Erfitt að hætta á sjónum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. júní 2016 23:49 Skipstjóri á nýjasta skipinu í fiskveiðiflota landsins segir mikið hafa breyst á þeim rúmu þremur áratugum sem hann hefur stundað sjómennsku. Tæknin hafi dregið úr einangrun á sjónum en áður ræddi hana við eiginkonuna í gengum talstöð. Hann bauð fólk velkomið um borð í skip sitt í dag í tilefni af sjómannadeginum. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Við Reykjavíkurhöfn var sérstök hátíðardagskrá og sjómenn voru heiðraðir í tilefni dagsins. Flestir þeirra stunduðu sjómennsku frá unga aldri og í áratugi. Fiskiskip landsins lágu bundin við bryggju í dag og sjómenn gerðu sér margir hverjir glaðan dag með fjölskyldum sínum. Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, bauð fólk velkomið um borð í skip sitt í dag. Víkingur er nýjasta skipið í fiskveiðiflota landsins og það næst stærsta. Skipstjórinn hefur mikla reynslu af sjómennsku. „Ég fór fyrst á sjó 1985 á Haraldi Böðvarssyni litlum togara sem þótti stór þá,“ segir Albert. Hann segir mikið hafa breyst frá því hann fór fyrst á sjó. „Skipin hafa stækka. Það er mikil bylting það er að hafa internet og sjónvarpið. Íslenskt sjónvarp. Gríðarleg bylting fyrir okkur. Annars voru menn svo einangraðir. Síminn hefur til að mynda útbúið sérstaka sjónvarpsstöð fyrir sjómenn sem send er út í gegnum gervihnött og sjómenn geta þar nálgast íslenska dagskrá í meira mæli og fréttir Stöðvar 2. Albert segir að þegar hann fór fyrst á sjóinn hafi menn nýtt sér aðra tækni. „Þá höfðum við bara vídeóspólur og ekki mikil samskipti. Þá náttúrulega þurftu öll samskipti að fara í gegnum talstöð ef menn þurftu að hringja heim,“ segir Albert. Öll aðstaða í skipinu er góð en þar eru til að mynda líkamsræktarsalur og gufubað. Algert segir misjafnt hversu langar vaktirnar um borð eru en þær lengstu geti tekið á. „Þær geta verið góður sólarhringur. Einn og hálfur, tveir sólarhringar,“ segir Albert. Hann segir starfið halda í menn og erfitt sé að hætta á sjónum. „Þetta togar alltaf í mann. Þannig ef maður færi í land einhvern tímann þá væri maður bara alltaf á bryggjunni,“ segir Albert. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Skipstjóri á nýjasta skipinu í fiskveiðiflota landsins segir mikið hafa breyst á þeim rúmu þremur áratugum sem hann hefur stundað sjómennsku. Tæknin hafi dregið úr einangrun á sjónum en áður ræddi hana við eiginkonuna í gengum talstöð. Hann bauð fólk velkomið um borð í skip sitt í dag í tilefni af sjómannadeginum. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Við Reykjavíkurhöfn var sérstök hátíðardagskrá og sjómenn voru heiðraðir í tilefni dagsins. Flestir þeirra stunduðu sjómennsku frá unga aldri og í áratugi. Fiskiskip landsins lágu bundin við bryggju í dag og sjómenn gerðu sér margir hverjir glaðan dag með fjölskyldum sínum. Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, bauð fólk velkomið um borð í skip sitt í dag. Víkingur er nýjasta skipið í fiskveiðiflota landsins og það næst stærsta. Skipstjórinn hefur mikla reynslu af sjómennsku. „Ég fór fyrst á sjó 1985 á Haraldi Böðvarssyni litlum togara sem þótti stór þá,“ segir Albert. Hann segir mikið hafa breyst frá því hann fór fyrst á sjó. „Skipin hafa stækka. Það er mikil bylting það er að hafa internet og sjónvarpið. Íslenskt sjónvarp. Gríðarleg bylting fyrir okkur. Annars voru menn svo einangraðir. Síminn hefur til að mynda útbúið sérstaka sjónvarpsstöð fyrir sjómenn sem send er út í gegnum gervihnött og sjómenn geta þar nálgast íslenska dagskrá í meira mæli og fréttir Stöðvar 2. Albert segir að þegar hann fór fyrst á sjóinn hafi menn nýtt sér aðra tækni. „Þá höfðum við bara vídeóspólur og ekki mikil samskipti. Þá náttúrulega þurftu öll samskipti að fara í gegnum talstöð ef menn þurftu að hringja heim,“ segir Albert. Öll aðstaða í skipinu er góð en þar eru til að mynda líkamsræktarsalur og gufubað. Algert segir misjafnt hversu langar vaktirnar um borð eru en þær lengstu geti tekið á. „Þær geta verið góður sólarhringur. Einn og hálfur, tveir sólarhringar,“ segir Albert. Hann segir starfið halda í menn og erfitt sé að hætta á sjónum. „Þetta togar alltaf í mann. Þannig ef maður færi í land einhvern tímann þá væri maður bara alltaf á bryggjunni,“ segir Albert.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira