Seinni bylgjan: Gísli væri ekki að fara til Kiel án FH Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2017 16:45 Eins og greint var frá í síðustu viku fær FH ekkert fyrir Gísla Þorgeir Kristjánsson sem ákvað að semja við þýska stórliðið Kiel. Hann gengur til liðs við félagið í sumar, eftir að samningur hans við FH rennur út. FH-ingar geta sótt um uppeldisbætur til EHF fyrir Gísla Þorgeir en eins og Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður, ræddi í Akraborginni á X-inu þýðir lítið fyrir FH-inga að kvarta ef ekki hafi verið tekið á þessum málum í samningi hans. Sjá einnig: Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Gísli Þorgeir átti góðan leik fyrir FH þegar að liðið vann Aftureldingu á mánudag en eins og greint var frá í síðustu viku þá er hann á leiðinni til Kiel í sumar. Landsliðsmaðurinn ungi fer þó frítt til Þýskalands þar sem samningur hans við FH rennur út í sumar. Mál hans voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið. „Samningar eru samningar,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Kannski höfðu þeir feðgar upplýsingar [Kristján Arason og Gísli Þorgeir] um það að Kiel myndi ekki borga fyrir hann og velt fyrir sér stöðunni.“Sebastian segist hafa viljað sjá að FH fengi eitthvað fyrir piltinn. Gunnar Berg Viktorsson tók undir þetta. „Þetta er lenska í handbolta. Ef þú átt möguleika á að komast í stórlið þá lætur þú ekkert stoppa þig. Þetta snýst allt um það,“ sagði Gunnar Berg. „En við óskum honum auðvitað til hamingju með þennan samning. En það gæti þurft að breyta þessum hugsunarhætti, að láta uppeldisfélagið fá smá pening fyrir að vera búnir að leggja allt sitt í þetta. Í félögunum eru fólk sem er að berjast á hverjum degi í því að safna peningum.“ Sebastian segir að það sé hægt að líta á þetta frá sjónarhorni beggja aðila. „Gísli vildi komast til Kiel og það er frábært að það tókst. En hann væri ekki að fara til Kiel ef ekki væri fyrir FH. Það sama á við um alla þá leikmenn sem eru að fara út.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Eins og greint var frá í síðustu viku fær FH ekkert fyrir Gísla Þorgeir Kristjánsson sem ákvað að semja við þýska stórliðið Kiel. Hann gengur til liðs við félagið í sumar, eftir að samningur hans við FH rennur út. FH-ingar geta sótt um uppeldisbætur til EHF fyrir Gísla Þorgeir en eins og Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður, ræddi í Akraborginni á X-inu þýðir lítið fyrir FH-inga að kvarta ef ekki hafi verið tekið á þessum málum í samningi hans. Sjá einnig: Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Gísli Þorgeir átti góðan leik fyrir FH þegar að liðið vann Aftureldingu á mánudag en eins og greint var frá í síðustu viku þá er hann á leiðinni til Kiel í sumar. Landsliðsmaðurinn ungi fer þó frítt til Þýskalands þar sem samningur hans við FH rennur út í sumar. Mál hans voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið. „Samningar eru samningar,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Kannski höfðu þeir feðgar upplýsingar [Kristján Arason og Gísli Þorgeir] um það að Kiel myndi ekki borga fyrir hann og velt fyrir sér stöðunni.“Sebastian segist hafa viljað sjá að FH fengi eitthvað fyrir piltinn. Gunnar Berg Viktorsson tók undir þetta. „Þetta er lenska í handbolta. Ef þú átt möguleika á að komast í stórlið þá lætur þú ekkert stoppa þig. Þetta snýst allt um það,“ sagði Gunnar Berg. „En við óskum honum auðvitað til hamingju með þennan samning. En það gæti þurft að breyta þessum hugsunarhætti, að láta uppeldisfélagið fá smá pening fyrir að vera búnir að leggja allt sitt í þetta. Í félögunum eru fólk sem er að berjast á hverjum degi í því að safna peningum.“ Sebastian segir að það sé hægt að líta á þetta frá sjónarhorni beggja aðila. „Gísli vildi komast til Kiel og það er frábært að það tókst. En hann væri ekki að fara til Kiel ef ekki væri fyrir FH. Það sama á við um alla þá leikmenn sem eru að fara út.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15
FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni