Innlent

Tveir menn á reynslulausn brutust inn í verslun á Laugarvatni

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Laugarvatni.
Frá Laugarvatni. Vísir/Jón Sigurður
Lögreglan á Suðurlandi handtók í gærmorgun tvo menn grunaða um innbrot í verslun á Laugarvatni. Mennirnir játuðu brotið sitt og fannst megnið af ætluðu þýfi í bifreið sem þeir óku þegar þeir voru handteknir.

Þeir voru í dag færðir fyrir Héraðsdóm Suðurlands þar sem dómari dæmdi þá til að sitja af sér eftirstöðvar refsinga sinna, en báðir mennirnir voru á reynslulausn vegna fyrri brota.

Annar maðurinn hafði fengið reynslulausn í byrjun janúar og var dæmdur til að sitja af sér 143 daga eftirstöðvar af refsingu sinni. Hinn hafði fengið reynslulausn síðastliðið haust og var nú dæmdur til að sitja af sér 360 daga eftirstöðvar refsingar sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×