Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað í kvöld í opinni dagskrá og í beinni hér á Vísi. Horfa má á útsendinguna í spilaranum hér að ofan en hún hefst klukkan 18.30. 

Neyðarástand ríkir í málefnum barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir að mati velferðarsviðs Reykavíkurborgar. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2.

Þá verður einnig rætt við 18 ára albanska stúlku sem verður send úr landi í nótt. Hún útskrifaðist nýlega með stúdentspróf frá Flensborgarskóla og segist ekki eiga sér neina framtíð í Albaníu. Þá verður kíkt á nýja íslenska tölvuleiki sem tölvunarfræðinemendur við Háskólann í Reykjavík bjuggu til á aðeins þremur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×