Kynningarstikla úr The Grand Tour Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 14:51 Eftir mánuði af stríðnimyndskeiðum og Tweet skilaboðum frá þeim þremenningum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May þá er komin hér fyrsta alvöru kynningarstiklan fyrir komandi þætti, The Grand Tour. Þessi stikla hefur allt það að geyma sem aðdáendur þríeykisins voru að vonast eftir, eru svo vanir frá þeim og jafnvel gott betur. Það er alveg á tæru að þessir þættir munu baka tilvonandi Top Gear þætti sem stjórnað er af öðrum þáttastjórnendum nú og alls ekki góðar fréttir fyrir BBC. Í stiklunni sjást þeir kappar leika sér á Ferrari LaFerrari, McLaren P1 og Porsche 918 Spyder og taka þá greinilega vel til kostanna, fíflagang þar sem þeir sprengja upp bíl með öflugri bombu úr skriðdreka og skondin orðaskipti þeirra á milli sem gert hafa fyrri Top Gear þætti svo vinsæla. Og reyndar margt margt fleira. Það virðist ljóst að ekkert er til sparað við vinnslu þessara þátta og bara ástæða til að hlakka til sýninga þeirra. Fyrsti þáttur The Grand Tour verður sýndur 18. nóvember á Amazon Prime. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent
Eftir mánuði af stríðnimyndskeiðum og Tweet skilaboðum frá þeim þremenningum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May þá er komin hér fyrsta alvöru kynningarstiklan fyrir komandi þætti, The Grand Tour. Þessi stikla hefur allt það að geyma sem aðdáendur þríeykisins voru að vonast eftir, eru svo vanir frá þeim og jafnvel gott betur. Það er alveg á tæru að þessir þættir munu baka tilvonandi Top Gear þætti sem stjórnað er af öðrum þáttastjórnendum nú og alls ekki góðar fréttir fyrir BBC. Í stiklunni sjást þeir kappar leika sér á Ferrari LaFerrari, McLaren P1 og Porsche 918 Spyder og taka þá greinilega vel til kostanna, fíflagang þar sem þeir sprengja upp bíl með öflugri bombu úr skriðdreka og skondin orðaskipti þeirra á milli sem gert hafa fyrri Top Gear þætti svo vinsæla. Og reyndar margt margt fleira. Það virðist ljóst að ekkert er til sparað við vinnslu þessara þátta og bara ástæða til að hlakka til sýninga þeirra. Fyrsti þáttur The Grand Tour verður sýndur 18. nóvember á Amazon Prime.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent