Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2016 10:20 Tesla Model X. Þann 1. júlí varð dauðaslys í Bandaríkjunum er eigandi Tesla Model S bíls var með sjálfstýringuna á og var það fyrsta dauðaslys sem vitað er um þar sem sjálfstýring bílsins var á. Nú hefur annað slys hent í Tesla bíl með sjálfstýringuna við völd, í þetta skiptið í Tesla Model X bíl. Enginn lést í slysinu sem átti sér stað í Pennsilvania ríki í Bandaríkjunum. Tesla Model X bíllinn ók á vegrið og hentist við það yfir á öfugan vegarhelming og þaðan á steypt vegrið, valt og endaði á þakinu. Þeir tveir sem voru í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Rannsókn er hafin á því hvort rétt hafi verið greint frá hjá eigandi bílsins að sjálfstýring hans hafi verið við stjórnvölinn og ekki eru enn nægar sannanir til að fullyrða að svo hafi verið, en eigandinn fullyrðir þó að þannig hafi verið í pottinn búið. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent
Þann 1. júlí varð dauðaslys í Bandaríkjunum er eigandi Tesla Model S bíls var með sjálfstýringuna á og var það fyrsta dauðaslys sem vitað er um þar sem sjálfstýring bílsins var á. Nú hefur annað slys hent í Tesla bíl með sjálfstýringuna við völd, í þetta skiptið í Tesla Model X bíl. Enginn lést í slysinu sem átti sér stað í Pennsilvania ríki í Bandaríkjunum. Tesla Model X bíllinn ók á vegrið og hentist við það yfir á öfugan vegarhelming og þaðan á steypt vegrið, valt og endaði á þakinu. Þeir tveir sem voru í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Rannsókn er hafin á því hvort rétt hafi verið greint frá hjá eigandi bílsins að sjálfstýring hans hafi verið við stjórnvölinn og ekki eru enn nægar sannanir til að fullyrða að svo hafi verið, en eigandinn fullyrðir þó að þannig hafi verið í pottinn búið.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent