Haukar unnu öruggan sigur á Akeyri 34-20 á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Haukar voru 18-9 yfir í hálfleik.
Haukar lögðu grunninn að sigrinum með því að skora sjö síðustu mörk fyrri hálfleiks og varð leikurinn aldrei spennandi í seinni hálfleik.
Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 33 stig, fjórum meira en FH og ÍBV sem eiga leik til góða.
Akureyri er í neðsta sæti deildarinnar með 17 stig þegar liðið á aðeins þrjá leiki eftir í deildinni.
Adam Haukur Baumruk var markahæstur fyrir Hauka með 7 mörk en 12 leikmenn skoruðu fyrir Íslandsmeistarana. Brynjar Hólm Grétarsson skoraði 6 mörk fyrir Akureyri.
Upplýsingar um markaskor og gang leiksins voru fengnar af mbl.is.
Öruggur sigur Hauka á botnliðinu
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn



Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn
