ára drengur með Downs heilkenni. Hann er líkamlega og félagslega vel á sig kominn, glaður, tilfinninganæmur, félagslyndur, en skortir mál til að gera sig skiljanlegan öðrum en þeim sem þekkja hann náið. Við taka ófyrirséðir erfiðleikar við að tryggja þessu barni viðunandi þjónustu. Ekkert gerist af sjálfu sér, fyrir öllu þarf að berjast. Þetta var fyrir tíma „skóla án aðgreiningar“, en jafnvel Öskjuhlíðarskóli skellti hurðum á þennan dreng af því hann þótti ekki hafa nógu háa greindarvísitölu. Hann hafði mikla unun af því að hlusta á tónlist, og einhvern veginn fengu foreldrarnir veður af því að nýlega hefði verið stofnaður tónlistarskóli þar sem fólk með fötlun fengi inngöngu, Tónstofa Valgerðar. Þar var nokkur biðlisti, en þegar að okkar manni kom var honum tekið opnum örmum. Þarna var hann við nám næstu tvo áratugi, allt til síns hinsta dags. Valgerður Jónsdóttir hafði stofnað Tónstofuna nokkrum árum áður. Hún var til húsa í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni í tveimur kennslustofum þar sem geymt var fjölbreytt safn hljóðfæra sem börnin fengu að spreyta sig á. Það var algert ævintýri að ganga inn í þennan skóla, ekki síst vegna þess umvefjandi kærleika og gleði sem einkenndi allt skólastarfið. Valgerður var eini kennarinn á þessum árum, hámenntuð í tónlist, tónlistarsérkennslu og músíkmeðferð. Alúð hennar og þolinmæði var einstök og líka hvernig henni tókst að aðlaga námið hverjum einstökum nemanda á hans eigin forsendum. Haldnir voru árlegir nemendatónleikar, bæði á vetri og vori og ótrúlegt var að fylgjast með þeim framförum sem nemendurnir tóku og þeim hæfileikum sem tónlistin leysti úr læðingi.Stór áfangi Stór áfangi í starfinu var stofnun Bjöllukórs Tónstofunnar, sem nú hefur starfað óslitið í tuttugu ár. Það hefur ekki síst verið mikil ánægja að fylgjast með þeim mikla og merkilega árangri sem hann hefur náð og þeirri samheldni og gleði sem einkennir hópinn. Bjöllukórinn hefur komið víða fram, gefið út ákaflega fallegan disk, Hljómfang, og bæði hann og Tónstofan hafa hlotið fjölmargar viðurkenningar. Segja má að Bjöllukórinn sé sýnilegasti afrakstur Tónstofunnar, en hann er aðeins einn angi af því fjölbreytta ræktunarstarfi sem þar fer fram. Í Tónstofu Valgerðar fékk nemandinn sem getið var í upphafi útrás fyrir hæfileika og sköpunarkraft sem hvergi annars staðar hefði verið farvegur fyrir. Hann varð hluti af stórri heild, félagsleg einangrun var að nokkru leyti rofin, og hann kom fram á tónleikum og sló rækilega í gegn, bæði einn og í Bjöllukórnum. Og ekki síst fékk hann að njóta alhliða tónlistarnáms á borð við jafnaldra sína sem ekki var annars staðar í boði. Tónstofa Valgerðar heldur nú upp á 30 ára starfsafmæli sitt, um leið og Bjöllukórinn fagnar sínu tvítugsafmæli. Á þessum þrjátíu árum hefur Tónstofan vaxið og dafnað. Hún nýtur almennrar viðurkenningar og er nú rekin í rúmgóðum húsakynnum í Stórhöfða 23. Þar starfa fjórir kennarar auk dr. Valgerðar skólastjóra, og nemendur eru nú 120. Afmælinu er fagnað með margvíslegu móti, og hafa viðburðir afmælisársins fengið samheitið Hljómvangur. Tónstofan hefur náð ótrúlegum árangri á þeim 27 árum sem liðin eru frá því að fjölskyldan kynntist honum fyrst í þágu nemenda sem þarfnast sérstakrar aðstoðar. Höfundur er ritari Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar flytja heim frá Svíþjóð sumarið 1990 með þrjú börn. Miðbarnið er 8 ára drengur með Downs heilkenni. Hann er líkamlega og félagslega vel á sig kominn, glaður, tilfinninganæmur, félagslyndur, en skortir mál til að gera sig skiljanlegan öðrum en þeim sem þekkja hann náið. Við taka ófyrirséðir erfiðleikar við að tryggja þessu barni viðunandi þjónustu. Ekkert gerist af sjálfu sér, fyrir öllu þarf að berjast. Þetta var fyrir tíma „skóla án aðgreiningar“, en jafnvel Öskjuhlíðarskóli skellti hurðum á þennan dreng af því hann þótti ekki hafa nógu háa greindarvísitölu. Hann hafði mikla unun af því að hlusta á tónlist, og einhvern veginn fengu foreldrarnir veður af því að nýlega hefði verið stofnaður tónlistarskóli þar sem fólk með fötlun fengi inngöngu, Tónstofa Valgerðar. Þar var nokkur biðlisti, en þegar að okkar manni kom var honum tekið opnum örmum. Þarna var hann við nám næstu tvo áratugi, allt til síns hinsta dags. Valgerður Jónsdóttir hafði stofnað Tónstofuna nokkrum árum áður. Hún var til húsa í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni í tveimur kennslustofum þar sem geymt var fjölbreytt safn hljóðfæra sem börnin fengu að spreyta sig á. Það var algert ævintýri að ganga inn í þennan skóla, ekki síst vegna þess umvefjandi kærleika og gleði sem einkenndi allt skólastarfið. Valgerður var eini kennarinn á þessum árum, hámenntuð í tónlist, tónlistarsérkennslu og músíkmeðferð. Alúð hennar og þolinmæði var einstök og líka hvernig henni tókst að aðlaga námið hverjum einstökum nemanda á hans eigin forsendum. Haldnir voru árlegir nemendatónleikar, bæði á vetri og vori og ótrúlegt var að fylgjast með þeim framförum sem nemendurnir tóku og þeim hæfileikum sem tónlistin leysti úr læðingi.Stór áfangi Stór áfangi í starfinu var stofnun Bjöllukórs Tónstofunnar, sem nú hefur starfað óslitið í tuttugu ár. Það hefur ekki síst verið mikil ánægja að fylgjast með þeim mikla og merkilega árangri sem hann hefur náð og þeirri samheldni og gleði sem einkennir hópinn. Bjöllukórinn hefur komið víða fram, gefið út ákaflega fallegan disk, Hljómfang, og bæði hann og Tónstofan hafa hlotið fjölmargar viðurkenningar. Segja má að Bjöllukórinn sé sýnilegasti afrakstur Tónstofunnar, en hann er aðeins einn angi af því fjölbreytta ræktunarstarfi sem þar fer fram. Í Tónstofu Valgerðar fékk nemandinn sem getið var í upphafi útrás fyrir hæfileika og sköpunarkraft sem hvergi annars staðar hefði verið farvegur fyrir. Hann varð hluti af stórri heild, félagsleg einangrun var að nokkru leyti rofin, og hann kom fram á tónleikum og sló rækilega í gegn, bæði einn og í Bjöllukórnum. Og ekki síst fékk hann að njóta alhliða tónlistarnáms á borð við jafnaldra sína sem ekki var annars staðar í boði. Tónstofa Valgerðar heldur nú upp á 30 ára starfsafmæli sitt, um leið og Bjöllukórinn fagnar sínu tvítugsafmæli. Á þessum þrjátíu árum hefur Tónstofan vaxið og dafnað. Hún nýtur almennrar viðurkenningar og er nú rekin í rúmgóðum húsakynnum í Stórhöfða 23. Þar starfa fjórir kennarar auk dr. Valgerðar skólastjóra, og nemendur eru nú 120. Afmælinu er fagnað með margvíslegu móti, og hafa viðburðir afmælisársins fengið samheitið Hljómvangur. Tónstofan hefur náð ótrúlegum árangri á þeim 27 árum sem liðin eru frá því að fjölskyldan kynntist honum fyrst í þágu nemenda sem þarfnast sérstakrar aðstoðar. Höfundur er ritari Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun