Landsnet: Stjórnendur í friðhelgi sérhagsmuna Magnús Rannver Rafnsson skrifar 23. júní 2016 07:00 Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur. Árið 2012 kynnti nýsköpunarfyrirtækið Línudans ehf. (www.facebook.com/greengrids) Landsneti nýja mastursgerð sem byggir á nýrri hugmyndafræði um hönnun og þróun raforkuflutningskerfa (sjá mynd). Þetta er afrakstur Rannís-verkefnis sem fjármagnað var með íslensku skattfé. Fjöldi annarra íslenskra og erlendra aðila hefur fjárfest tíma og fjármuni í verkefni Línudans. Nýja mastursgerðin var kynnt nokkrum starfsmönnum Landsnets, þar á meðal þáverandi forstjóra, Þórði Guðmundssyni. Einnig fóru fram kynningar í ýmsum miðlum. Á haustdögum 2015 kynnti núverandi forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, „nýja kynslóð háspennumastra“ í tímaritinu Sóknarfæri (sjá mynd). Svo vill til að þessi möstur hafa sömu ásýnd og Línudans-möstrin sem kynnt höfðu verið ríkisfyrirtækinu þremur árum fyrr. Fram að þessu hafa möstur Landsnets haft allt aðra ásýnd en eiga nú skyndilega að taka á sig sömu mynd – án samráðs við Línudans. Einnig vill svo merkilega til að Landsnet kaupir ráðgjöf um þessa svokölluðu nýju kynslóð háspennumastra af nýjum vinnuveitanda Þórðar Guðmundssonar – fyrrum forstjóra Landsnets. Enn önnur „tilviljun“ lýsir sér í því að hin nýja mastursgerð Þórðar Guðmundssonar og félaga hefur fengið fastan stað í nýrri áætlun um flutningskerfi framtíðarinnar. Þannig er notkun í miklu magni nánast gulltryggð, sem ætti nú ekki að rýra gildi samninganna sem Þórður og félagar hafa gert við Landsnet. Hér kunna menn aldeilis til verka, enda bara rétt rúmt ár síðan Þórður Guðmundsson lét af störfum sem forstjóri Landsnets. Ennfremur er það ótrúleg tilviljun að Landsnets-mastursgerðin nýja – sem er eins og Línudans-mastursgerðin sem kynnt var Þórði Guðmundssyni þá sem forstjóra Landsnets – fær skírskotun í dansþema og heitir Ballerína. Línudans og Ballerína. Þetta hlýtur að vera merki um einstaklega frjótt ímyndunarafl hinna útvöldu ráðgjafa Landsnets, svona burtséð frá augljósum sameiginlegum útlitseinkennum. Hann er aldeilis „heppinn“ hann Þórður Guðmundsson að fá svona fína samninga hjá Landsneti, í gegnum fyrirtæki félaga síns. Og það bara örstuttu eftir að hann hættir sem forstjóri Landsnets. Það hefur vafalaust ekki skaðað að núverandi forstjóri, Guðmundur Ingi Ásmundsson, var aðstoðarforstjóri í tíð Þórðar Guðmundssonar sem forstjóra. Hver þarf á samkeppni að halda þegar „góð tengslanet“ eru annars vegar? Allt eru þetta hreint makalausar tilviljanir auðvitað, við hljótum öll að sjá það? Og ekki allt upptalið enn, því tímasetning samninganna svona rétt við upphaf stærstu fjárfestingarhrinu Íslandssögunnar á þessu sviði hefði ekki getað verið betri fyrir þá félaga; 100 milljarða uppbygging nýrra raforkuflutningskerfa á Íslandi. Gera má ráð fyrir að Þórður Guðmundsson hafi nú haft sitt að segja við innleiðingu þessarar risafjárfestingar ríkisfyrirtækisins sem forstjóri þess, hann er jú bara nýhættur sem slíkur. Og svo eins og fyrir kraftaverk er hann bara hinum megin við borðið að taka við verkefnum frá fyrrum aðstoðarmanni sínum, Guðmundi Inga Ásmundssyni – varðandi sömu risafjárfestingu. Aldeilis heppnir þeir félagar. Er ríkisábyrgð á nýju 100 milljarða kökunni sem þessir kappar eru búnir að malla saman? Án þess að sagt sé að þetta sé drullumall.Án útboðs og samkeppni Við hin erum ekki eins „heppin“ og Þórður og vinir hans. En þrátt fyrir alla „heppnina“ setja þessir menn í krafti stöðu sinnar markvisst öðrum stólinn fyrir dyrnar – undir verndarvæng ráðherra nýsköpunar, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Við í Línudansi höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar allt frá árinu 2009 – vegna andstöðu Þórðar Guðmundssonar í tíð hans sem forstjóra. Jú, mikið rétt, enn ein tilviljunin. Hvað eru þetta þá orðnar margar tilviljanir? Undirstrikað skal hér að Landsnet er eini kaupandi vörunnar sem íslenska nýsköpunarfyrirtækið Línudans hefur varið átta árum í að þróa. Viðbrögð ráðherra nýsköpunar við þessari 100 milljarða fjárfestingu; fullkomið skilningsleysi. Frá upphafi hefur Línudans komið að lokuðum dyrum hjá Landsneti. Tilviljun? Kannski ekki, eftir allt saman. Enda eru Þórður Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Landsnets, og vinur hans og nú vinnuveitandi, Árni Björn Jónasson, í dag í hópi „hinna útvöldu“; þeir völdu sig sjálfir til þess hlutverks að færa Íslendingum „nýja kynslóð háspennumastra“. Án útboðs og án samkeppni. Og með því að traðka á öðrum í leiðinni. Ef þetta er ekki röð tilviljana, hvað er þetta þá? Bara „venjuleg spilling“? Eða verulega útpæld og skipulögð spilling á sérsviði sem hefur miklar og víðtækar afleiðingar fyrir umhverfi og efnahag Íslands? Getum við hin ekki líka valið okkur sjálf til stórverkefna og fengið vel greitt fyrir, óháð því hvort um sé að ræða góðar eða vondar tæknilegar lausnir? Hvernig skilgreinir maður aftur spillingu? Ég veit það ekki lengur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur. Árið 2012 kynnti nýsköpunarfyrirtækið Línudans ehf. (www.facebook.com/greengrids) Landsneti nýja mastursgerð sem byggir á nýrri hugmyndafræði um hönnun og þróun raforkuflutningskerfa (sjá mynd). Þetta er afrakstur Rannís-verkefnis sem fjármagnað var með íslensku skattfé. Fjöldi annarra íslenskra og erlendra aðila hefur fjárfest tíma og fjármuni í verkefni Línudans. Nýja mastursgerðin var kynnt nokkrum starfsmönnum Landsnets, þar á meðal þáverandi forstjóra, Þórði Guðmundssyni. Einnig fóru fram kynningar í ýmsum miðlum. Á haustdögum 2015 kynnti núverandi forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, „nýja kynslóð háspennumastra“ í tímaritinu Sóknarfæri (sjá mynd). Svo vill til að þessi möstur hafa sömu ásýnd og Línudans-möstrin sem kynnt höfðu verið ríkisfyrirtækinu þremur árum fyrr. Fram að þessu hafa möstur Landsnets haft allt aðra ásýnd en eiga nú skyndilega að taka á sig sömu mynd – án samráðs við Línudans. Einnig vill svo merkilega til að Landsnet kaupir ráðgjöf um þessa svokölluðu nýju kynslóð háspennumastra af nýjum vinnuveitanda Þórðar Guðmundssonar – fyrrum forstjóra Landsnets. Enn önnur „tilviljun“ lýsir sér í því að hin nýja mastursgerð Þórðar Guðmundssonar og félaga hefur fengið fastan stað í nýrri áætlun um flutningskerfi framtíðarinnar. Þannig er notkun í miklu magni nánast gulltryggð, sem ætti nú ekki að rýra gildi samninganna sem Þórður og félagar hafa gert við Landsnet. Hér kunna menn aldeilis til verka, enda bara rétt rúmt ár síðan Þórður Guðmundsson lét af störfum sem forstjóri Landsnets. Ennfremur er það ótrúleg tilviljun að Landsnets-mastursgerðin nýja – sem er eins og Línudans-mastursgerðin sem kynnt var Þórði Guðmundssyni þá sem forstjóra Landsnets – fær skírskotun í dansþema og heitir Ballerína. Línudans og Ballerína. Þetta hlýtur að vera merki um einstaklega frjótt ímyndunarafl hinna útvöldu ráðgjafa Landsnets, svona burtséð frá augljósum sameiginlegum útlitseinkennum. Hann er aldeilis „heppinn“ hann Þórður Guðmundsson að fá svona fína samninga hjá Landsneti, í gegnum fyrirtæki félaga síns. Og það bara örstuttu eftir að hann hættir sem forstjóri Landsnets. Það hefur vafalaust ekki skaðað að núverandi forstjóri, Guðmundur Ingi Ásmundsson, var aðstoðarforstjóri í tíð Þórðar Guðmundssonar sem forstjóra. Hver þarf á samkeppni að halda þegar „góð tengslanet“ eru annars vegar? Allt eru þetta hreint makalausar tilviljanir auðvitað, við hljótum öll að sjá það? Og ekki allt upptalið enn, því tímasetning samninganna svona rétt við upphaf stærstu fjárfestingarhrinu Íslandssögunnar á þessu sviði hefði ekki getað verið betri fyrir þá félaga; 100 milljarða uppbygging nýrra raforkuflutningskerfa á Íslandi. Gera má ráð fyrir að Þórður Guðmundsson hafi nú haft sitt að segja við innleiðingu þessarar risafjárfestingar ríkisfyrirtækisins sem forstjóri þess, hann er jú bara nýhættur sem slíkur. Og svo eins og fyrir kraftaverk er hann bara hinum megin við borðið að taka við verkefnum frá fyrrum aðstoðarmanni sínum, Guðmundi Inga Ásmundssyni – varðandi sömu risafjárfestingu. Aldeilis heppnir þeir félagar. Er ríkisábyrgð á nýju 100 milljarða kökunni sem þessir kappar eru búnir að malla saman? Án þess að sagt sé að þetta sé drullumall.Án útboðs og samkeppni Við hin erum ekki eins „heppin“ og Þórður og vinir hans. En þrátt fyrir alla „heppnina“ setja þessir menn í krafti stöðu sinnar markvisst öðrum stólinn fyrir dyrnar – undir verndarvæng ráðherra nýsköpunar, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Við í Línudansi höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar allt frá árinu 2009 – vegna andstöðu Þórðar Guðmundssonar í tíð hans sem forstjóra. Jú, mikið rétt, enn ein tilviljunin. Hvað eru þetta þá orðnar margar tilviljanir? Undirstrikað skal hér að Landsnet er eini kaupandi vörunnar sem íslenska nýsköpunarfyrirtækið Línudans hefur varið átta árum í að þróa. Viðbrögð ráðherra nýsköpunar við þessari 100 milljarða fjárfestingu; fullkomið skilningsleysi. Frá upphafi hefur Línudans komið að lokuðum dyrum hjá Landsneti. Tilviljun? Kannski ekki, eftir allt saman. Enda eru Þórður Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Landsnets, og vinur hans og nú vinnuveitandi, Árni Björn Jónasson, í dag í hópi „hinna útvöldu“; þeir völdu sig sjálfir til þess hlutverks að færa Íslendingum „nýja kynslóð háspennumastra“. Án útboðs og án samkeppni. Og með því að traðka á öðrum í leiðinni. Ef þetta er ekki röð tilviljana, hvað er þetta þá? Bara „venjuleg spilling“? Eða verulega útpæld og skipulögð spilling á sérsviði sem hefur miklar og víðtækar afleiðingar fyrir umhverfi og efnahag Íslands? Getum við hin ekki líka valið okkur sjálf til stórverkefna og fengið vel greitt fyrir, óháð því hvort um sé að ræða góðar eða vondar tæknilegar lausnir? Hvernig skilgreinir maður aftur spillingu? Ég veit það ekki lengur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun