Sagði ótækt að spyrja hversu mikið þjóðarbúið hefði tapað á raforkusamningum við álfyrirtækin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2016 14:25 Bjarni Benediktsson og Birgitta Jónsdóttir vísir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á þingi í dag hvort hann hefði látið kanna hversu miklum tekjum þjóðarbúið hefði orðið af vegna þess sem hún kallaði „útsölustefnu“ á raforkuverði til stórfyrirtækja sem reka álver hér á landi, en á dögunum var kynntur nýr samningur Landsvirkjunar við Norðurál vegna raforkusölu sem tekur gildi í nóvember 2019. „Lágt verð til Norðuráls á Grundartanga og Fjarðaráls á Reyðarfirði hefur dregið niður meðalverð á raforku til álvera hér á landi í rúmlega 26 dollara á megavattsstund. [...] Mig langar því að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi látið kanna hversu miklum tekjum þjóðarbúið hafi orðið af vegna þessarar útsölustefnu og hvort hann boði stefnubreytingu þar á,“ sagði Birgitta meðal annars. Fjármálaráðherra sagði að það væri auðvelt að koma undir lok samningstíma samninga sem gerðir væru til langframa og gagnrýna þá. Hann kvaðst síðan fagna því að Landsvirkjun næði hagstæðari samningum þegar horft væri á hagsmuni fyrirtækisins til langs tíma en sagði síðan að spurning Birgittu um tekjumissinn væri ótæk.Engum kaupanda sleppt í staðinn fyrir kaupandann sem fékkst „Spurningarnar sem við eigum að hafa uppi varðandi Landsvirkjun er til dæmis þessi hér: er arðsemi af fjárfestingu Landsvirkjunar? Hér er spurt hversu miklum tekjum höfum við orðið af vegna lægra raforkuverðs en hefði þurft að vera? Ég held að þetta sé bara eiginlega ótæk spurning vegna þess að í fyrsta lagi við höfum engan kaupanda sem við slepptum í staðinn sem við fengum. Hérna er í raun og veru komið ágætis dæmi um það að eigum að bera saman þann ávinning sem við höfum haft af þessum samningi borið saman við það að hafa ekki gert neitt, að hafa ekki virkjað, að hafa ekki selt neina raforku vegna þess að þetta er vatn sem hefði ella bara runnið til sjávar,“ sagði Bjarni og bætti því svo við að svarið við hans spurningu birtist í eiginfjárstöðu Landsvirkjunar sem væri 200 milljarðar. Birgitta spurði ráðherrann síðan út í samninginn við Alcoa vegna álversins í Reyðarfirði sem fær orku sína frá Kárahnjúkavirkjun. Sagði Birgitta þann samning vondan en hann gildir til ársins 2048. Spurði hún ráðherra því hvort hann teldi að eitthvað væri hægt að gera við samninginn, til að mynda opna hann.„Ætlar háttvirtur þingmaður að fá svar frá mér eða?“ Bjarni svaraði því til að hann teldi þingmanninn til þeirra sem hefðu síðar viljað nýta orkuna í landinu enda kvaðst hann minnast þess að hún hefði verið ein af þeim sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Var Birgitta ekki sátt við þessi orð ráðherrans og kallaði á ráðherrann úr þingsal svo forseti þurfti að slá í bjölluna. „Ætlar háttvirtur þingmaður að fá svar frá mér eða?“ spurði Bjarni. Hann sagðist síðan vera algjörlega á öndverðri skoðun við Birgittu sem talaði um samninga Landsvirkjunar við álfyrirtækin sem gjafasamninga. „Þegar við horfum á þann mikla ávinning sem samfélagið hefur haft af uppbyggingu raforkukerfisins, af því raforkuverði sem almenningur á Íslandi nýtur vegna þess að við höfum farið í orkuframkvæmdir og gert langtímasamninga þar sem keypt er rafmagn, allt rafmagn sem framleitt er, allan daginn, hvern einasta dag ársins þá fá menn aðeins skýrari mynd. En við erum í sama liðinu þegar kemur að því að fá hámarksverð fyrir rafmagnið,“ sagði fjármálaráðherra. Tengdar fréttir Samningur í hendi fyrir álver Norðuráls Landsvirkjun og Norðurál hafa náð saman um endurnýjaðan raforkusamning. Álverðstenging fer út og verð tengt markaði. Gefur Landsvirkjun umtalsvert meira en fyrri samningur sem er um margt tímamótasamningur. 14. maí 2016 07:00 Landsvirkjun talin fá yfir 50% hækkun orkuverðs Nýr orkusamningur Norðuráls og Landsvirkjunar tengdur markaðsverði raforku í Norður-Evrópu. 13. maí 2016 22:33 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á þingi í dag hvort hann hefði látið kanna hversu miklum tekjum þjóðarbúið hefði orðið af vegna þess sem hún kallaði „útsölustefnu“ á raforkuverði til stórfyrirtækja sem reka álver hér á landi, en á dögunum var kynntur nýr samningur Landsvirkjunar við Norðurál vegna raforkusölu sem tekur gildi í nóvember 2019. „Lágt verð til Norðuráls á Grundartanga og Fjarðaráls á Reyðarfirði hefur dregið niður meðalverð á raforku til álvera hér á landi í rúmlega 26 dollara á megavattsstund. [...] Mig langar því að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi látið kanna hversu miklum tekjum þjóðarbúið hafi orðið af vegna þessarar útsölustefnu og hvort hann boði stefnubreytingu þar á,“ sagði Birgitta meðal annars. Fjármálaráðherra sagði að það væri auðvelt að koma undir lok samningstíma samninga sem gerðir væru til langframa og gagnrýna þá. Hann kvaðst síðan fagna því að Landsvirkjun næði hagstæðari samningum þegar horft væri á hagsmuni fyrirtækisins til langs tíma en sagði síðan að spurning Birgittu um tekjumissinn væri ótæk.Engum kaupanda sleppt í staðinn fyrir kaupandann sem fékkst „Spurningarnar sem við eigum að hafa uppi varðandi Landsvirkjun er til dæmis þessi hér: er arðsemi af fjárfestingu Landsvirkjunar? Hér er spurt hversu miklum tekjum höfum við orðið af vegna lægra raforkuverðs en hefði þurft að vera? Ég held að þetta sé bara eiginlega ótæk spurning vegna þess að í fyrsta lagi við höfum engan kaupanda sem við slepptum í staðinn sem við fengum. Hérna er í raun og veru komið ágætis dæmi um það að eigum að bera saman þann ávinning sem við höfum haft af þessum samningi borið saman við það að hafa ekki gert neitt, að hafa ekki virkjað, að hafa ekki selt neina raforku vegna þess að þetta er vatn sem hefði ella bara runnið til sjávar,“ sagði Bjarni og bætti því svo við að svarið við hans spurningu birtist í eiginfjárstöðu Landsvirkjunar sem væri 200 milljarðar. Birgitta spurði ráðherrann síðan út í samninginn við Alcoa vegna álversins í Reyðarfirði sem fær orku sína frá Kárahnjúkavirkjun. Sagði Birgitta þann samning vondan en hann gildir til ársins 2048. Spurði hún ráðherra því hvort hann teldi að eitthvað væri hægt að gera við samninginn, til að mynda opna hann.„Ætlar háttvirtur þingmaður að fá svar frá mér eða?“ Bjarni svaraði því til að hann teldi þingmanninn til þeirra sem hefðu síðar viljað nýta orkuna í landinu enda kvaðst hann minnast þess að hún hefði verið ein af þeim sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Var Birgitta ekki sátt við þessi orð ráðherrans og kallaði á ráðherrann úr þingsal svo forseti þurfti að slá í bjölluna. „Ætlar háttvirtur þingmaður að fá svar frá mér eða?“ spurði Bjarni. Hann sagðist síðan vera algjörlega á öndverðri skoðun við Birgittu sem talaði um samninga Landsvirkjunar við álfyrirtækin sem gjafasamninga. „Þegar við horfum á þann mikla ávinning sem samfélagið hefur haft af uppbyggingu raforkukerfisins, af því raforkuverði sem almenningur á Íslandi nýtur vegna þess að við höfum farið í orkuframkvæmdir og gert langtímasamninga þar sem keypt er rafmagn, allt rafmagn sem framleitt er, allan daginn, hvern einasta dag ársins þá fá menn aðeins skýrari mynd. En við erum í sama liðinu þegar kemur að því að fá hámarksverð fyrir rafmagnið,“ sagði fjármálaráðherra.
Tengdar fréttir Samningur í hendi fyrir álver Norðuráls Landsvirkjun og Norðurál hafa náð saman um endurnýjaðan raforkusamning. Álverðstenging fer út og verð tengt markaði. Gefur Landsvirkjun umtalsvert meira en fyrri samningur sem er um margt tímamótasamningur. 14. maí 2016 07:00 Landsvirkjun talin fá yfir 50% hækkun orkuverðs Nýr orkusamningur Norðuráls og Landsvirkjunar tengdur markaðsverði raforku í Norður-Evrópu. 13. maí 2016 22:33 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Samningur í hendi fyrir álver Norðuráls Landsvirkjun og Norðurál hafa náð saman um endurnýjaðan raforkusamning. Álverðstenging fer út og verð tengt markaði. Gefur Landsvirkjun umtalsvert meira en fyrri samningur sem er um margt tímamótasamningur. 14. maí 2016 07:00
Landsvirkjun talin fá yfir 50% hækkun orkuverðs Nýr orkusamningur Norðuráls og Landsvirkjunar tengdur markaðsverði raforku í Norður-Evrópu. 13. maí 2016 22:33