Ég kýs Guðna Helena Þ. Karlsdóttir skrifar 24. júní 2016 16:43 Ég verð að viðurkenna að ég var búin að ákveða að skila auðu í forsetakosningunum áður en Guðni Th. ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það kom bara enginn til greina í mínum huga. En framboð Guðna breytti því og ég er ákveðin í að hann fái mitt atkvæði enda er mér það einstaklega ljúft styðja Guðna. Þar fer maður sem á erindi á Bessastaði. Við Guðni eru bekkjarsystkin úr MR og úr Garðabænum. Ég hef því þekkt Guðna í yfir 30 ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Hann er ósköp venjulegur hógvær maður. Hann er klár, heiðarlegur, réttsýnn, víðsýnn, vel máli farinn og einlægur. Svo er hann góður húmoristi. Í mínum huga á forsetinn að vera leiðtogi sem gleðst með þjóðinni þegar vel gengur og hvetur þjóðina áfram þegar á móti blæs. Hann á að hlusta á vilja þjóðarinnar, tryggja að ólík sjónarmið heyrist, setja mikilvæg samfélagsmál á dagskrá og hvetja til umræðu um þau. Hann á að vera maður fólksins og vera verðugur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi og tala máli hennar. Guðni er einstaklega hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann hefur kynnt sér sögu forsetaembættisins og fyrri forseta og hefur yfirgripsmikla, jafnvel yfirgripsmestu leyfi ég mér að segja, þekkingu á embættinu. Hann hefur skýra sýn á hvernig forsetaembættið og forseti á að vera og þannig forseta vil ég. Ég hef tekið þátt í kosningahópi framboðs Guðna á Akureyri og ég verð að segja að með framboði sínu hefur Guðni náð að sameina fjölbreyttan hóp fólks, fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og aldur og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Hópurinn hefur unnið sem einn maður að sameiginlegu markmiði, þ.e. að stuðla að góðum kosningasigri Guðna. Vinnan hefur verið einstaklega skemmtileg og jákvæð og það hefur verið gefandi að vinna að framgangi framboðsins. Guðna hefur verið mjög vel tekið hvar sem hann hefur komið og húsfyllir var bæði við opnun kosningaskrifstofunnar sem og á opna fundinum sem haldinn var í Hofi. Guðni á hljómgrunn hjá Akureyringum. Það er eitt, að lokum, sem ég verð að minnast á og mér finnst lýsandi fyrir Guðna. Á opna fundi sínum á Akureyri ræddi hann mikilvægi þess að hvetja þá sem eiga undir högg að sækja. Hann sagði að geti hann hjálpað og hvatt einhvern áfram sem er hikandi og á sér drauma en vantar örlítið klapp á öxlina þá hafi hann kannski komið einhverju góðu til leiðar. Eftir þau hvatningarorð stóð upp 18 ára drengur, nýkominn með kosningarétt, og lýsti því að hann væri einhverfur og hefði dottið út úr skóla. Hann lýsti því hvernig honum fyndist kerfið hafi brugðist og það hefði kostað átök að standa upp og tala. En hann gerði það og ég er þess fullviss að það hafi verið m.a. vegna hvatningar Guðna sem drengurinn stóð upp og tjáði sig um þetta mikilvæga mál. Ég verð að viðurkenna að þetta snart mig og ég veit að svo var um fleiri. Ég fylltist stolti fyrir hönd drengsins. Mér fannst þetta svo frábært því ég veit að það getur tekið á að standa upp og tala fyrir framan fullan sal af fólki. Þjóðin kýs sér forseta nk. laugardag. Ég kýs Guðna því honum treysti ég fullkomlega til að gegna embætti forseta Íslands og veit að hann mun gera það vel. Svo er hann giftur flottri konu og er alltaf í flottum sokkum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég var búin að ákveða að skila auðu í forsetakosningunum áður en Guðni Th. ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það kom bara enginn til greina í mínum huga. En framboð Guðna breytti því og ég er ákveðin í að hann fái mitt atkvæði enda er mér það einstaklega ljúft styðja Guðna. Þar fer maður sem á erindi á Bessastaði. Við Guðni eru bekkjarsystkin úr MR og úr Garðabænum. Ég hef því þekkt Guðna í yfir 30 ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Hann er ósköp venjulegur hógvær maður. Hann er klár, heiðarlegur, réttsýnn, víðsýnn, vel máli farinn og einlægur. Svo er hann góður húmoristi. Í mínum huga á forsetinn að vera leiðtogi sem gleðst með þjóðinni þegar vel gengur og hvetur þjóðina áfram þegar á móti blæs. Hann á að hlusta á vilja þjóðarinnar, tryggja að ólík sjónarmið heyrist, setja mikilvæg samfélagsmál á dagskrá og hvetja til umræðu um þau. Hann á að vera maður fólksins og vera verðugur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi og tala máli hennar. Guðni er einstaklega hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann hefur kynnt sér sögu forsetaembættisins og fyrri forseta og hefur yfirgripsmikla, jafnvel yfirgripsmestu leyfi ég mér að segja, þekkingu á embættinu. Hann hefur skýra sýn á hvernig forsetaembættið og forseti á að vera og þannig forseta vil ég. Ég hef tekið þátt í kosningahópi framboðs Guðna á Akureyri og ég verð að segja að með framboði sínu hefur Guðni náð að sameina fjölbreyttan hóp fólks, fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og aldur og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Hópurinn hefur unnið sem einn maður að sameiginlegu markmiði, þ.e. að stuðla að góðum kosningasigri Guðna. Vinnan hefur verið einstaklega skemmtileg og jákvæð og það hefur verið gefandi að vinna að framgangi framboðsins. Guðna hefur verið mjög vel tekið hvar sem hann hefur komið og húsfyllir var bæði við opnun kosningaskrifstofunnar sem og á opna fundinum sem haldinn var í Hofi. Guðni á hljómgrunn hjá Akureyringum. Það er eitt, að lokum, sem ég verð að minnast á og mér finnst lýsandi fyrir Guðna. Á opna fundi sínum á Akureyri ræddi hann mikilvægi þess að hvetja þá sem eiga undir högg að sækja. Hann sagði að geti hann hjálpað og hvatt einhvern áfram sem er hikandi og á sér drauma en vantar örlítið klapp á öxlina þá hafi hann kannski komið einhverju góðu til leiðar. Eftir þau hvatningarorð stóð upp 18 ára drengur, nýkominn með kosningarétt, og lýsti því að hann væri einhverfur og hefði dottið út úr skóla. Hann lýsti því hvernig honum fyndist kerfið hafi brugðist og það hefði kostað átök að standa upp og tala. En hann gerði það og ég er þess fullviss að það hafi verið m.a. vegna hvatningar Guðna sem drengurinn stóð upp og tjáði sig um þetta mikilvæga mál. Ég verð að viðurkenna að þetta snart mig og ég veit að svo var um fleiri. Ég fylltist stolti fyrir hönd drengsins. Mér fannst þetta svo frábært því ég veit að það getur tekið á að standa upp og tala fyrir framan fullan sal af fólki. Þjóðin kýs sér forseta nk. laugardag. Ég kýs Guðna því honum treysti ég fullkomlega til að gegna embætti forseta Íslands og veit að hann mun gera það vel. Svo er hann giftur flottri konu og er alltaf í flottum sokkum!
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar