Ekki vera nasisti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 2. maí 2017 11:25 Að bera fólk sem berst gegn hatursorðræðu eða krefst þess að fólk beri ábyrgð á opinberum ummælum sínum við nasista og einræðisherra er að verða að þrálátu stefi þjóðfélagsumræðunni. Fólk sem á opinberum vettvangi lætur út úr sér hatursfull ummæli um hinsegin fólk, hvetur til ofbeldis gegn múslimum eða kennir þolendum stafrænna kynferðisbrota um brotin eru þar talin helstu fórnarlömb fasískra réttlætisriddara. Það að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar án þess að þær séu gagnrýndar eða það séu afleiðingar er augljós skerðing á þeirra tjáningarfrelsi og kröfur um að þau beri ábyrgð, rekin úr vinnu sinni eða séu sótt til saka eru taldir fasískir tilburðir og jafnvel bornir saman við aðferðir þriðja ríksins í seinni heimstyrjöldinni. Það er aukaatriði að það sé hluti af tjáningarfrelsi að gagnrýna opinber ummæli og kemur þessu augljóslega ekkert við. Fólkið sem vill láta hvað sem er út úr sér án afleiðinga keppist við að gagnrýna fólkið sem gagnrýnir þau og fer að kvarta undan því að það sé að þeirra rétti vegið. Þeir hópar sem eru þolendur hatursorðræðunnar eða kynferðisofbeldis eiga bara að hafa hljótt og sætta sig við málefnalega og opna umræðu. Öll gagnrýni er kveðin niður með einu orði: tjáningarfrelsi. Öllum er því leyfilegt að tjá sitt hatur, hvetja til hatursaðgerða og ýta undir skaðlegar hugmyndir sem leiða til frekari kúgunar og jaðarsetningar. Þrátt fyrir að það hafi margsinnið sýnt sig að hatursfull orðræða leiði til fordóma, sem leiðir til mismununar, sem leiðir síðar til aðgerða á borð við ofbeldi og útrýmingu heils hóps fólks, þá á fólk að fá að tjá hatur sitt opinberlega án neinna afleiðinga. Útrýmingarbúðir á borð við þær sem eiga sér nú stað í Tjetsjeníu eru þá væntanlega ekki af sökum hatursorðræðu heldur er gjörsamlega ótengt að öllu leyti. Enginn þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og þess sem þau geta leitt til og það er mjög langsótt að telja að hatursorðræða geti leitt til slíks. Tjáningarfrelsið firrar þig ábyrgð. Engar áhyggjur. Ef þú ert í valdastöðu gagnvart hópum fólks í samfélaginu í starfi þínu þá er það alveg í lagi að segja hvað sem þú vilt og búast ekki við neinum afleiðingum. Vegna þess að þú hefur tjáningarfrelsi. Allar kröfur um að það verði hugsanlegar afleiðingar vegna opinberra ummæla sem verja kynferðisafbrotamenn er auðvelt að kveða niður með að bera það saman við nasisma og fasíska tilburði. Fólk sem gagnrýnir slík ummæli eru bara nasistar. Vegna þess að það er fullkomlega samanburðarhæft að fólk í jaðarstöðu krefjist virðingar og réttlætis og að fasísk stjórnvöld sem myrtu 6 milljónir manna í útrýmingarbúðum losi sig við fólk sem gagnrýnir einræðisstefnu þeirra. Ekki krefjast virðingar eða réttlætis. Ekki krefjast þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Ekki vera nasisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Að bera fólk sem berst gegn hatursorðræðu eða krefst þess að fólk beri ábyrgð á opinberum ummælum sínum við nasista og einræðisherra er að verða að þrálátu stefi þjóðfélagsumræðunni. Fólk sem á opinberum vettvangi lætur út úr sér hatursfull ummæli um hinsegin fólk, hvetur til ofbeldis gegn múslimum eða kennir þolendum stafrænna kynferðisbrota um brotin eru þar talin helstu fórnarlömb fasískra réttlætisriddara. Það að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar án þess að þær séu gagnrýndar eða það séu afleiðingar er augljós skerðing á þeirra tjáningarfrelsi og kröfur um að þau beri ábyrgð, rekin úr vinnu sinni eða séu sótt til saka eru taldir fasískir tilburðir og jafnvel bornir saman við aðferðir þriðja ríksins í seinni heimstyrjöldinni. Það er aukaatriði að það sé hluti af tjáningarfrelsi að gagnrýna opinber ummæli og kemur þessu augljóslega ekkert við. Fólkið sem vill láta hvað sem er út úr sér án afleiðinga keppist við að gagnrýna fólkið sem gagnrýnir þau og fer að kvarta undan því að það sé að þeirra rétti vegið. Þeir hópar sem eru þolendur hatursorðræðunnar eða kynferðisofbeldis eiga bara að hafa hljótt og sætta sig við málefnalega og opna umræðu. Öll gagnrýni er kveðin niður með einu orði: tjáningarfrelsi. Öllum er því leyfilegt að tjá sitt hatur, hvetja til hatursaðgerða og ýta undir skaðlegar hugmyndir sem leiða til frekari kúgunar og jaðarsetningar. Þrátt fyrir að það hafi margsinnið sýnt sig að hatursfull orðræða leiði til fordóma, sem leiðir til mismununar, sem leiðir síðar til aðgerða á borð við ofbeldi og útrýmingu heils hóps fólks, þá á fólk að fá að tjá hatur sitt opinberlega án neinna afleiðinga. Útrýmingarbúðir á borð við þær sem eiga sér nú stað í Tjetsjeníu eru þá væntanlega ekki af sökum hatursorðræðu heldur er gjörsamlega ótengt að öllu leyti. Enginn þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og þess sem þau geta leitt til og það er mjög langsótt að telja að hatursorðræða geti leitt til slíks. Tjáningarfrelsið firrar þig ábyrgð. Engar áhyggjur. Ef þú ert í valdastöðu gagnvart hópum fólks í samfélaginu í starfi þínu þá er það alveg í lagi að segja hvað sem þú vilt og búast ekki við neinum afleiðingum. Vegna þess að þú hefur tjáningarfrelsi. Allar kröfur um að það verði hugsanlegar afleiðingar vegna opinberra ummæla sem verja kynferðisafbrotamenn er auðvelt að kveða niður með að bera það saman við nasisma og fasíska tilburði. Fólk sem gagnrýnir slík ummæli eru bara nasistar. Vegna þess að það er fullkomlega samanburðarhæft að fólk í jaðarstöðu krefjist virðingar og réttlætis og að fasísk stjórnvöld sem myrtu 6 milljónir manna í útrýmingarbúðum losi sig við fólk sem gagnrýnir einræðisstefnu þeirra. Ekki krefjast virðingar eða réttlætis. Ekki krefjast þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Ekki vera nasisti.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun