Telja brotið á rétti barna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. maí 2016 19:18 Neyðarástand ríkir í málefnum barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir að mati velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Stjórnvöld sýni enga viðleitni til að koma á langtímameðferð fyrir hópinn. Í byrjun árs 2011 voru málefni fatlaðra flutt frá ríki til sveitarfélaga. Sveitarfélögin bera því ábyrgð á framkvæmd þjónustu við fatlaða og kostnaðinum. Í lok síðasta árs sömdu ríki og sveitarfélög um fjármögnun þjónustunnar. Í skýrslu sem þá var gefin út kemur hins vegar fram að ekki hafi tekist að ljúka vinnu við lausn á málefnum barna með fjölþættan og alvarlegan vanda. Talið er að á bilinu 8 til 12 börn þurfi á hverju ári sérstök úrræði vegna alvarlegra geð- og þroskaraskana og lendir kostnaðurinn vegna þeirra að miklu leyti á sveitarfélögunum. Í bréfi sem Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sendi félagsmálaráðherra í lok apríl er óskað eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna neyðarástands í málefnum þessara barna. Þar segir að borgin þurfi að veita sjö börnum með slíkar raskanir þjónustu á þessu ári og kostnaðurinn sé áætlaður nærri hálfur milljarður. Úrræði fyrir hvert og eitt barn kosti tugi milljóna en í sumum tilfellum þurfi börnin öryggisvistun þar sem tveir starfsmenn þurfa að fylgjast með þeim allan sólarhringinn. Í bréfinu er sagt að það sé hlutverk ríkisins að sjá til þess að til séu heimili og stofnanir sem veita börnum sérhæfða meðferð vegna alvarlega hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og afbrota. Þau börn sem Reykjavíkurborg þjónustar í dag falla undir þá skilgreiningu. Velferðarsviðið telur að með aðgerðarleysi stjórnvalda sé brotið á rétti barnanna til viðeigandi þjónustu. Börnin fái ekki að nýta sér úrræði Barnaverndarstofu og ríkið hafi ekki sýnt nokkra viðleitni til að koma á fót viðeigandi stofnunum sem geti sinnt langtímameðferð fyrir þennan hóp heldur ýti ábyrgðinni á verkefninu yfir á sveitarfélögin. Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, segir skorta heildarstefnumótun í málaflokknum. „Eins og þetta er núna þá þjónustar barnaverndin mjög mörg börn á fósturheimilum, meðferðarheimilum og inn á heimilum sínum. Það er gott og flest börn með alvarlega þroska- og geðraskanir geta fengið þjónustu að einhverju leyti þar. Svo getur komið að því að þau geta ekki búið heima hjá sér og þau þurfa a búa á öðrum stað til langs tíma. Þá eru þessi tímabundnu almennu úrræði barnaverndar hreinlega ekki viðeigandi,“ segir Halldór. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Neyðarástand ríkir í málefnum barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir að mati velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Stjórnvöld sýni enga viðleitni til að koma á langtímameðferð fyrir hópinn. Í byrjun árs 2011 voru málefni fatlaðra flutt frá ríki til sveitarfélaga. Sveitarfélögin bera því ábyrgð á framkvæmd þjónustu við fatlaða og kostnaðinum. Í lok síðasta árs sömdu ríki og sveitarfélög um fjármögnun þjónustunnar. Í skýrslu sem þá var gefin út kemur hins vegar fram að ekki hafi tekist að ljúka vinnu við lausn á málefnum barna með fjölþættan og alvarlegan vanda. Talið er að á bilinu 8 til 12 börn þurfi á hverju ári sérstök úrræði vegna alvarlegra geð- og þroskaraskana og lendir kostnaðurinn vegna þeirra að miklu leyti á sveitarfélögunum. Í bréfi sem Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sendi félagsmálaráðherra í lok apríl er óskað eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna neyðarástands í málefnum þessara barna. Þar segir að borgin þurfi að veita sjö börnum með slíkar raskanir þjónustu á þessu ári og kostnaðurinn sé áætlaður nærri hálfur milljarður. Úrræði fyrir hvert og eitt barn kosti tugi milljóna en í sumum tilfellum þurfi börnin öryggisvistun þar sem tveir starfsmenn þurfa að fylgjast með þeim allan sólarhringinn. Í bréfinu er sagt að það sé hlutverk ríkisins að sjá til þess að til séu heimili og stofnanir sem veita börnum sérhæfða meðferð vegna alvarlega hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og afbrota. Þau börn sem Reykjavíkurborg þjónustar í dag falla undir þá skilgreiningu. Velferðarsviðið telur að með aðgerðarleysi stjórnvalda sé brotið á rétti barnanna til viðeigandi þjónustu. Börnin fái ekki að nýta sér úrræði Barnaverndarstofu og ríkið hafi ekki sýnt nokkra viðleitni til að koma á fót viðeigandi stofnunum sem geti sinnt langtímameðferð fyrir þennan hóp heldur ýti ábyrgðinni á verkefninu yfir á sveitarfélögin. Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, segir skorta heildarstefnumótun í málaflokknum. „Eins og þetta er núna þá þjónustar barnaverndin mjög mörg börn á fósturheimilum, meðferðarheimilum og inn á heimilum sínum. Það er gott og flest börn með alvarlega þroska- og geðraskanir geta fengið þjónustu að einhverju leyti þar. Svo getur komið að því að þau geta ekki búið heima hjá sér og þau þurfa a búa á öðrum stað til langs tíma. Þá eru þessi tímabundnu almennu úrræði barnaverndar hreinlega ekki viðeigandi,“ segir Halldór.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira