Kristján Eldjárn, kommúnisminn og klámvísurnar Jóhanna Ýr Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 11:57 Ég sat við matarborðið hinn 17. júní síðastliðinn eftir myndarlega grillveislu. Sólin skein og spjallið snerist fljótlega að forsetakosningunum. Fáir við borðið gátu sætt sig við þær árásir sem beinast sérstaklega að einum forsetaframbjóðanda og fundust ósanngjarnar dylgjurnar um „peningaöfl og hulduher“ og að jafn alvarlegt orð og „landráðamaður“ væri notað án þess að blikna. Eldra fólkið við borðið rifjaði þá upp sérkennilega sögu sem hljóðar svo: Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur. Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg. Sáttasemjarinn mikli Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu." Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar. Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég sat við matarborðið hinn 17. júní síðastliðinn eftir myndarlega grillveislu. Sólin skein og spjallið snerist fljótlega að forsetakosningunum. Fáir við borðið gátu sætt sig við þær árásir sem beinast sérstaklega að einum forsetaframbjóðanda og fundust ósanngjarnar dylgjurnar um „peningaöfl og hulduher“ og að jafn alvarlegt orð og „landráðamaður“ væri notað án þess að blikna. Eldra fólkið við borðið rifjaði þá upp sérkennilega sögu sem hljóðar svo: Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur. Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg. Sáttasemjarinn mikli Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu." Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar. Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun