Hröð hækkun lánshlutfalls og lána mestu mistökin fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 19:55 Losun regluverks húsnæðislána, hröð hækkun lánshlutfalls og hækkun lánsfjárhæða eru stærstu mistökin í húsnæðismálum fyrir hrun sem Íslendingar ættu að varast að endurtaka að mati tveggja hagfræðinga sem greint hafa þróun húsnæðismarkaðarins á síðustu tuttugu og fimm árum. Lúðvík Elíasson hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics greindu frá niðurstöðum sínum á skoðun á þróun húsnæðismarkaðarins á Íslandi frá árinu 1989 til ársins 2014 á fundi í Seðlabankanum í dag. En greining þeirra biritist sem kafli í bók um þróun húsnæðismarkaðarins í Evrópu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Á þessu tímabili voru húsnæðislánakerfin í Evrópu mismunandi. „En það var kannski ákveðið þema í gangi yfir þetta tímabil. Einkavæðing húsnæðisfjármögnunar var almennt að aukast. Sumstaðar var hún hafin fyrir tímabilið en annars staðar seinna eins og eins og hér. Kannski vegna þess að við byrjuðum dálítið seinna þá gerðist þetta mjög hratt hérna,“ segir Lúðvík. Á margan hátt sé húsnæðismarkaðurinn nú á svipuðum slóðum og rétt fyrir hrun varðandi húsnæðisverð. Skuldsetning heimila hafi einnig minnkað hratt. Einkavæðingu í fjármögnun húsnæðislána fylgi miklar sveiflur í verði húsnæðis. „Og til að sporna við því hefur regluverkið verið frekar að þrengjast. Þannig að á vissan hátt erum við að sjá núna á seinustu árum töluvert afturhvarf til þess tíma sem var fyrir, að því leyti að regluverkið hins opinbera um fjármögnun fasteigna hefur verið að aukast. Kannski veitir ekki af því en það er að gerast á annan hátt núna og miðar að því að draga úr þeim sveiflum sem við höfum verið að sjá,“ segir Lúðvík. Þeir félagar segja Seðlabankann ekki hafa haft tæki til að setja bönkunum reglur fyrir hrun sem vonandi standi til bóta með frumvörpum sem nú liggi fyrir Alþingi. Hér ætti að geta verið heilbrigt húsnæðiskerfi. Magnús segir að hins vegar þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum sérstaklega. Stórir árgangar séu nú á aldrinum 20 til 30 ára, eða um 50 þúsund manns. Mistökin fyrir hrun hafi verið hröð hækkun lánshlutfalls og lánaupphæða. Lánshlutfallið hafi farið úr 65 prósentum í 90 prósent og jafnvel 100 prósent. Þá hafi lánsfjárhæðirnar nánast verið ótakmarkaðar. „Frá mjög lágri upphæð upp í næstum ótakmarkað. Þannig að fólk fór þá að fjármagna neyslu, fjármagna alls konar hluti sem kannski var ekki ætlast til að það gerði með húsnæðisláni,“ segir Magnús. Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Losun regluverks húsnæðislána, hröð hækkun lánshlutfalls og hækkun lánsfjárhæða eru stærstu mistökin í húsnæðismálum fyrir hrun sem Íslendingar ættu að varast að endurtaka að mati tveggja hagfræðinga sem greint hafa þróun húsnæðismarkaðarins á síðustu tuttugu og fimm árum. Lúðvík Elíasson hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics greindu frá niðurstöðum sínum á skoðun á þróun húsnæðismarkaðarins á Íslandi frá árinu 1989 til ársins 2014 á fundi í Seðlabankanum í dag. En greining þeirra biritist sem kafli í bók um þróun húsnæðismarkaðarins í Evrópu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Á þessu tímabili voru húsnæðislánakerfin í Evrópu mismunandi. „En það var kannski ákveðið þema í gangi yfir þetta tímabil. Einkavæðing húsnæðisfjármögnunar var almennt að aukast. Sumstaðar var hún hafin fyrir tímabilið en annars staðar seinna eins og eins og hér. Kannski vegna þess að við byrjuðum dálítið seinna þá gerðist þetta mjög hratt hérna,“ segir Lúðvík. Á margan hátt sé húsnæðismarkaðurinn nú á svipuðum slóðum og rétt fyrir hrun varðandi húsnæðisverð. Skuldsetning heimila hafi einnig minnkað hratt. Einkavæðingu í fjármögnun húsnæðislána fylgi miklar sveiflur í verði húsnæðis. „Og til að sporna við því hefur regluverkið verið frekar að þrengjast. Þannig að á vissan hátt erum við að sjá núna á seinustu árum töluvert afturhvarf til þess tíma sem var fyrir, að því leyti að regluverkið hins opinbera um fjármögnun fasteigna hefur verið að aukast. Kannski veitir ekki af því en það er að gerast á annan hátt núna og miðar að því að draga úr þeim sveiflum sem við höfum verið að sjá,“ segir Lúðvík. Þeir félagar segja Seðlabankann ekki hafa haft tæki til að setja bönkunum reglur fyrir hrun sem vonandi standi til bóta með frumvörpum sem nú liggi fyrir Alþingi. Hér ætti að geta verið heilbrigt húsnæðiskerfi. Magnús segir að hins vegar þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum sérstaklega. Stórir árgangar séu nú á aldrinum 20 til 30 ára, eða um 50 þúsund manns. Mistökin fyrir hrun hafi verið hröð hækkun lánshlutfalls og lánaupphæða. Lánshlutfallið hafi farið úr 65 prósentum í 90 prósent og jafnvel 100 prósent. Þá hafi lánsfjárhæðirnar nánast verið ótakmarkaðar. „Frá mjög lágri upphæð upp í næstum ótakmarkað. Þannig að fólk fór þá að fjármagna neyslu, fjármagna alls konar hluti sem kannski var ekki ætlast til að það gerði með húsnæðisláni,“ segir Magnús.
Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira