Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Félag bifreiðaeigenda hefur brugðist ókvæða við fregnum af ákvörðun tryggingafélaga landsins um að greiða út tæplega tíu milljarða króna í arð. vísir/pjetur Efnahags- og viðskiptanefnd ætlar að ræða arðgreiðslur tryggingafélaganna stuttlega á fundi sínum í dag. Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, ætlar síðan að leggja til við nefndarmenn að málið verði tekið fyrir á sér fundi og óska eftir minnisblöðum frá Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og tryggingafélögunum sjálfum. Greint hefur verið frá því að stjórnir tryggingafélaganna þriggja, VÍS, TM og Sjóvár, vilja greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða í arð vegna síðasta reikningsárs. Þá eru tillögur um endurkaup hlutabréfa upp á 3,5 milljarða. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf um helgina þar sem skorað er á hann að grípa til aðgerða til að stöðva „yfirvofandi gripdeildir tryggingafélaga úr sjóðum sem eru í eigu viðskiptavina þeirra“ eins og það er orðað í erindinu. FÍB segir að fjármunina eigi að taka úr bótasjóðum sem tryggingafélögin hafi safnað „með uppsprengdum iðgjöldum af ofáætluðum tjónum“. Runólfur sagðist í gær ekki hafa fengið viðbrögð frá ráðherra við erindi sínu. Hann segist aftur á móti hafa fengið mikil viðbrögð við bréfinu. „Við höfum fengið bæði marga pósta og annað til félagsins. Og margar innhringingar. Þannig að fólki er almennt misboðið.“ Þótt fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki svarað brást Fjármálaeftirlitið við athugasemdum FÍB í gær. Fjármálaeftirlitið segist hafa ríkar heimildir til þess að hlutast til um rekstur vátryggingafélaganna, en þó einungis til þess að hlutast til um að rekstur þeirra samræmist þeim lögum, reglum og öðrum viðmiðum sem um starfsemina gilda. Þannig sé það rangt sem fram kemur í umfjöllun FÍB að Fjármálaeftirlitið geti „skipað þeim að endurgreiða vátryggingatökum eign þeirra í bótasjóðunum eða nota fjármunina til að lækka iðgjöld næstu árin“. Þá segir FME að íslensk vátryggingafélög séu rekin sem hlutafélög og eigi vátryggingatakar því ekki bótasjóð líkt og FÍB haldi fram. Þessa staðhæfingu dregur Runólfur í efa og segir þetta nýja skýringu hjá FME. „Ég veit ekki hvernig þeir réttlæta þá að bótasjóðirnir séu eign eigenda tryggingafélaganna. Allir forstjórar tryggingafélaganna sögðu hér fyrir 20 árum að bótasjóðirnir væru eign bótaþola og vátryggingataka,“ segir Runólfur. Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd ætlar að ræða arðgreiðslur tryggingafélaganna stuttlega á fundi sínum í dag. Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, ætlar síðan að leggja til við nefndarmenn að málið verði tekið fyrir á sér fundi og óska eftir minnisblöðum frá Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og tryggingafélögunum sjálfum. Greint hefur verið frá því að stjórnir tryggingafélaganna þriggja, VÍS, TM og Sjóvár, vilja greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða í arð vegna síðasta reikningsárs. Þá eru tillögur um endurkaup hlutabréfa upp á 3,5 milljarða. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf um helgina þar sem skorað er á hann að grípa til aðgerða til að stöðva „yfirvofandi gripdeildir tryggingafélaga úr sjóðum sem eru í eigu viðskiptavina þeirra“ eins og það er orðað í erindinu. FÍB segir að fjármunina eigi að taka úr bótasjóðum sem tryggingafélögin hafi safnað „með uppsprengdum iðgjöldum af ofáætluðum tjónum“. Runólfur sagðist í gær ekki hafa fengið viðbrögð frá ráðherra við erindi sínu. Hann segist aftur á móti hafa fengið mikil viðbrögð við bréfinu. „Við höfum fengið bæði marga pósta og annað til félagsins. Og margar innhringingar. Þannig að fólki er almennt misboðið.“ Þótt fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki svarað brást Fjármálaeftirlitið við athugasemdum FÍB í gær. Fjármálaeftirlitið segist hafa ríkar heimildir til þess að hlutast til um rekstur vátryggingafélaganna, en þó einungis til þess að hlutast til um að rekstur þeirra samræmist þeim lögum, reglum og öðrum viðmiðum sem um starfsemina gilda. Þannig sé það rangt sem fram kemur í umfjöllun FÍB að Fjármálaeftirlitið geti „skipað þeim að endurgreiða vátryggingatökum eign þeirra í bótasjóðunum eða nota fjármunina til að lækka iðgjöld næstu árin“. Þá segir FME að íslensk vátryggingafélög séu rekin sem hlutafélög og eigi vátryggingatakar því ekki bótasjóð líkt og FÍB haldi fram. Þessa staðhæfingu dregur Runólfur í efa og segir þetta nýja skýringu hjá FME. „Ég veit ekki hvernig þeir réttlæta þá að bótasjóðirnir séu eign eigenda tryggingafélaganna. Allir forstjórar tryggingafélaganna sögðu hér fyrir 20 árum að bótasjóðirnir væru eign bótaþola og vátryggingataka,“ segir Runólfur.
Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira