Fölsk bros, því bráðum er kosið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. október 2016 07:00 Hinir ríku halda áfram að verða miklu ríkari á Íslandi.“ „Laun þeirra ríku hækka hraðar.“ Að mínu mati fanga þessar tvær fyrirsagnir, sem birtust í fjölmiðlum á síðustu dögum, það í hnotskurn um hvað verður kosið 29. október. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Það sést ekki alltaf, heilt yfir getur samfélagið verið á réttri leið, hagtölur að skána, einhverjar breytur í útreikningum líka og jafnvel finnum við það sum hver á eigin skinni að staðan er að batna. En misskiptingin verður ekki falin í tölum um meðaltalshækkun. Það hvernig þeir sem halda áfram að hafa það betra, verða enn ríkari, fá enn meira til sín en aðrir. Fölsk bros stjórnmálamanna og enn falskari loforð rétt fyrir kosningar breyta engu um þessar staðreyndir. Síðasti áratugur hefur verið þjóðinni erfiður. Ruglhagkerfi fyrirhrunsáranna kippti raunveruleikanum úr sambandi og svo var öllum kippt niður á jörðina með hruninu. Efnahagslífið var í rúst og öll orka stjórnvalda fór í að koma því aftur á réttan kjöl. Það tókst og hægt og rólega hefur landið verið að rísa, allt að rétta úr kútnum. Og ekki endilega hægt, þetta hefur tekið undraskamman tíma í raun. Einmitt þess vegna skiptir máli hverjir setjast við stjórnvölinn eftir þessar kosningar, hvaða flokkar það eru sem koma að því að hanna það samfélag sem við viljum sjá, að nýta betri efnahagsstöðu á sem réttastan máta. Hvort við viljum auka jöfnuð, hvort við viljum að þeir sem verst hafa það njóti efnahagsbatans, hvort við viljum styrkja velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, hvernig við viljum nýta þá stöðu að ríkið heldur utan um stærstan hluta fjármálakerfisins til að koma samfélagssjónarmiðum þar inn. Fyrir mér eru þetta stóru málin. Og flokkar sem rétt fyrir kosningar muna eftir því að til er fleira fólk en fjármagnseigendur og fleiri félög en aflandsfélög eru ekki trúverðugir til að standa sig vel í þessu. Til þess treysti ég Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hinir ríku halda áfram að verða miklu ríkari á Íslandi.“ „Laun þeirra ríku hækka hraðar.“ Að mínu mati fanga þessar tvær fyrirsagnir, sem birtust í fjölmiðlum á síðustu dögum, það í hnotskurn um hvað verður kosið 29. október. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Það sést ekki alltaf, heilt yfir getur samfélagið verið á réttri leið, hagtölur að skána, einhverjar breytur í útreikningum líka og jafnvel finnum við það sum hver á eigin skinni að staðan er að batna. En misskiptingin verður ekki falin í tölum um meðaltalshækkun. Það hvernig þeir sem halda áfram að hafa það betra, verða enn ríkari, fá enn meira til sín en aðrir. Fölsk bros stjórnmálamanna og enn falskari loforð rétt fyrir kosningar breyta engu um þessar staðreyndir. Síðasti áratugur hefur verið þjóðinni erfiður. Ruglhagkerfi fyrirhrunsáranna kippti raunveruleikanum úr sambandi og svo var öllum kippt niður á jörðina með hruninu. Efnahagslífið var í rúst og öll orka stjórnvalda fór í að koma því aftur á réttan kjöl. Það tókst og hægt og rólega hefur landið verið að rísa, allt að rétta úr kútnum. Og ekki endilega hægt, þetta hefur tekið undraskamman tíma í raun. Einmitt þess vegna skiptir máli hverjir setjast við stjórnvölinn eftir þessar kosningar, hvaða flokkar það eru sem koma að því að hanna það samfélag sem við viljum sjá, að nýta betri efnahagsstöðu á sem réttastan máta. Hvort við viljum auka jöfnuð, hvort við viljum að þeir sem verst hafa það njóti efnahagsbatans, hvort við viljum styrkja velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, hvernig við viljum nýta þá stöðu að ríkið heldur utan um stærstan hluta fjármálakerfisins til að koma samfélagssjónarmiðum þar inn. Fyrir mér eru þetta stóru málin. Og flokkar sem rétt fyrir kosningar muna eftir því að til er fleira fólk en fjármagnseigendur og fleiri félög en aflandsfélög eru ekki trúverðugir til að standa sig vel í þessu. Til þess treysti ég Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar