Golf

Jimmy Walker: Fann fyrir miklum stuðningi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jimmy Walker með sigurlaunin.
Jimmy Walker með sigurlaunin. vísir/epa
Jimmy Walker var að vonum sáttur eftir að hafa tryggt sér sigur á PGA meistaramótinu í golfi. Þetta var fyrsti sigur hins 37 ára gamla Walkers á risamóti.

Walker og Jason Day, efsti maður heimslistans, börðust um sigurinn en sá fyrrnefndi hafði að lokum betur.

„Jason Day setti smá pressu á mig. Ég hugsaði að ég gæti klárað þetta með fugli á 17. holu,“ sagði Walker sigurreifur.

„Golf er ekki léttur leikur. Jason er sannur sigurvegari og sýndi það með því að ná erni á síðustu holunni. Ég þurfti því að ná pari og það tókst.“

Walker, sem er í 48. sæti heimslistans, segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi á meðan á keppninni í kvöld stóð.

„Það voru miklar tilfinningar í spilinu. Þetta var erfitt, ég ætla ekki að neita því. En ég fann mikinn stuðning frá áhorfendum,“ sagði Walker.


Tengdar fréttir

Jason Day sækir að Jimmy Walker

Bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker er með eins höggs forystu á Jason Day fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi.

Jimmy Walker enn með forystu

Kylfingar á PGA meistaramótinu í golfi keppast nú við að klára þriðja hringinn á mótinu.

Streb komst upp að hlið Walker

Jimmy Walker og Richard Streb frá Bandaríkjunum eru efstir og jafnir eftir annan keppnisdaginn á PGA-Meistaramótinu í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×