Átta ára varð fyrir kynþáttafordómum á Akureyri: „Hvítir leika með hvítum og brúnir með brúnum“ Sveinn Arnarsson skrifar 11. október 2016 06:00 Erika Rakel Egilsdóttir ásamt móður sinni, Katrínu Mörk Melsen. vísir/auðunn Átta ára stúlka varð fyrir kynþáttafordómum af jafnaldra sínum á skólalóð á Akureyri fyrr í haust. Var stúlkunni tjáð af jafnaldranum að brúnir léku sér við brúna og hvítir við hvíta. Fræðslustjóri Akureyrar brýnir fyrir öllum þeim sem umgangast börn að gæta orða sinna í hvívetna. Atvikið átti sér stað fyrir skömmu í frímínútum skólans. Katrín Mörk Melsen, móðir stúlkunnar, segir þessi ummæli barnsins auðvitað ekki komin frá því sjálfu. Líkast til heyri barnið þessi ummæli útundan sér og apar þau upp. „Börnin auðvitað læra það sem fyrir þeim er haft og því hefur þessi talsmáti komið frá einhverjum. Einhvers staðar hefur barnið heyrt þetta og notað á dóttur mína. Börn á þessum aldrei vita í sjálfu sér ekkert hvað þau eru að segja með þessu,“ segir Katrín. „Við þurfum bara að vera á varðbergi fyrir þessu og fræða börnin okkar um að orð sem þessi geta meitt.“Alls ekki einsdæmi Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir miklu máli skipta að kenna börnum umburðarlyndi og að þessi hegðun sé ekki liðin innan skóla bæjarins. „Við búum í fjölbreyttum heimi og fjölbreytileikinn okkar hér á Akureyri er styrkur okkar. Í skólum okkar á Akureyri kennum við börnunum að virða fjölbreytileikann,“ segir Soffía. „Einnig vinnum við gegn öllum fordómum, hvort sem það eru fordómar gagnvart litarhætti, holdafari, stærð, hárlit eða öðru. Það er markvisst kennt í okkar skólum. Því er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn barna hjálpi okkur svo allir fái notið sín,“ bætir Soffía við. Katrín Mörk segir þetta ekki vera einsdæmi heldur hafi dóttir hennar einnig þurft að hlusta á svona tal í fyrra, þegar hún var í 2. bekk. „Einnig veit ég um fleiri börn sem þurft hafa að þola viðlíka ummæli. Vonandi erum við ekki komin á einhvern stað þar sem ekki er hægt að snúa ofan af svona hugsunarhætti,“ segir Katrín Mörk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Átta ára stúlka varð fyrir kynþáttafordómum af jafnaldra sínum á skólalóð á Akureyri fyrr í haust. Var stúlkunni tjáð af jafnaldranum að brúnir léku sér við brúna og hvítir við hvíta. Fræðslustjóri Akureyrar brýnir fyrir öllum þeim sem umgangast börn að gæta orða sinna í hvívetna. Atvikið átti sér stað fyrir skömmu í frímínútum skólans. Katrín Mörk Melsen, móðir stúlkunnar, segir þessi ummæli barnsins auðvitað ekki komin frá því sjálfu. Líkast til heyri barnið þessi ummæli útundan sér og apar þau upp. „Börnin auðvitað læra það sem fyrir þeim er haft og því hefur þessi talsmáti komið frá einhverjum. Einhvers staðar hefur barnið heyrt þetta og notað á dóttur mína. Börn á þessum aldrei vita í sjálfu sér ekkert hvað þau eru að segja með þessu,“ segir Katrín. „Við þurfum bara að vera á varðbergi fyrir þessu og fræða börnin okkar um að orð sem þessi geta meitt.“Alls ekki einsdæmi Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir miklu máli skipta að kenna börnum umburðarlyndi og að þessi hegðun sé ekki liðin innan skóla bæjarins. „Við búum í fjölbreyttum heimi og fjölbreytileikinn okkar hér á Akureyri er styrkur okkar. Í skólum okkar á Akureyri kennum við börnunum að virða fjölbreytileikann,“ segir Soffía. „Einnig vinnum við gegn öllum fordómum, hvort sem það eru fordómar gagnvart litarhætti, holdafari, stærð, hárlit eða öðru. Það er markvisst kennt í okkar skólum. Því er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn barna hjálpi okkur svo allir fái notið sín,“ bætir Soffía við. Katrín Mörk segir þetta ekki vera einsdæmi heldur hafi dóttir hennar einnig þurft að hlusta á svona tal í fyrra, þegar hún var í 2. bekk. „Einnig veit ég um fleiri börn sem þurft hafa að þola viðlíka ummæli. Vonandi erum við ekki komin á einhvern stað þar sem ekki er hægt að snúa ofan af svona hugsunarhætti,“ segir Katrín Mörk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira