Hröð hækkun lánshlutfalls og lána mestu mistökin fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 19:55 Losun regluverks húsnæðislána, hröð hækkun lánshlutfalls og hækkun lánsfjárhæða eru stærstu mistökin í húsnæðismálum fyrir hrun sem Íslendingar ættu að varast að endurtaka að mati tveggja hagfræðinga sem greint hafa þróun húsnæðismarkaðarins á síðustu tuttugu og fimm árum. Lúðvík Elíasson hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics greindu frá niðurstöðum sínum á skoðun á þróun húsnæðismarkaðarins á Íslandi frá árinu 1989 til ársins 2014 á fundi í Seðlabankanum í dag. En greining þeirra biritist sem kafli í bók um þróun húsnæðismarkaðarins í Evrópu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Á þessu tímabili voru húsnæðislánakerfin í Evrópu mismunandi. „En það var kannski ákveðið þema í gangi yfir þetta tímabil. Einkavæðing húsnæðisfjármögnunar var almennt að aukast. Sumstaðar var hún hafin fyrir tímabilið en annars staðar seinna eins og eins og hér. Kannski vegna þess að við byrjuðum dálítið seinna þá gerðist þetta mjög hratt hérna,“ segir Lúðvík. Á margan hátt sé húsnæðismarkaðurinn nú á svipuðum slóðum og rétt fyrir hrun varðandi húsnæðisverð. Skuldsetning heimila hafi einnig minnkað hratt. Einkavæðingu í fjármögnun húsnæðislána fylgi miklar sveiflur í verði húsnæðis. „Og til að sporna við því hefur regluverkið verið frekar að þrengjast. Þannig að á vissan hátt erum við að sjá núna á seinustu árum töluvert afturhvarf til þess tíma sem var fyrir, að því leyti að regluverkið hins opinbera um fjármögnun fasteigna hefur verið að aukast. Kannski veitir ekki af því en það er að gerast á annan hátt núna og miðar að því að draga úr þeim sveiflum sem við höfum verið að sjá,“ segir Lúðvík. Þeir félagar segja Seðlabankann ekki hafa haft tæki til að setja bönkunum reglur fyrir hrun sem vonandi standi til bóta með frumvörpum sem nú liggi fyrir Alþingi. Hér ætti að geta verið heilbrigt húsnæðiskerfi. Magnús segir að hins vegar þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum sérstaklega. Stórir árgangar séu nú á aldrinum 20 til 30 ára, eða um 50 þúsund manns. Mistökin fyrir hrun hafi verið hröð hækkun lánshlutfalls og lánaupphæða. Lánshlutfallið hafi farið úr 65 prósentum í 90 prósent og jafnvel 100 prósent. Þá hafi lánsfjárhæðirnar nánast verið ótakmarkaðar. „Frá mjög lágri upphæð upp í næstum ótakmarkað. Þannig að fólk fór þá að fjármagna neyslu, fjármagna alls konar hluti sem kannski var ekki ætlast til að það gerði með húsnæðisláni,“ segir Magnús. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Losun regluverks húsnæðislána, hröð hækkun lánshlutfalls og hækkun lánsfjárhæða eru stærstu mistökin í húsnæðismálum fyrir hrun sem Íslendingar ættu að varast að endurtaka að mati tveggja hagfræðinga sem greint hafa þróun húsnæðismarkaðarins á síðustu tuttugu og fimm árum. Lúðvík Elíasson hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics greindu frá niðurstöðum sínum á skoðun á þróun húsnæðismarkaðarins á Íslandi frá árinu 1989 til ársins 2014 á fundi í Seðlabankanum í dag. En greining þeirra biritist sem kafli í bók um þróun húsnæðismarkaðarins í Evrópu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Á þessu tímabili voru húsnæðislánakerfin í Evrópu mismunandi. „En það var kannski ákveðið þema í gangi yfir þetta tímabil. Einkavæðing húsnæðisfjármögnunar var almennt að aukast. Sumstaðar var hún hafin fyrir tímabilið en annars staðar seinna eins og eins og hér. Kannski vegna þess að við byrjuðum dálítið seinna þá gerðist þetta mjög hratt hérna,“ segir Lúðvík. Á margan hátt sé húsnæðismarkaðurinn nú á svipuðum slóðum og rétt fyrir hrun varðandi húsnæðisverð. Skuldsetning heimila hafi einnig minnkað hratt. Einkavæðingu í fjármögnun húsnæðislána fylgi miklar sveiflur í verði húsnæðis. „Og til að sporna við því hefur regluverkið verið frekar að þrengjast. Þannig að á vissan hátt erum við að sjá núna á seinustu árum töluvert afturhvarf til þess tíma sem var fyrir, að því leyti að regluverkið hins opinbera um fjármögnun fasteigna hefur verið að aukast. Kannski veitir ekki af því en það er að gerast á annan hátt núna og miðar að því að draga úr þeim sveiflum sem við höfum verið að sjá,“ segir Lúðvík. Þeir félagar segja Seðlabankann ekki hafa haft tæki til að setja bönkunum reglur fyrir hrun sem vonandi standi til bóta með frumvörpum sem nú liggi fyrir Alþingi. Hér ætti að geta verið heilbrigt húsnæðiskerfi. Magnús segir að hins vegar þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum sérstaklega. Stórir árgangar séu nú á aldrinum 20 til 30 ára, eða um 50 þúsund manns. Mistökin fyrir hrun hafi verið hröð hækkun lánshlutfalls og lánaupphæða. Lánshlutfallið hafi farið úr 65 prósentum í 90 prósent og jafnvel 100 prósent. Þá hafi lánsfjárhæðirnar nánast verið ótakmarkaðar. „Frá mjög lágri upphæð upp í næstum ótakmarkað. Þannig að fólk fór þá að fjármagna neyslu, fjármagna alls konar hluti sem kannski var ekki ætlast til að það gerði með húsnæðisláni,“ segir Magnús.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira