Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Félag bifreiðaeigenda hefur brugðist ókvæða við fregnum af ákvörðun tryggingafélaga landsins um að greiða út tæplega tíu milljarða króna í arð. vísir/pjetur Efnahags- og viðskiptanefnd ætlar að ræða arðgreiðslur tryggingafélaganna stuttlega á fundi sínum í dag. Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, ætlar síðan að leggja til við nefndarmenn að málið verði tekið fyrir á sér fundi og óska eftir minnisblöðum frá Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og tryggingafélögunum sjálfum. Greint hefur verið frá því að stjórnir tryggingafélaganna þriggja, VÍS, TM og Sjóvár, vilja greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða í arð vegna síðasta reikningsárs. Þá eru tillögur um endurkaup hlutabréfa upp á 3,5 milljarða. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf um helgina þar sem skorað er á hann að grípa til aðgerða til að stöðva „yfirvofandi gripdeildir tryggingafélaga úr sjóðum sem eru í eigu viðskiptavina þeirra“ eins og það er orðað í erindinu. FÍB segir að fjármunina eigi að taka úr bótasjóðum sem tryggingafélögin hafi safnað „með uppsprengdum iðgjöldum af ofáætluðum tjónum“. Runólfur sagðist í gær ekki hafa fengið viðbrögð frá ráðherra við erindi sínu. Hann segist aftur á móti hafa fengið mikil viðbrögð við bréfinu. „Við höfum fengið bæði marga pósta og annað til félagsins. Og margar innhringingar. Þannig að fólki er almennt misboðið.“ Þótt fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki svarað brást Fjármálaeftirlitið við athugasemdum FÍB í gær. Fjármálaeftirlitið segist hafa ríkar heimildir til þess að hlutast til um rekstur vátryggingafélaganna, en þó einungis til þess að hlutast til um að rekstur þeirra samræmist þeim lögum, reglum og öðrum viðmiðum sem um starfsemina gilda. Þannig sé það rangt sem fram kemur í umfjöllun FÍB að Fjármálaeftirlitið geti „skipað þeim að endurgreiða vátryggingatökum eign þeirra í bótasjóðunum eða nota fjármunina til að lækka iðgjöld næstu árin“. Þá segir FME að íslensk vátryggingafélög séu rekin sem hlutafélög og eigi vátryggingatakar því ekki bótasjóð líkt og FÍB haldi fram. Þessa staðhæfingu dregur Runólfur í efa og segir þetta nýja skýringu hjá FME. „Ég veit ekki hvernig þeir réttlæta þá að bótasjóðirnir séu eign eigenda tryggingafélaganna. Allir forstjórar tryggingafélaganna sögðu hér fyrir 20 árum að bótasjóðirnir væru eign bótaþola og vátryggingataka,“ segir Runólfur. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd ætlar að ræða arðgreiðslur tryggingafélaganna stuttlega á fundi sínum í dag. Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, ætlar síðan að leggja til við nefndarmenn að málið verði tekið fyrir á sér fundi og óska eftir minnisblöðum frá Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og tryggingafélögunum sjálfum. Greint hefur verið frá því að stjórnir tryggingafélaganna þriggja, VÍS, TM og Sjóvár, vilja greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða í arð vegna síðasta reikningsárs. Þá eru tillögur um endurkaup hlutabréfa upp á 3,5 milljarða. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf um helgina þar sem skorað er á hann að grípa til aðgerða til að stöðva „yfirvofandi gripdeildir tryggingafélaga úr sjóðum sem eru í eigu viðskiptavina þeirra“ eins og það er orðað í erindinu. FÍB segir að fjármunina eigi að taka úr bótasjóðum sem tryggingafélögin hafi safnað „með uppsprengdum iðgjöldum af ofáætluðum tjónum“. Runólfur sagðist í gær ekki hafa fengið viðbrögð frá ráðherra við erindi sínu. Hann segist aftur á móti hafa fengið mikil viðbrögð við bréfinu. „Við höfum fengið bæði marga pósta og annað til félagsins. Og margar innhringingar. Þannig að fólki er almennt misboðið.“ Þótt fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki svarað brást Fjármálaeftirlitið við athugasemdum FÍB í gær. Fjármálaeftirlitið segist hafa ríkar heimildir til þess að hlutast til um rekstur vátryggingafélaganna, en þó einungis til þess að hlutast til um að rekstur þeirra samræmist þeim lögum, reglum og öðrum viðmiðum sem um starfsemina gilda. Þannig sé það rangt sem fram kemur í umfjöllun FÍB að Fjármálaeftirlitið geti „skipað þeim að endurgreiða vátryggingatökum eign þeirra í bótasjóðunum eða nota fjármunina til að lækka iðgjöld næstu árin“. Þá segir FME að íslensk vátryggingafélög séu rekin sem hlutafélög og eigi vátryggingatakar því ekki bótasjóð líkt og FÍB haldi fram. Þessa staðhæfingu dregur Runólfur í efa og segir þetta nýja skýringu hjá FME. „Ég veit ekki hvernig þeir réttlæta þá að bótasjóðirnir séu eign eigenda tryggingafélaganna. Allir forstjórar tryggingafélaganna sögðu hér fyrir 20 árum að bótasjóðirnir væru eign bótaþola og vátryggingataka,“ segir Runólfur.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira