Tengja íslenska og pólska listamenn Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. ágúst 2016 11:00 Pan Thorarensen er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar hér á landi og spilar auk þess á henni sem Beatmakin Troopa. Vísir/Ernir „Þetta er fyrsta skiptið sem þetta er haldið. Böndin spila hérna heima á Menningarnótt og síðan tveimur vikum seinna spila þau úti í Póllandi. Þetta verður með mun stærra sniði þarna úti, það verður „showcase“ til að kynna listamennina og útvarpsútsending og fleira í kringum tónleikana þar,“ segir Pan Thorarensen, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar hérna heima. Sjálfur verður Pan að spila á tónleikunum undir nafninu Beatmakin Troopa en hann er líka einn meðlimur raftríósins Sterio Hypnosis. Þessi hátíð er að mestu skipulögð af Chimes Agency, pólskri PR- og umboðsskrifstofu sem er nokkuð stórtæk í heimalandi sínu. Þar ráða lögum og lofum þær Magdalena Jensen, stofnandi fyrirtækisins, Ania Kasperek, sem hefur haft mikil tengsl við Ísland og Skandinavíu, og Magda Cholyst.Stelpurnar í Chimes Agency, þær Ania Kasperek, Magdalena Jensen og Magda Cholyst. „Þær eru svolítið stórar úti, þær eru búnar að vera að stússast í þessum bransa lengi og eru helvíti öflugar. Þær hafa séð um að bóka næstum öll íslensk bönd sem hafa spilað í Póllandi. Hugmyndin með hátíðinni er að styrkja betur sambandið milli Íslands og Póllands í tónlist sem og öðrum listum,“ segir Pan, en hann segir að þó nokkur eftirspurn sé eftir íslenskri tónlist í Póllandi og markaðurinn þar sé auðvitað töluvert stærri en hér á landi. Á New Neighbourhoods koma fram íslensku sveitirnar Tonik Ensemble, Beatmakin Troopa og Úlfur Úlfur. Þarna koma líka fram nokkrar pólskar hljómsveitir. Hatti Vatti er raftónlistarmaður sem hefur meðal annars tekið upp plötu í stúdíói Ólafs Arnalds, þannig að hann hefur tengingu við landið. Baasch er annar raftónlistarmaður frá Póllandi sem hefur gert það gott þar í landi þar sem hann hefur séð um kvikmyndatónlist og einnig starfað með mörgum þekktum böndum þar í landi. The Stubs er pönkhljómsveit frá Varsjá sem byrjaði feril sinn í greni þar í borg og hefur núna spilað hér og þar í Evrópu og ku vera ein vonarstjarna pólskrar tónlistar – hljómsveitin var til dæmis tilnefnd til Evrópuverðlauna MTV-sjónvarpsstöðvarinnar árið 2012 en hefur þrátt fyrir frægðina tekist að halda í pönkrætur sínar. Auk þessara hljómsveita munu listamennirnir Guðmann Þór Bjargmundsson og Stanislaw Zaleski sjá um sjónræna skemmtun fyrir gesti hátíðarinnar. New Neighbourhoods Festival verður haldin í fyrsta skiptið á Kex hosteli á Menningarnótt frá klukkan hálf þrjú og fram á kvöld. Frítt er inn á hátíðina. 10. september verður svo sama dagskráin flutt í Póllandi, nánar til tekið í Varsjá, og þar mun hún fara fram á Plac Defilad torginu sem er eitt það stærsta í heiminum. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
„Þetta er fyrsta skiptið sem þetta er haldið. Böndin spila hérna heima á Menningarnótt og síðan tveimur vikum seinna spila þau úti í Póllandi. Þetta verður með mun stærra sniði þarna úti, það verður „showcase“ til að kynna listamennina og útvarpsútsending og fleira í kringum tónleikana þar,“ segir Pan Thorarensen, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar hérna heima. Sjálfur verður Pan að spila á tónleikunum undir nafninu Beatmakin Troopa en hann er líka einn meðlimur raftríósins Sterio Hypnosis. Þessi hátíð er að mestu skipulögð af Chimes Agency, pólskri PR- og umboðsskrifstofu sem er nokkuð stórtæk í heimalandi sínu. Þar ráða lögum og lofum þær Magdalena Jensen, stofnandi fyrirtækisins, Ania Kasperek, sem hefur haft mikil tengsl við Ísland og Skandinavíu, og Magda Cholyst.Stelpurnar í Chimes Agency, þær Ania Kasperek, Magdalena Jensen og Magda Cholyst. „Þær eru svolítið stórar úti, þær eru búnar að vera að stússast í þessum bransa lengi og eru helvíti öflugar. Þær hafa séð um að bóka næstum öll íslensk bönd sem hafa spilað í Póllandi. Hugmyndin með hátíðinni er að styrkja betur sambandið milli Íslands og Póllands í tónlist sem og öðrum listum,“ segir Pan, en hann segir að þó nokkur eftirspurn sé eftir íslenskri tónlist í Póllandi og markaðurinn þar sé auðvitað töluvert stærri en hér á landi. Á New Neighbourhoods koma fram íslensku sveitirnar Tonik Ensemble, Beatmakin Troopa og Úlfur Úlfur. Þarna koma líka fram nokkrar pólskar hljómsveitir. Hatti Vatti er raftónlistarmaður sem hefur meðal annars tekið upp plötu í stúdíói Ólafs Arnalds, þannig að hann hefur tengingu við landið. Baasch er annar raftónlistarmaður frá Póllandi sem hefur gert það gott þar í landi þar sem hann hefur séð um kvikmyndatónlist og einnig starfað með mörgum þekktum böndum þar í landi. The Stubs er pönkhljómsveit frá Varsjá sem byrjaði feril sinn í greni þar í borg og hefur núna spilað hér og þar í Evrópu og ku vera ein vonarstjarna pólskrar tónlistar – hljómsveitin var til dæmis tilnefnd til Evrópuverðlauna MTV-sjónvarpsstöðvarinnar árið 2012 en hefur þrátt fyrir frægðina tekist að halda í pönkrætur sínar. Auk þessara hljómsveita munu listamennirnir Guðmann Þór Bjargmundsson og Stanislaw Zaleski sjá um sjónræna skemmtun fyrir gesti hátíðarinnar. New Neighbourhoods Festival verður haldin í fyrsta skiptið á Kex hosteli á Menningarnótt frá klukkan hálf þrjú og fram á kvöld. Frítt er inn á hátíðina. 10. september verður svo sama dagskráin flutt í Póllandi, nánar til tekið í Varsjá, og þar mun hún fara fram á Plac Defilad torginu sem er eitt það stærsta í heiminum.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira